Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/15 HÁDEGISVERÐARFUNDUR 11. SEPTEMBER 2015 og dómara. Ummælin, sem hefðu að geyma alvarlegar ásakanir, hefðu bæði falið í sér gildisdóma og fullyrðingar sem hefðu verið til þess fallnar að draga í efa óhlut drægni og heiðarleika viðkomandi dómara. Stefnumarkandi dómur Yfirdeild MDE, (e. Grand Chamber) fjallaði í framhaldinu um málið, sem er fyrsta sinnar tegundar sem dæmt hefur verið í yfirdeildinni. Í umfjöllun hennar var áréttað að lögmenn gegni lykilstöðu og spili stóran þátt í því að dómstólar njóti trausts almennings og að sú staða hafi áhrif á mörk tjáningarfrelsis þeirra. Sú sérstaða útiloki þó ekki rétt lögmanna til að tjá sig opinberlega um dómskerfið og einstaka dómara, með tilteknum takmörkunum þó. Var niðurstaða yfirdeildarinnar að franska ríkið hefði brotið gegn 10. gr. MSE. 10. gr. MSE Að lokinni umfjöllun um dóminn vék Róbert að hinni sérstöku stöðu lögmanna innan réttarkerfisins og hvernig sú staða hafi áhrif á túlkun megin reglunnar um tjáningarfrelsi sem birtist í 10. gr. Mannréttindasáttmálans. Þegar um sé að ræða lögmenn verði sérstaklega að hafa hliðsjón af orðalagi 2. mgr. ákvæðisins en þar eru skorður á tjáningarfrelsi manna m.a. heimilaðar í því skyni að „tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla”. Róbert vakti athygli á því að ekki væri að finna sambærilegt ákvæði í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem berum orðum væri lýst því mark- miði að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla. Þrátt fyrir það teldi hann ótvírætt að túlka beri umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmálans. Róbert áréttaði að lögmenn hefðu lykilhlutverki að gegna við að tryggja að dómstólar nytu trausts almennings í lýðræðisþjóðfélagi, einkum í ljósi þess að þeir væru milliliðir almennings og dómstóla. Hins vegar yrðu dómarar, sem opinberar persónur, að þola gagnrýni sem kynni að ganga lengra og vera harðari en réttlætanlegt kynni að vera í garð almennra borgara. Þannig nytu lögmenn vitanlega tjáningarfrelsis, rétt eins og allir aðrir, en hið sérstaka hlutverk lögmanna innan réttarkerfisins fæli í sér margvíslegar skyldur, einkum hvað varðaði framferði þeirra. Vernd tjáningarfrelsis innan og utan dómþings Róbert skýrði frá helstu forsendum dóms yfirdeildar MDE og hvernig þar væri gerður skýr greinarmunur á tjáningarfrelsi lögmanna eftir því hvort um væri að ræða ummæli innan dómþings eða utan. Róbert lýsti þeim skilningi sínum á dómnum að í honum fælist að tjáningarfrelsi lögmanna innan dómþings væri allt að því óheft, enda væri það lögbundið hlutverk lögmanna að berjast fyrir hagsmunum skjól- stæðinga sinna. Utan dómþings yrðu lögmenn hins vegar að gæta sín frekar. Þannig kæmi fram hjá yfirdeildinni að ummæli í formi fullyrðinga, sem styddust ekki við viðhlítandi grundvöll, væru misvísandi eða blekkjandi, fælu í sér móðganir eða væru jafnvel tilefnislausar árásir á persónu dómara, nytu ekki verndar á grundvelli tjáningarfrelsis. Öðru máli kynni að gegna um ummæli og gagnrýni sem beindist að dómskerfinu sem slíku og stofnunum ríkisins, en MDE viðurkennir ekki æruvernd slíkra stofnana með sama hætti og einstaklinga og annarra lögpersóna. „Standa upp í stafni, stýra dýrum knerri“ Róbert fór ítarlega yfir þau fimm grein- ingar viðmið sem lágu til grundvallar mati yfirdeildarinnar á því hvort skerðing á tjáningarfrelsi lögmannsins hefði verið réttlætanleg. Líta þyrfti til tengsla viðkomandi við það mál sem hann tjáði sig um og stöðu málsmeðferðar þegar ummæli hafi komið fram, hvort ummælin væru liður í umræðu í þágu almannahagsmuna, hvort um væri að ræða fullyrðingu eða gildisdóm (eðli ummælanna), samhengi þeirra og að endingu þeirra viðurlaga sem beitt hefði verið í tilefni af ummælunum. Af þessu tilefni nefndi Róbert að hans mat væri að íslenskir dómstólar hefðu ekki gert viðmiðinu um samhengi ummæla nægilega góð skil í þeim fjórum dómsmálum sem nýlega hefðu komið til kasta MDE. Róbert kvaðst telja að þessi dómur yfirdeildarinnar veitti nokkuð góða innsýn inn í hvernig dómstóllinn muni meta tjáningarfrelsi lögmanna í fram- tíðinni. Vitnaði hann í lokaorð dómsins, þar sem fram kemur að óger legt sé að starfrækja dómstóla ef ekki eru til staðar samskipti sem byggist á tillit semi og gagnkvæmri virðingu milli hinna mismun andi aðila sem starfi innan Ragnar Aðalsteinsson. Ragnar H. Hall.Jón Steinar Gunnlaugsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.