Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2008, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2008, Page 25
Mánudagur 22. deseMber 2008 25Sport Klár til Kiel Handknattleiksundrabarnið úr Hafnarfirðinum, aron Pálm- arsson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýskalandsmeistara Kielar og gengur hann til liðs við alfreð gíslason og félaga eftir að tímabilinu með FH lýkur hér heima. Hann hefur síðustu viku verið í Kiel að ganga frá sínum málum og skrifa undir samninginn. aroni verður hent beint út í djúpu laugina en hann mun berjast um leikstjórnandastöðuna við norðmanninn borge Lund á næstu leiktíð. Þangað til mun aron einbeita sér að FH sem hefur fatast aðeins flugið í n1-deildinni eftir ótrúlega byrjun og situr í 6. sæti. Þó langt frá nokkurri fallhættu. Silfurþjálfarinn í tveimur Störfum guðmundur Þórður guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur skrifað undir samn- ing við danska liðið gOg svendborg og mun þjálfa það næsti þrjú árin. guð- mundur tekur við liðinu eftir yfirstandandi tímabil. Hjá liðinu hittir hann fyrir tvo landsliðsmenn. Þá snorra stein guðjónsson og ásgeir Örn Hallgrímsson. gOg er stórveldi í dönskum handbolta og var í undanúrslitum um danska meistaratitilinn á síðasta tímabili en gengið hefur verið öllu erfiðara í ár. sam- hliða þjálfun gOg mun guðmundur áfram starfa sem landsliðsþjálfari Íslands. Verslun: 567-7773 Þeir fjölmörgu sem reiknuðu með ein- hliða og öruggum sigri Nikolays Valu- ev í titilbardaga gegn hinum fullorðna Evander Holyfield þurftu að sætta sig við hið gagnstæða á laugardagskvöld- ið þegar fjórfaldi 46 ára meistari Ho- lyfield stóð sig með miklum ágætum gegn rússneska tröllinu frá Péturs- borg. Bardaginn, sem entist í 12 lotur, þótti harður og furðu jafn. Holyfield, sem er 11 árum eldri og 45 kílóum léttari, var mun hreyfanlegri í hringn- um og sótti stíft að Valuev sem nýtti sér stærðarmuninn vel í vörninni. Rússinn hélt sig frá Holyfield með góðum stungum en náði sjaldan að lenda hægri hendinni og meiða ald- inn andstæðing sinn. Aðeins tvisvar í bardaganum virtist Holyfield finna til tevatnsins sem teljast verður undra- vert miðað þá yfirburði sem Valuev átti að búa yfir. Holyfield, sem freistaði þess að verða elsti heimsmeistari sögunnar, sýndi og sannaði að hann hefur hjarta meistarans en hann átti allan tímann við ofurefli að etja og átti erfitt með að lenda þungum höggum á hinn risa- vaxna Valuev sem gnæfði yfir gamla manninn frá Atlanta. Í restina lagði Holyfield allt í sölurnar og reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Valuev var búinn að lenda fleiri góðum högg- um. Holyfield náði þó að heilla einn af dómurunum það mikið með frammi- stöðu sinni að hann skoraði loturnar jafnt en hinir tveir skoruðu bardagann 116-112 og 115-114 Valuev í vil. „Ég er ekki sammála dómurun- um og sá þetta öðruvísi en þeir, en ég er ekki ósáttur við frammistöðu mína,“ sagði Holyfield eftir bardag- ann. „Hann er erfiður andstæðingur. Hin ógurlega stærð hans er stærsta málið og hann nær að nýta sér hana í hringnum og það er vandamálið. Ég hélt að ég hefði gert nóg í þessum bar- daga en núna verð ég að halda heim á leið og íhuga framtíð mína,“ sagði Holyfield að lokum. „Hann var sterkur andstæðingur og lét mig hafa mikið fyrir sigrinum,“ sagði Valuev. Þessi úrslit hljóta að vekja spurningar um getu Valuevs. Ef hann á í miklum erfiðleikum með Ev- ander Holyfield, sem hafði tapað 4 af 8 síðustu bardögum gegn lítt þekktum boxurum fyrir þeirra viðureign, hvað gerir hann á móti Vitali og Wladimir Klitschko? Rússneski risinn Nikolay Valuev rétt marði hinn 46 ára Evander Holyfield í 12 lotu bardaga um WBA-beltið í þungavigt í Sviss. Töggur í Holyfield sVEiNN waagE blaðamaður skrifar: swaage@dv.is Hart barist Holyfield stóð uppi í hárinu á kafloðnum Valuev.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.