Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Blaðsíða 12
252
Athugasemdir við skýrslur þessar.
Skýrslurnar eru í sama formi sem þær, er síðast voru samdar fyrir árin
1907 —1909 (Landshagsskýrslur fyrir 1911, bls. 169—172). Upplýsingar þær, sem
heimtaðar voru af sýslumönnum um, hve mörgum málum hefði í raun og veru
verið stefnt í dóm, gálu tæplega komið fyrir árið 1910, en hin árin 2 hafa margir
sýslumenn gefið þær, en aðrir ekki. Einum sýslumanni farast svo orð um þetta:
»Jeg hygg það mjög eríitt, ef ekki alls ókleyft, að taka upp í þessa skj'rslu upp-
lýsing um, live mörgum málum er í dóm stefnt af þeim, er sættanefndir visa þangað.
Sættanefndir vita það fæstar, og dómarinn getur ekki gefið áreiðanlegar upplýsingar
um það efni, t. d. þegar slefna ekki fellur í rjett fyr en eftir áramót, eða máli er
frestað yfir áramót, og skjölin þvi hjá pörtunum«. Vjer liöfum prentað þennan kaíla
til þess að sýna, hve vægar ástæður menn geta komið með, þegar þeir vilja koma
einhverjum vanda af sjer. Og vandinn er þó í þessu efni ekki mikill, hann er ekki
annar en sá, að fletta rjettarbókunum fyrir umliðið ár og teikna niður málin, og
þetta þarf sýslumaður hvort sem er að gera, til þess að geta samið skýrslurnar um
almenn lögreglumál og sakamál. í mörgum sýslum er þelta nokkurra mínúlna verk.
Að þetta sje erfitt, þegar stefna fellur í rjett eftir áramót, kemur heldur ekki til.
Því í fyrsta lagi senda sýslumenn aldrei skýrslur þessar frá sjer fyr en löngu eftir
áramót, og í öðru lagi semja sýslumenn venjulega sjálfir stefnur i einkamálum, eða
gefa þær þó út, og er því fullkunnugt um málin. Starf þetta er því mjög ljett á
aðra hliðina, en talsvert þýðingarmikið á hina, enda hafa lika flestir sýslumenn
ekki talið þetta eftir sjer.
Árin 1904—’06 komu alls fyrir sáttanefndir 922 mál, þar af voru 515 eða
56% sætt, en 399 eða liðugum 43% vísað til aðgerða dómstólanna. Árin 1907—
1909 var málatalan 1557, þar af voru 835 eða tæpur 54% sætt, en hinum annað-
hvort vísað til dóms, um 45%, eða frestað. Þess var getið i athugasemdunum við
skýrslurnar fyrir þau ár (Landshagsskj'rslur 1911 bls. 172), að sökum fyrningar-
laganna 20. okt. 1905 hefði málatalan aukist afar-mikið 1908 og enn meira 1909,
og þess var líka getið, að það mundi sannast, þegar skýrslurnar fyrir 1910 kæmu að,
þá mundi málatalan fara enn vaxandi, en ætti ur því að fara minkandi affur. Hvort-
tveggja þetta hefur rætst; árið 1910 hækkaði málatalan um 466, eða um meir en
helming af tölunni undanfarið ár, en minkar svo 1911 ofan i 873 eða um full
300 mál, og 1912 enn meir ofan i .485 eða svipað, sem þau voru árið 1908. —
Sýnir það eins og líka var tekið fram í áminstum athugasemdum, að þó bráðustu
afleiðingar fyrningarlaganna sjeu horfnar, þá veita þau þó ásamt vaxandi viðskiftalífi,
skuldareiganda aðhald, og því verða sáttamálin fleiri en áður þau voru útgefin.
Árin 1910—’12 hefur málatalan verið þessi:
árið 1910 ... 1195 þar af sætt 561 visað til dóms 625
— 1911... . 873 — 436 — — — 432
— 1912 ... ... 485 — 232 — — — 244
2553 þar af sætt 1229 vísað til dóms 1301
Meðaltal 851 — 410 — — — 434
Á þessu límabili hafa því 48,í o/o af málunum verið sætt, en 50,o o/o verið
visað til dóms, og lo/o annaðhvort frestað eða úrskurðuð, og hefur tala mála þeirra,
sern sætt eru, alt af farið heldur lækkandi.
Árin 1904—’06 voru þau ........................ 56 %
— 1907— 09 — — .................... 53,7—
— 1910—12 — — ....................... 48,3—