Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 31

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 31
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 > 3 Hugarflug Þann 20. október sl. stóð stjórn Félags kvenna í lögmennsku, FKL, fyrir sér- stökum hugarflugsfundi. Tilgangur félagsins er m.a. að efla samstarf og styrkja stöðu kvenna í lögmannastétt- inni en félagið hefur starfað síðan í mars 2004. Í upphafi fundar unnu konur hugmyndavinnu í hópum og í framhaldinu voru umræður. Konur tóku vel við sér og fjölmargar góðar hugmyndir komu fram um áherslur og leiðir félagsins. Það er síðan verk- efni stjórnar FKL að vinna úr þessum efnivið en nú þegar er ráðgert að halda ráðstefnu í byrjun næsta árs um mál- efni kvenna í lögmannsstétt. Töluverð umræða skapaðist um hags- munamál kvenna í lögmennsku og hvernig beita mætti félaginu til hags- munagæslu. Konurar voru sammála um mikilvægi þess að styrkja tengsl kvenna í stéttinni og um nauðsyn þess að halda félagsfundi reglulega þar sem hlustað væri á erindi, farið í skemmtiferðir eða stunduð saman útivist. Fyrirkomulag fundarins um hugarflug var einkar skapandi vett- Félag kvenna í lögmennsku Hugarflug og tengslafundur vangur til umræðu um málefni félags- ins og árangursrík leið til að virkja félagskonur. Sameiginlegur fundur félaga Fimmtudaginn 23. nóvember var FKL boðið á kynningarfund ásamt félögum kvenna í endurskoðun, læknisfræði og verkfræði. Fundurinn var haldinn í boði Orkuveitu Reykjavíkur en í upp- hafi héldu formenn félaganna kynn- ingu á starfsemi þeirra. Þessi félög eiga það sameiginlegt að hafa að markmiði að efla og styrkja tengsl kvenna innan sinna vébanda en fram til þessa hafa konur verið í minnihluta í flestum þessara starfsstétta. Mikil ánægja var með þennan fund og FKL vonast eftir áframhaldandi samstarfi með félög- unum. Margrét Gunnlaugsdóttir Á sameiginlegum fundi félaga. F.v. Vala Valtýsdóttir, formaður FKL, og gestgjafinn Anna Skúladóttir, formaður félags kvenna í endurskoðun. Hugarflugsfundur FKL. F.v. Guðfinna Guðmundsdóttir, Katrín Theodórsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sif Thorlacius, Sjöfn Kristjánsdóttir og Ingibjörg Bjarnardóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.