Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 23
Í umboði til Bárðar kom fram að auk greiðslu fyrir útlagðan kostnað næmi lögmannskostnaður kr. 16.500,- per klukkustund, auk vsk. Í tölvupóstsamskiptum, sem fram fóru eftir greinargerðarskil, lýsti kærandi áhyggjum af því að þegar væri búið að skrifa 25 tíma vinnu á málið. Bárður skrifaði kæranda tölvupóst og fullvissaði hann um að ekkert benti til annars en að fyrri áætlun myndi standast. Dómsmálið vannst og var tildæmdur málskostnaður kr. 800.000,-. Gaf Bárður þá út nýjan reikning vegna 29 tíma vinnu. Þannig var kærandi á endanum rukkaður um 54 klukkustunda lögmanns vinnu, eða yfir kr. 900.000,- auk vsk. Í máli úrskurðarnefndar nr. 20/2014 gerði kærandi kröfu um lækkun þóknunar. Bárður taldi hins vegar fráleitt að hann hafi gefið bindandi yfirlýsingu um endanlegan kostnað málsins á fyrstu stigum málsins. Nefndin taldi að niðurstaða héraðs- dóms um málskostnað bæri ekki annað með sér en að endanleg gjaldtaka Bárðar hafi verið innan þess sem við mátti búast. Hins vegar taldi nefndin að af skeytum lögmannsins um áætlaðan kostnað, og staðfestingu á áætluninni í kjölfar greinargerðarskila, hefði kærandi mátt ætla að ekkert benti til annars en að áætlunin myndi standast. Úrskurðarnefndin vísaði í þau ákvæði sem lúta að endurgjaldi fyrir lög mannsstörf, svo sem 24. gr. lög- manna laga um hæfilegt endurgjald og áætlun, 2. mgr. 10. gr. siðareglna um að lögmanni beri að gera skjólstæðingi grein fyrir áætluðum kostnaði að tiltölu við hagsmuni sem í húfi væru og á hvaða grundvelli þóknun væri reiknuð, auk reglna Neytendastofu um verðupplýsingar og laga um þjónustukaup. Bárður var ekki talinn hafa sýnt fram á að þörf hefði verið á frekari rannsóknarvinnu eftir að greinargerð var skilað. Lögmanninum var því gert að axla ábyrgð á yfirlýsingu um væntanlegan heildarkostnað með því að taka á sig lækkun á þóknun, sem ella hefði ekki talist úr hófi. Þótti hæfileg fjárhæð lokareiknings vera kr. 350.000,- í stað kr. 478.500,-auk vsk. Eva Halldórsdóttir hdl. Nöfn málsaðila eru uppdiktuð af höfundi, enda eru úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna ætíð nafnlausir. UMFJÖLLUN

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.