Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2008, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2008, Qupperneq 14
 Mánudagur 22. desember 200814 Bækur Skáldsaga Sagan gerist í Reykjavík á árunum 1969-1971. Þá voru óvenjulegir tímar, ungt fólk víða um heim var í uppreisn gegn gömlum og grónum gildum, andstaðan við styrjald- arrekstur Bandaríkjamanna í Víetnam leiddi víða til óeirða og uppþota, eiturlyf fæddu um veröldina sem aldrei fyrr, nýjar stefnur í hvers kyns dægurmenningu ruddu sér til rúms, ekki síst í tónlist, og frjálst kynlíf varð eitt helsta boð- orð dagsins. Í huga margra, sem voru ungir á þessum tím- um lifa þeir sem eins konar gullöld og margir horfa með söknuði til þess, sem þeir kalla hippatímabilið. Sjálft kallar þetta sama fólk sig gjarnan hippakynslóðina, svona til að- greiningar frá eldra og yngra fólki. Áhrifin af hippatímanum, bítlamenningunni, blóma- byltingunni, eða hvað svo sem fólk vill kalla allt það, sem hæst bar á þessum árum, bárust vitaskuld hingað til lands. Hér urðu þessi áhrif að sumu leyti vægari en annars stað- ar og að sumu leyti einnig nokkru meiri. Þau birtust ekki síst í auknu kynslóðabili og því að ungt fólk, fólk sem um 1970 var á aldrinum 15 til 30 ára, skapaði sinn eigin menn- ingarheim. Þar gekk margt þvert á viðhorf og gildi þeirra, sem eldri voru, og birtist ekki síst í tónlistarsmekk, róttækni í stjórnmálum og félagsmálum og fikti við eiturlyf, ekki síst hassreykingar. Hippatíminn og átök kynslóðanna eru meginstefið í þessari nýju skáldsögu Ólafs Gunnarssonar. Hún fjallar um tvær Reykjavíkurfjölskyldur og gerist á árunum 1969- 1971. Engin tengsl voru á milli þessara tveggja fjölskyldna í sögubyrjun, þær þekktust ekki, en líf þeirra skaraðist með heldur óhugnanlegum hætti. Báðar máttu kallast stórfjöl- skyldur, þar sem þrjár kynslóðir koma við sögu, þ.e.a.s. af- inn, sem er ekkjumaður, sívinnandi í eigin fyrirtæki, dætur sem báðar eru dugnaðarkonur en giftar hálfgerðum land- eyðum (þótt mennirnir séu að öðru leyti gjörólíkir), og svo barnabörnin, sem eru fulltrúar nýrra tíma, hinnar nýju menningar, en þó með ólíkum hætti. Þetta er óneitanlega býsna skemmtileg sviðsmynd, ef svo má að orði kveða og Ólafi tekst að draga upp sannfær- andi mynd af átökum kynslóðanna á miklum umbrota- tíma. Í því liggur helsti kostur sögunnar, auk þess sem hún er ágætlega skrifuð. En gallarnir eru líka margir. Sumar höfuðpersónur sögunnar eru of öfgakenndar til að geta virkað trúverðugar á lesandann. Það á einkum við um þá fjölskyldu sem fyrr en kynnt til sögu, fjölskyldu Haralds Haraldssonar stórbísnessmanns og Brynhildar Gestsdótt- ur leikkonu. Brynhildur er að sönnu trúverðug, en Harald- ur er of öfgakenndur og sama máli gegnir um dæturnar, Hrafnhildi og Hörpu. Þær ofleika, einkum þó Hrafnhild- ur, og endalausar sögur af ásta- og kynlífi þeirra, nánast brókarsótt, eru leiðigjarnar til lengdar. Eins er með ástmög þeirra beggja, Guðna. Hann er tónlistarmaður úr Kefla- vík, hefur spilað fótbolta með góðum árangri, er kyntröll og á fullu að meika það í tónlistarheiminum, en er, þrátt fyrir marga góða hæfileika, heldur óyndislega söguper- sóna. Hin fjölskyldan er á margan hátt miklu hófstilltari og eðlilegri og örlög hennar manneskjulegri. Þar er þó einnig margt ofgert. Atburðarásin í sögunni er á köflum hröð, jafnvel spenn- andi, en sums staðar er engu líkara en höfundur missi þráðinn, nái ekki að halda nógu vel utan um efnið. Enda- lausar lýsingar á kynlífi og kynórum sögupersónanna eru þreytandi og óraunverulegar og fyrir vikið verður sagan á löngum köflum langdregin og harla leiðigjörn aflestrar. Ég hef lesið að minnsta kosti flestar skáldsögur Ól- afs Gunnarssonar og kann yfirleitt vel að meta skáldskap hans. Í þessari bók eru góðir sprettir, en oft hefur Ólafi tek- ist betur upp. jón þ. þór Langdregin Reykjavíkursaga Myrkar sálir Glitrandi sakleysisleg kápa bókarinnar gefur alranga mynd af því sem í henni leynist. Og titillinn. Ekkert er guðlegt við lestur Í hendi Guðs, nema ef vera skyldu nánast yfirnáttúrulegir hæfileik- ar höfundar til að misbjóða lesandanum ítrekað. Þetta meina ég á besta mögulega hátt. Myrkur og rigning gnæfa yfir drengn- um Cristiano Zena sem býr hjá drykk- felldum og ofbeldisfullum föður sínum, Rino Zena. Þeir feðgar eru undir eftirliti félagsráðgjafa enda ærin ástæða til. Cristiano fyrirgefur föður sínum hins veg- ar alla misbresti og þráir ekkert heitar en að búa hjá honum að eilífu, ef frá er talinn draumur piltsins um að sofa hjá tveimur kynþokkafyllstu skólasystrum sínum, báðum í einu. Enga á Cristiano vinina og því eyðir hann helst tíma með föður sínum og tveimur vinum hans sem sömuleiðis eru úrhrök samfélagsins. Koldimma óveðursnótt leggja mennirnir þrír upp í leiðangur sem á að gera þá alla ríka en svo virðist sem sjálfur Guð leggi sitt á vogarskálarnar. Í hendi Guðs er kröftug, harðsoðin og sannarlega ekki fyrir viðkvæma. Per- sónurnar eru sérlega vel skapaðar og heildarmynd bókarinnar mjög skýr. Frá- sögn Niccoló Ammanito streymir fram eins og stórfljót, brýtur sér leið þar sem engin er fyrir og feykir fótunum undan lesandanum í leiðinni. Ég þarf að horfa langt aftur til að finna bók sem situr jafn fast eftir í huga mér og þessi. Í hendi Guðs er önnur skáldsaga Niccoló Ammanito sem kemur út á ís- lensku. Árið 2005 kom út í neon-klúbbi Bjarts bókin „Ég er ekki hræddur“ þar sem drunginn sveif einnig yfir vötnum. Erla Hlynsdóttir Skáldsaga Í HEndi Guðs Niccoló AmmanitiÉg þarf að horfa langt aft- ur til að finna bók sem situr jafn fast eftir í huga mér og þessi. Þýðing: Hjalti Snær Ægisson Útgefandi: Bjartur Ævintýrabók Í laGi Verndargripurinn frá Samarkand er fyrsta bókin í þríleik. Töluvert virðist vera um slíkt um þessi jól en auk þessar- ar má nefna Blekhjarta og Göngin. Verndargripurinn frá Samarkand á sér stað í London nútímans. Allir valda- og áhrifamenn eru galdramenn og svo er það almúginn sem er bara „venju- legt fólk“. Hjá galdramönnunum er þó sá annmarki að þeir geta ekki fjölgað sér sjálfir og verða því að stela börnum almúgans og gera þau að lærisveinum sínum. Börnin eru eftir vissan tíma látin skipta um nafn og er þeirra fyrsta nafn algjört leyndarmál sem enginn má komast að. Galdramennirnir geta vakið upp púka, eða svokallaða djinna, sem verða að þjóna þeim. Aðalpersóna sögunnar er drengur sem nefndur var Nathani- el við fæðingu. Honum tekst að vekja upp djöful mun fyrr en hann hefði átt að geta það og er sá djöfull algjört leyndarmál. Saman eiga þeir eftir að lenda í ótrúlegum hremmingum og ævintýrum. Þegar Nathaniel fer með galdra- fjölskyldu sinni í fyrsta skipti í þinghúsið fylgir púkinn sem enginn veit að hann hafi vakið upp. Púkinn býr yfir hættulegri vitneskju, hann veit sem sagt skírnarnafn Nathaniels og er honum því virkilega skeinuhættur. Djinninn næst er hann reynir að flýja úr þinghúsinu og við tekur ævin- týraleg og spennandi atburðarás. Þessi bók er virkilega skemmtileg og ekta ævintýrabók eins og þær gerast bestar. Næsta bók verður hluti af tilhlökkuninni fyrir næstu jól. Alvöru ævin- týri þar sem allt getur gerst. HElGa MaGnúsdóttir Unglingabók/ævintýri vErndarGripurinn frá saMarkand Jonathan StroudVirkilega skemmtileg. Ekta ævintýra- bók. Þýðing: Brynjar Arnarson Útgefandi: Bókafélagið Ugla lÍtt spEnnandi Bjarnargreiði fjallar um unga stelpu að nafni Dúna sem er nýflutt aftur til Ís- lands eftir að hafa búið hjá móður sinni á Ítalíu. Á Íslandi býr hún hjá ömmu sinni og afa sem gera lítið annað en að rífast daginn út og inn. Brátt hittir hún þó Bjössa, talandi ísbjörn, sem er neyddur til að dulbúa sig þar sem hann er eltur og fordæmd- ur hvert sem hann fer. Brátt verða þau vinir en að sjálfsögðu finnst björninn og hann þarf að flýja þar sem hálfur bær- inn vill hann feigan, sérstaklega skúrkarnir Lási lögga og Mörður meindýra- eyðir. Bókin er ekki vel skrifuð og hefur lítið nýtt fram að færa. Persónur sem maður heldur að verði mikilvægar þegar líður á söguna eru í endann algjör- lega tilgangslausar og maður spyr sig af hverju þær eru þarna yfir höfuð. Bókin er mjög leiðinlega myndskreytt. Teikningarnar eru kaldar, óspenn- andi og sumar þeirra jafnvel endurteknar með aðeins nokkurra blaðsíðna millibili. Sum atriðin virka þó vel þar sem ég greip mig nokkrum sinnum við að hlæja upphátt að sumum sniðugri uppátækjum Dúnu en þau eru ekki nógu góð til að gera söguna spennandi eða jafnvel tiltölulega áhugaverða. Hún er hugsanlega fín fyrir yngri krakka þar sem sagan er mjög einföld og auðvelt að fylgja henni en ég, sem las hana með galopnum huga, var ekki hrifinn. úlfar Örn kristjánsson, 15 ára Barnabók bjarnarGrEiði Jón Ármann SteinssonLítt spennandi bók, en hugsanlega fín fyrir yngri krakka. Útgefandi: GÁ bókaútgáfa - vertu með í umræðunni - vertu með í umræðunni diMMar rósir Ólafur GunnarssonHugmynd höf- undar er góð en sumar söguper- sónur eru of öfga- kenndar og leiði- gjarnt er að lesa síðu eftir síðu um brókarsótt, kynlíf og kynóra. Útgefandi: JPV ÓlafurGunnarssonOft hefur Ólafi tekist betur upp en í Dimmum rósum að mati gagnrýnanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.