Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/15 UMFJÖLLUN Aðalmálið að standa vörð um hagsmuni lögmanna REIMAR PÉTURSSON HRL. er nýkjörinn formaður Lögmannafélags Íslands. Reimar útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi sama ár. Reimar starfaði fyrst eftir útskrift sem fulltrúi hjá hæstaréttar­ lögmönnunum Jóni Steinar Gunnlaugs­ syni og Karli Axelssyni. Hann fór svo í framhaldsnám í Columbia háskólanum í New York 2002­2003 og fékk lög­ mannsréttindi þar 2004. Eftir heim komu snéri Reimar aftur til lögmanns starfa og kláraði hæstaréttar lög manns­ réttindin 2004. Árið 2005 fór hann að starfa í fjármála geiranum en snéri sér aftur að lög mannsstörfum eftir hrun. Hann sinnti um hríð sér verkefnum vegna fjárhagslegrar endurskipulagn­ ingar en snéri sér aftur að hefðbundinni lögmennsku árið 2010 þegar hann stofnaði Lögmenn Lækjar götu ásamt fleirum. Hann hefur starfað þar óslitið síðan, fyrst og fremst við rekstur dómmála á sviði fjármála og viðskipta. Ritstjóri Lögmannablaðsins settist niður með formanninum einn góðviðris- dag í ágúst á skrifstofu hans í mið- bænum. Það lá beinast við að spyrja fyrst hvers vegna hann gaf kost á sér til formennsku. „Ég var formaður laganefndar LMFÍ um skeið og vann þannig að málefnum félagsins. Mér fannst það verkefni áhugavert en það hefur að mörgu leyti verið sótt að lögmannastéttinni undanfarin ár að mínu mati og það var ýmislegt sem því tengdist sem kom inn á borð laganefndar. Þegar það lá fyrir að Jónas myndi hætta var nefnt við mig hvort ég hefði áhuga á að gefa kost á mér til formennsku og ég ákvað að slá til.“ Þú segir að það sé sótt að lögmanna­ stéttinni. Hvað áttu við með því? „Til dæmis mál sem varða trúnað lögmanna og að ekki sé borin nægjanleg virðing fyrir þeim mikilvæga þætti. Þá eru líka dæmi þess að lögfræðingar séu farnir að veita lögmannsþjónustu. Ég tel það áhyggjuefni ef menn eru að kynna sig sem lögmenn án þess að vera það því það grefur undan stéttinni. Það Nafn: Reimar Pétursson hrl. Vinnustaður: Lögmenn Lækjargötu Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? 17 ár Sérhæfing í lögmennsku: Dómsmál Hversu lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? tæplega hálft ár Hver eru helstu áhugamál þín? Hlaup, skíði, veiði og lestur Fjölskylduhagir: Giftur Björgu Vigfúsdóttur ljósmyndara Börn: Þrjú börn, fjögurra, sjö og níu ára. Viðtal við nýjan formann LMFÍ

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.