Lögmannablaðið - 01.12.2006, Side 17

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Side 17
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 > 7 enn á ný þurfti að setja töskur á gegn- umlýsingarfæriband og losa vasana áður en gengið var í gegnum örygg- ishlið. Þá loksins var hópnum treyst til að stíga fæti inn fyrir dyr glæsilegs dómsalar þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Fyrir dóminum var flutt málið Barrett v. Rosenthal og áður en málflutning- ur hófst fengu viðstaddir afhenta litla bæklinga þar sem gerð var grein fyrir helstu ágreiningsatriðum þeirra sex mála sem taka átti fyrir þennan dag og þann næsta. Áður en dómararnir gengu í salinn gerði Ohlrich grein fyrir helstu reglum sem gilda um málflutning fyrir dómstólnum, svo sem eftir hvaða reglum væri farið þegar dómurunum sjö er skipað til sætis við dómaraborðið og hversu langan tíma málflytjendur hefðu til að flytja mál sitt auk þess sem hann fór nokkrum orðum um gríðar- stórt freskumálverk sem blasir við yfir höfðum dómaranna. Það vakti athygli mína að dómararnir spurðu málflytjendur spurninga um hin ýmsu atriði á meðan á málflutn- ingi stóð. Þá voru dómararnir ófeimn- ir við að leggja fyrir málflytjendurna spurningar almenns eðlis sem virtust ekki snerta málið með beinum hætti. Allt fór vel fram og greinilegt að bæði Helgi Jóhannesson þakkar Frederick K. Ohlrich fyrir höfðinglegar móttökur í Hæstarétti. dómarar og málflytjendur eru vanir slíkri tilhögun. Eftir málflutninginn vorum við leidd í rúmgóðan fundarsal þar sem Ohlrich gaf okkur kost á að koma að enn fleiri spurningum sem hann svaraði vel og greiðlega. Heimsóknin í Hæstarétt Kaliforníu var fróðleg og upplýsandi og var ferðin í heild vel skipulögð, fræðandi og skemmtileg – eins og góðar ferðir eiga að vera. Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari. Hluti hópsins fyrir utan Hæstarétt.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.