Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Blaðsíða 36
Bolungarvíkur en eiginmaður Sigríðar er það- an. Eftir að hún lauk guðfræðinni gerðist hún prestur við Staðarprestkall í Súgandafirði en til þeirrar kirkju var hún vígð. „Ég var kom- in rúma sjö mánuði á leið með annað barnið mitt þegar ég var vígð til prests.“ Eftir fjögur ár á þeim stað fluttist fjölskyldan norður á Ól- afsfjörð þar sem Sigríður var prestur við kirkj- una til ársins 2000. „Þá fór ég í doktorsnám til Bandaríkjanna. Það var ótrúlegt að flytja þangað. Strákarnir mínir voru vanir að geta stokkið fram af svölunum beint út í snjóinn og þurftu að flytjast frá því í úthverfi New York -borgar. Þeir voru þó fljótir að aðlagast.“ Fjölskyldan bjó í Bandaríkjunum í fjögur ár en þá komu þau heim þar sem Sigríður var að taka við Grafarholtsprestkallinu. „Við vor- um líka orðin peningalítil auk þess sem strák- arnir voru orðnir það stórir að við þurftum að taka ákvörðun þeirra vegna hvort við vildum ala þá upp sem Íslendinga.“ Hún hélt þó áfram doktorsnáminu úti þrátt fyrir að vera búin að taka við sínu þriðja emb- ætti hér á Íslandi. „Sóknarnefndin var rosa- lega góð og skildi að ég þurfti að vera flækj- ast til Bandaríkjanna öðru hverju. Ég fékk líka góðan stuðning nágrannanna og tókst mér að ljúka gráðunni í maí í fyrra.“ Sigríður og fjölskylda hennar búa nú í næstu götu við kirkjuna svo það er vægast hægt að segja að hún sé í nánum tengslum við sóknarbörnin. Aðspurð hvort henni finn- ist hún vera einhvers konar verndari játar hún því. „Já já, ég er svolítil kirkjumamma, “ segir Sigríður og hlær. Kreppan Talið best að kreppunni en hverfið er splunku- nýtt og ekki langt síðan margir fjárfestu í hús- næði. Húsnæði sem í sumum tilfellum er keypt á gríðarlegum lánum. „Það er mikið af ungu fólki í Grafarholti og fólki sem vinnur við bankastörf . Þannig að kreppan hefur komið mjög hart niður hér.“ Sigríður er sem og allir aðrir prestar til staðar fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Hún finnur fyrir því að íbúar Grafarholts þurfa á henni að halda. „Það eru töluvert fleiri sem þurfa á að- stoð hjálparstarfs að halda en áður og fyrr,“segir hún og finnst afar erfitt að horfa upp á barna- fólk vera glíma við lífsbaráttuna þessa dag- ana. Hjálparstarfið sem Sigríður talar um eru Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkj- unnar sem eru með úthlutanir fyrir jólin. „Það má búast við helmingi fleiri umsóknum í ár.“ Fólk leitar töluvert til hennar vegna fjárhags- vandræða en líka til að fá sáluhjálp. „Það er ólíkt eftir því hver vandamál fólks eru því þau eru svo misjöfn en það sem skiptir kannski mestu máli er að hlusta. Stundum getur maður hjálpað með því að skrifa upp á hjálparstarfið, stundum eru það ráðleggingar en ég finn að oft þarf fólk oftar en ekki bara á því að halda að einhver heyri það sem það vill segja og því sem það liggur á hjarta.“ Sigríður hefur líka fundið að það eru mjög margir reiðir og er hlustun eitt af því sem hægt er að gera til að fólk fái útrás fyrir reiði sína. Að tala um það. Varðveitir kvennasöguna Sigríður felur það ekki að vera harður fem- ínisti og fjallar doktorsgráðan hennar með- al annars um kvennaguðfræði. Blaðamaður spyr hvort Guðríðarkirkja beri þess merki. „Ég held að það sem viðkemur þessari kirkju- byggingu sérstaklega er að ég er mjög með- vituð um það að rækta söguna, ekki bara karlasöguna heldur líka kvennasöguna. Ég er ekki bara femínisti heldur ekó-femínisti eða vistfemínisti. Það liggur mikil vinna að baki með kirkjuna og er ég mjög hrifin af útkomunni því mér finnst hún vera hluti af lifandi sköpunar- verki. og það höfðar til mín og er einmitt sú guðfræði sem ég stend fyrir, “ segir Sigríður að lokum. föstudagur 12. desember 200836 Helgarblað Vetrarumhverfi Kirkjan er hátíðleg þar sem hún stendur í snævi þöktu umhverfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.