Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Blaðsíða 80
n Sóley, ættleidd dóttir Gunnars Smára Egilssonar athafnamanns og Öldu Lóu Leifsdóttur, fannst fyrir tilviljun í sefi í Tógó í Afríku eftir að hafa verið kastað út í á. Þetta kem- ur fram í ítarlegu viðtali við hjónin í nýjasta tölublaði Nýs Lífs en þau ættleiddu stúlkuna í fyrra. Saga Sól- eyjar minnir á söguna um Móses í sefinu. Gunnar Smári hefur verið áberandi í atvinnulífinu undanfarin ár og þá ekki síst á fjölmiðlamark- aði en segist nú vera búinn að helga sig heimilinu og fjölskyldulífinu. Sóley og Alda Lóa komu til Íslands skömmu fyrir jól á síðasta ári. Þá höfðu þær lengi verið bundnar í Tógó vegna þess hversu erfiðlega tókst að fá allar uppáskriftir til að tryggja að ættleiðingin gengi í gegn. Það var því mikið um fagnaðarlæti í fjölskyldunni fyrir sléttu ári. En þá voru þau reyndar far- in að halda að þau þyrftu að flytja lög- heimili sitt til Tógó. Kennir neyðin nakinni þjóð að dansa? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Súlukóngurinn Ásgeir Þór Dav- íðsson, langbest þekktur sem Geiri á Goldfinger, opnaði súlustaðinn Max- im´s 13. desember árið 1998 og hefur því staðið fyrir súluskaki í áratug og sér fulla ástæðu til að fagna með því að slá upp veislu á Goldfinger í Kópa- vogi í kvöld. Geiri segist hafa álpast út í nekt- ardansinn eftir að deilur spruttu upp í kringum hina fornfrægu Hafnarkrá sem hann rak í Hafnarstræti. „Það varð allt vitlaust yfir því að Hafnarkráin væri opin á daginn þannig að það voru tóm leiðindi í Hafnarstrætinu,“ segir Geiri sem lenti upp á kant við borgaryfirvöld vegna viðskiptavina sinna sem voru margir ansi gefnir fyrir dagdrykkju. „Ég ákvað því að fara út í rekstur sem hentaði betur á kvöldin og ákvað að fara út í nektardansinn,“ segir Geiri sem vill meina að slíkir staðir hafi ver- ið viðurkenndir þá en þegar mest lét voru tæplega tíu slíkir staðir í Reykja- vík. Geiri opnaði svo annan súlustað, Goldfinger, í Kópavogi í desember árið 2000 og ári síðar lokaði hann í Hafnarstræti. „Ég var nú eiginlega flæmdur úr miðbænum þar sem mér var talin trú um að þetta væri bann- að þar.“ Geiri unir hins vegar hag sínum vel í Kópavogi. „Þetta er ekki fyrir neinum í Kópavogi og fólk þarf helst að vera með GPS-tæki til að finna þetta ef það kemur ekki með leigubíl,“ segir Geiri. Hann ætlar svo að taka á móti gest- um í afmælisveislu nektarstaða sinna í miðju iðnaðarhverfi Kópavogsbæjar í kvöld. Fannst í seFi eins og Móses H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2 0 3 - A c ta v is 8 0 6 0 3 1 Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Notkunarsvið: Varúðarreglur: Aukaverkanir: Skammtastærðir: Höfuð, herðar… Geiri á Goldfinger hefur staðið í strippi í 10 ár: gPs-tæki til að Finna súlustað n Það er engin kreppa í íslensku tónlistarlífi sem heldur áfram að blómstra þrátt fyrir efnahagsástand þjóðarinnar. Í ár hafa verið valin fjögur íslensk tónlistaratriði til að koma fram á Eurosonic-tónlistarhá- tíðinni í Hollandi í janúar en áður var ætíð bara um eitt íslenskt atriði að ræða. Eurosonic er mikilvægur vettvangur fyrir ungar hljómsveit- ir þar sem þeim gefst kostur á að spila fyrir útsendara allra stærstu tónlistarhátíða Evrópu, auk þess sem öll ríkisútvörpin í Evrópu eru með fulltrúa á hátíðinni. Í ár koma fram Dísa, sem Rás 2 valdi sem sinn fulltrúa, Hjalta- lín, Helgi Hrafn Jóns- son og For a Minor Reflection en tón- leikabókari Euroson- ic sá þá síðastnefndu hita upp fyrir Sigur Rós í Amsterdam og heillaðist mjög. n Greint var frá því í breska blað- inu Daily Mail að forsetafrú okkar, Dorrit Moussaieff hafi látið sjá sig í veislu á New Bond Street í London á þriðjudaginn. Tilefni veislunnar var að kynna nýjasta andlit dem- antafyrirtækis Moussaieff-fjölskyld- unnar. Samkvæmt Daily Mail varð Dorrit fyrir miklum vonbrigðum er hún mætti í veisluna því ekki var mikið um stjörnudýrð í 30 manna veislunni Forsetafrúin staldr- aði við í fimm mínutur að sögn blaðsins og lét sig síðan hverfa. Ólafur Ragnar Grímsson var ekki með í för. FiMM Mínútna stoPP Ásgeir Þór Davíðsson heldur upp á 10 ára súluafmæli í kvöld og sendir um leið frá sér dagatal fyrir árið 2009 sem hann segir vera jólagjöf sína til sjómanna. íslensk tónlist blóMstrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.