Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 8
< LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006
reglubundið eftirlit með samnings-
sambandinu við viðskiptamenn sína,
til að tryggja að viðskipti þeirra séu
í samræmi við fyrirliggjandi upplýs-
ingar um þá. Reynist viðskiptamanni
ekki mögulegt að fullnægja skilyrð-
um um upplýsingagjöf er lögmanni
óheimilt að framkvæma viðskipti eða
stofna til samningssambands við við-
komandi. Þetta á þó ekki við um þau
störf lögmanna sem snúa að athugun á
lagalegri stöðu umbjóðenda sinna eða
þegar þeir koma fram fyrir hönd þeirra
í dómsmáli eða í tengslum við dóms-
mál þ.m.t. þegar þeir veita ráðgjöf um
hvort höfða eigi dómsmál eða komast
hjá dómsmáli.
Eins og sjá má af framangreindu geng-
ur krafan um áreiðanleikakönnun
nokkuð lengra en samskonar skylda
samkvæmt siðareglum lögmanna þar
sem kveðið á um það í 4. mgr. 8. gr.
að lögmaður skuli ekki taka að sér verk-
efni fyrir skjólstæðing sem hann veit
ekki hver er og að lögmanni beri í vafa-
tilvikum að gera eðlilegar ráðstafanir til
að afla vitneskju um skjólstæðing og að
hann hafi heimild til að ráðstafa verk-
efninu.
Rétt er hins vegar að benda á að þrátt
fyrir þær ríku kröfur sem gerðar eru
til þess að nýr viðskiptamaður sanni á
sér deili áður en samningssambandi er
komið á, er tímabundin frestun upp-
lýsingaöflunar veitt í þeim tilvikum þar
sem lítil hætta er talin á peningaþvætti
eða fjármögnun hryðjuverka. Einnig
er eftirlitsaðila veitt heimild til að opna
bankareikning fyrir viðskiptamann
þrátt fyrir að skilyrðum um upplýsing-
ar sé ekki fullnægt að því tilskildu að
tryggt sé að færslur á hann verði ekki
framkvæmdar fyrr en viðskiptamaður
hefur sannað á sér deili.
Tilkynningarskylda og
undanþága frá þagnar
skyldu
Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laganna er
tilkynningarskyldum aðilum gert skylt
að láta athuga gaumgæfilega öll við-
skipti sem grunur leikur á að rekja
megi til peningaþvættis eða fjármögn-
unar hryðjuverka og tilkynna lögreglu
um viðskipti þar sem slík tengsl eru
talin vera fyrir hendi. Gildir þetta
einkum um viðskipti sem telja verður
óvenjuleg, mikil eða flókin, með hlið-
sjón af venjubundinni starfsemi við-
skiptamannsins eða virðast ekki hafa
fjárhagslegan eða lögmætan tilgang.
Þetta ákvæði nær þó ekki til upplýs-
ingar sem lögmenn komast yfir við
athugun á lagalegri stöðu skjólstæð-
ings, þ.m.t. þegar þeir veita ráðgjöf um
hvort höfða eigi dómsmál eða kom-
ast hjá dómsmáli eða upplýsingar sem
þeir öðlast fyrir, á meðan eða eftir lok
dómsmáls, ef þessar upplýsingar hafa
bein tengsl við dómsmálið.
Samkvæmt 21. gr. laganna telst það
ekki brot á þagnarskyldu sem tilkynn-
ingarskyldur aðili er bundinn lögum
samkvæmt eða með öðrum hætt, þegar
hann veitir lögreglu upplýsingar í góðri
trú samkvæmt lögum þessum. Leggur
slík upplýsingagjöf hvorki refsi- né
skaðabótaábyrgð á herðar hlutaðeig-
andi einstaklingum, lögaðilum eða
starfsmönnum þeirra. Með þessu
ákvæði er gengið nokkuð nærri þeirri
ríku trúnaðarskyldu sem á lögmönnum
hvílir samkvæmt 22. gr. lögmannalaga
nr. 77/1998, þar sem segir:
„Lögmaður ber þagnarskyldu um hvað
eina sem honum er trúað fyrir í starfi
sínu. Starfsmaður lögmanns er einnig
bundinn þagnarskyldu um slík trúnað
armál sem hann kann að komast að
vegna starfa sinna.”
Núningur við
trúnaðarskyldu
Trúnaðarskylda lögmanna er einnig
áréttuð í 17. gr. Codex Ethicus, þar
sem segir í 1. mgr. að lögmaður skuli
aldrei án endanlegs dómsúrskurðar, sem
beint er að honum sjálfum, eða skýlauss
lagaboðs, láta óviðkomandi aðilum í té
gögn og upplýsingar sem lögmaður
hefur fengið í starfi, um skjólstæðing
sinn eða fyrrverandi skjólstæðing.
Í sameiginlegri umsögn stjórnar Lög-
mannafélagsins og laganefndar LMFÍ
um frumvarpið var sérstaklega bent á
þennan núning upplýsingaskyldu lag-
anna við trúnaðaskyldu lögmanna þar
sem eftirfarandi áréttingu um trún-
aðarskylduna var komið á framfæri:
„Um er að ræða grundvallarskyldu lög
manna sem teljast til opinberra sýslunar
manna, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga um lög
menn nr. 77/1998 sem gegna mikilvægu
hlutverki í réttarríki. Trúnaðarskylda
lögmanns gagnvart skjólstæðingi sínum
og það traust sem á henni byggir er for
senda þess að lögmaðurinn geti veitt