Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Blaðsíða 59
299
Annað eins hefur verið Iagt í kaupstaðarhús hjer á landi á 10 árum. Svo miklar
túnabætur mundu ekki framkvæmanlegar vegna þess, að áburðinn mundi skorta
algjörlega til þess, ef það ætti að gjörast á svo stuttum tíma.
2. Kálgarðar eða sáðreitir eru hjer teknir eftir skýrslum búnaðarfjelaganna
eingöngu. Þar er sýnt hve mikið bætist við á hverju ári, en aftur á móti sjest
ekki af þeim, hve mikið af kálgörðum hefur fallið úr rækt aftur, en það sjest
þegar skýrslur lireppstjóra eru teknar lil samanburðar. Stundum kemur nýr
ábúandi á jörð þar sem jarðrækt hefur verið stunduð, sem annaðhvort ekki kann
til þess, eða hefur ekki fólki á að skipa til þess að rækta garðana. Til þess að sýna
með hverjum áhuga jarðræktin hafi verið stunduð er sett hjer, hve mikið kálgarðar
hafa verið auknir síðan skýrslur búnaðarfjelaga hófust, árið 1893. Viðbótin, eða
nýir garðar voru, sem hjer segir:
1893- -95 69 túndagsláttur alls 23 túndagslátlur árlega
1896- -00 150 30 —
1901- -05 210 — 42 —
1906- -10 283 — 57 —
1911 • • • • • • • . • 46 — 46 —
1912 • • ■ • • • • • 34 — 34 —
Samtals 792 meðalt. samtölunnar 40
Eftir yfirlitinu 1911 áttu að hafa fallið úr rækt frá 1892—1911 260 túndag-
sláttur, eða túnslættir. Alls voru sáðgarðarnir þá eftir skýrslum hreppstj. 1030 túnsl.
Viðbótin var 1912 .................................................... 34 —
1912 ættu sáðreitirnir að vera ........................................ 1064 túnsl.
eða 339 hektarar.
Áður en skilið er við túndagsláttur og engjadagsláttur, sýnist vert að geta
þess, að það hefir verið kölluð ein dagslátta, sem í raun og veru eru 1 x/3. Því
vikur ekki svo við að fornmenn, eða menn fyrr á dögum, liafi slegið helmingi meira
á dag en nú er lítt. Með betri Ijám, eins og menn nú hafa, og með orfhólkum í
stað óla til að festa ljáinn i orfin með, munu menn nú á dögum slá stærri blett á
dag en áður var gjört. En þessu er svo varið, að garnla íslenska alinin var að eins
18 þumlungar. Þrjár 18 þumlunga álnir voru faðmur. í forna ferfaðminum voru
2916 ferþumlungar, í hinum nýja ferfaðmi urðu 5184 ferþumlungar, og með því
móti var gamla dagsláttan 495 ferfaðmar, en nýja dagsláttan 900 eða 2/s af nýju
dagsláttunni.
3. Garðar, girðingar og varnarskurðir hafa í yfirliti þessu verið dregnir
saman í eitt, því þetta er alt ætlað til hins sama, til þess að verja ræktaða bletti,
eða bletti sem á að taka til ræktunar fyrir ágangi af skepnum. í skýrslum bún-
aðarfjelaganna eru girðingarnar í mörgum liðum og varnarskurðirnir í einum, í
skýrslum hreppstjóra hefur að eins verið talað um garða. Af öllum þessum girð-
ingum og varnarskurðum, var unnið árið 1912 eins og hjer segir:
i. Steingarðar (bæði ein- og tvíhlaðnir) 30990 metrar
2. Garðar úr torfi og torfi og grjóti 41192 —
3. Vírgirðingar bæði úr sljettum vír og gaddavír, með mismunandi strengjafjölda og stundum með lágum garði undir, eða allar teg- undir af vírgirðingum sem fyrir koma 351688
4. Varnarskurðir (með garði) ... 36666 —
Samtals... 460536 metrar