Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 22
22 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Á síðasta ári skipaði dómsmála- ráðherra nefnd til þess að skoða sakarkostnað í opinberum málum og opinbera réttaraðstoð. Í mars síðast liðnum kom út skýrsla nefndarinnar en í kjölfarið tilnefndi stjórn LMFÍ starfshóp til að fara yfir niðurstöður nefndarinnar og þær tillögur sem hún leggur fram. Undirrituð var tilnefnd í starfshópinn ásamt Sveini Andra Sveinssyni hrl. og Brynjari Níelssyni hrl. Starfshópurinn gerði ýmsar athugasemdir við tillögur nefndarinn- ar og verða þær helstu og alvarlegustu reifaðar hér. Fyrirkomulag greiðslu Nefndin gerir þá tillögu að til þess að minnka útgjöld vegna lögfræðikostn- aðar í opinberum málum ættu lög- reglustjórar að fara yfir reikninga lög- manna með gagnrýnum hætti og að ekki yrði greitt fyrir verjendastörf (eða réttargæslu fyrir brotaþola) ef dómari skipaði síðar viðkomandi lögmann til að gegna starfi verjanda fyrir dómi. Þessi tillaga nefndarinnar verður ekki skilin öðruvísi en svo að lagt sé til að ákvörðun um þóknun verjenda, hvort sem þeir eru tilnefndir af lög- reglu eða skipaðir af dómara, verði alltaf ákveðin í einu lagi fyrir vinnu á rannsóknarstigi og vegna meðferðar máls fyrir dómi. Starfshópur LMFÍ telur óeðlilegt að vinna á rannsókn- arstigi verði greidd löngu eftir að hún er unnin. Þegar verjandi er skipaður við rannsókn máls er verkþætti hans lokið við lok rannsóknar. Í samræmi við bókhaldslög ber að gefa út reikning við lok verks eða verkþáttar, innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð. Ef rannsókn dregst á lang- inn eins og þekkt er og liggur jafnvel svo gott sem niðri svo árum skiptir ber verjanda sem öðrum að gera reikning án mikillar tafar fyrir þá vinnu sem þegar hefur verið unnin. Einnig benti starfshópur LMFÍ á að líta bæri til fyrn- ingalaga þar sem fyrningarfrestur byrji að líða við lok vinnu eða verkþáttar en ekki við útgáfu reiknings, sbr. fordæmi Hæstaréttar. Þar sem mörg dæmi eru þess að mál taki lengri tíma en 4 ár frá upphafi rannsóknar þar til endanlegur dómur gengur telur starfshópur LMFÍ fráleitt annað en að þóknun verjenda verði ákveðin eftir framgangi mála þannig að ekki líði langur tími frá því að vinna er unnin þar til þóknun er greidd. Lækkun tímagjalds og minna greitt fyrir útkall Starfshópur LMFÍ gerði athugasemdir við þá órökstuddu tillögu nefndarinn- ar að setja ætti viðmiðunarreglur vegna ákvörðunar þóknunar verjenda á rann- sóknarstigi sem kveði á um lægra tíma- gjald en í viðmiðunarreglum dómstól- aráðs. Starfshópur LMFÍ telur fráleitt að vinna verjenda á rannsóknarstigi sé á einhvern hátt léttvægari en störf verj- enda við meðferð máls fyrir dómi. Starfshópur LMFÍ mótmælti einnig þeirri órökstuddu tillögu nefndarinnar að við útkall eigi að greiða fyrir eina klukkustund í stað þriggja eins og nú er gert. Starfshópur LMFÍ bendir á að í gjaldskrám velflestra sérfræðinga sé gert ráð fyrir að greitt sé fyrir útkall 3- 4 klukkustundir og að rökin á bakvið útkallsregluna séu þau að verjandinn þarf vegna útkalls að breyta sínum plönum, fara úr öðru verki o.s.frv. Kærandi afli læknisvottorða Sérstakar athugasemdir gerði starfshóp- ur LMFÍ við þá tillögu nefndarinnar að í málum sem varði brot á 217. gr. alm. hgl. ættu kærendur sjálfir að afla lækn- isvottorða. Starfshópur LMFÍ bendir á að rannsókn líkamsárásarmála, eins og annarra sakamála, eigi að hvíla á herðum lögreglu og að ekki sé unnt að gera það háð efnahag hvort brotaþoli í minniháttar líkamsárásarmálum getur stutt kæru sína gögnum. Sérstaklega benti starfshópur LMFÍ á að hætta væri á að vottorð lækna geti skekkst Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. Athugasemdir starfshóps LMFÍ við  skýrslu nefndar um málskostnað  í opinberum málum og opinbera   réttaraðstoð

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.