Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Blaðsíða 40
föstudagur 12. desember 200840 Helgarblað Selfyssingurinn og athafnamaður-inn Einar Bárðarson hefur verið þjóðþekktur á Íslandi síðustu ár. Hann gat sér fyrst orð sem umboðs-maður hljómsveitarinnar Skíta- mórals fyrir um áratug auk þess að semja nokkra smelli fyrir drengina sem leiddi til þess að „Skímó“ varð ein vinsælasta hljóm- sveit landsins á skömmum tíma. Einar var höf- undur framlags Íslands í Eurovisionkeppninni árið 2001, lagsins Angel, en uppskeran ytra var býsna rýr. Tenórinn vinsæli Garðar Thór Cort- es hefur aftur á móti notið góðrar uppskeru af samvinnu sinni við Einar á undanförnum árum, selt geisladiska í bílförmum á alþjóða- vísu og komið fram bæði á risastórum knatt- spyrnuleikvöngum og í tónlistarhöllum og sungið fyrir kóngafólk og þjóðarleiðtoga sam- hliða söngnum fyrir sauðsvartan almúgann. Nylon-flokkurinn var svo kominn á ágætisflug í Bretlandi þótt minna hafi farið fyrir afrekum hans upp á síðkastið. En nú eru breyttir tímar. Einar er kominn heim í kreppuna á Íslandi, búinn að kaupa sér hús í Reykjanesbæ, hættur með Believer- útgáfufyrirtækið úti í Bretlandi, kominn í aft- ursætið hjá viðburðafyrirtækinu Concert hér heima og er farinn að vinna hlutastarf hjá rík- inu. Nánar tiltekið sem aðstoðarmaður sjálf- stæðisþingmannsins Kjartans Ólafssonar. „Kjartan nálgaðist mig með þetta í byrjun október og ég held að það hafi fyrst og fremst vakað fyrir honum að ná betri tengingu við Reykjanesið. Suðurlandskjördæmið er mjög stórt, nær alveg frá Garðskaga austur á Höfn í Hornafirði sem er nánast yfir landið þvert og endilangt. Við Kjartan erum báðir Selfyssingar og ég þekki hann að góðu einu. Þar fyrir utan erum við skyldir, þótt við séum ekki beint ná- skyldir, þannig að mér leist ágætlega á þetta. Þetta var líka þegar bankastofnanir og að því er virtist allt samfélagið var að hrynja þannig að ég hugsaði með mér: Ætli Alþingi verði ekki með þeim síðustu sem fara í gjaldþrot þannig að það er kannski ágætt að vera með smá vinnu þar,“ segir Einar hlæjandi. Hann bætir við að hann sé líka meðvitaðri nú um þjóðfélagsumræðuna heldur en þegar hann var með annan fótinn í útlöndum. „Mað- ur er orðinn fjölskyldumaður og lætur sig sam- félagið meira varða heldur en þegar maður var lítill tittur með stóra drauma.“ Viðbrigði að vinna fyrir annan Einar segir aðstoðarmannastarfið vera afar fjölbreytt. Hann þurfi að vera Kjartani innan handar í öllu mögulegu, ekki síst þessar vik- urnar þegar þingfundir eru stundum til að verða klukkan fimm á morgnana. „Það eru alls kyns samfélagsleg vandamál sem koma upp í svona ástandi eins og við erum í. Þótt fram- varðasveitin sé að fókusera á stóru málin er náttúrlega fullt af litlum málum sem þarf að standa vörð um, til dæmis heilsugæslu og lág- marksþjónustu í kjördæminu, þótt menn hafi skilning á því að þörf er á að beita niðurskurð- arhnífnum.“ Einari finnst það svolítil viðbrigði að vera farinn að vinna fyrir einhvern annan. „Þetta er ákveðinn agi sem ég þarf að temja mér. Ekki það að ég sé eitthvað sérstaklega erfiður í taumi en maður þarf bara að venja sig við að vinna að verkefnum sem hafa fleiri stefnur en manns eigin.“ Starfshlutfall í aðstoðarmannastarfinu er einungis þrjátíu og þrjú prósent. Einar hefur því fleiri járn í eldinum til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Bæði er hann verkefnastjóri Víkinga- heima í Reykjanesbæ og hann hefur verið feng- inn til að aðstoða við uppbyggingu Hljóma- hallarinnar þar í bæ. Þá stendur hann fyrir styrktartónleikum krabbameinssjúkra barna í Háskólabíói í lok desember, tíunda árið í röð, en það er vitanlega í sjálfboðavinnu eins og ávallt hefur verið. Að venju koma þar fram vin- sælustu tónlistarmenn landsins, til að mynda Lay Low, Sálin, Sprengjuhöllin, Bubbi Morth- ens og Páll Óskar. Vantaði víkingasafn Í aðalhlutverki í Víkingaheimum, sem nánar til- tekið er á Njarðvíkurfitjum, er skipið Íslendingur sem Gunnar Marel Eggertsson smíðaði og sigldi á til Ameríku í tilefni þúsund ára afmælis landa- funda Leifs heppna árið 2000. Skipið er nákvæm eftirlíking Gaukstaðaskipsins, sem fannst árið 1882 við Gauksstaði í Sandefjord og var talið um þúsund ára gamalt. „Ég sá skipið alltaf liggja við Stekkjakot í Njarðvík en þekkti ekki alveg forsöguna þar sem ég hef verið mikið á ferðalögum,“ lýsir Einar. „En ég hugsaði að mér hefði alltaf fundist vanta safn um víkingaarfleifðina okkar, þó ekki endilega á safnaforsendum heldur þess vegna einhvers konar fjölskyldugarð. Mér datt því í hug hvort þetta væri ekki bara mitt næsta verkefni, finna einhverja fjárfesta með mér til að kaupa bátinn og gera eitthvað með hann og víkingaarfleifðina. Ég nálgaðist því Árna Sigfússon [bæjarstjóra í Reykjanesbæ] og félaga til að spyrja hvort menn hefðu hugsanlega áhuga á þessu og þá kom í ljós að þeir voru komnir langleiðina með þessa hug- mynd sem ég var með í kollinum. Eitt leiddi af öðru og svo var ég bara beðinn um að koma um borð og taka þátt í þessu.“ Bygging sýningarhúss Víkingaheima er að mestu lokið og er verið að byrja að setja þar upp sýningu sem opnuð verður næsta vor. Á henni verða meðal annars hlutir og munir sem fengnir hafa verið frá Smithsonian-stofnuninni í Wash- ington og voru til sýnis á víkingasýningu sem þar var árið 2000. Hljómahöllin er styttra á veg Stórir strákar „en þegar menn eru með stórar hugmyndir verða þeir bara að taka því eins og stórir strákar þegar niðurstaðan er „tap“. MYND SigtrYggur Ari „Ætli Alþingi verði ekki með þeim síðustu sem fara í gjaldþrot þannig að það er kannski ágætt að vera með smá vinnu þar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.