Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 12
UMFJÖLLUN EFTA HEFUR HLEYPT af stokkunum þjónustu sem gjörbreytir aðgangi að gerðum Evrópusambandsins sem teknar hafa verið upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og löggjöf sem EES-EFTA ríkin hafa til skoðunar að taka upp í samninginn, www.efta.int/eea-lex. EEA-Lex er gagnvirk vefsíða sem býður upp margvíslega leitarmöguleika á íslensku, auk ensku. Hægt er að leita eftir orðum í titli eða meginmáli löggjafarinnar eða ákvörðunar sameigin- legu EES nefndarinnar (EEA Joint Committee) um að taka löggjöfina inn í samninginn bæði í enskri útgáfu og íslenskri. Þar sem ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar kunna að fela í sér breytingar, aðlögunartexta eða undanþágur frá löggjöf ESB, er nauðsynlegt kynna sér innhald þeirra til að sjá hvernig löggjöfin hefur verið tekinn upp í EES-samninginn. Einnig er hægt að sía leitarniðurstöður eftir því hvar í upptökuferlinu gerðirnar eru, tegund löggjafar, málaflokk og árinu sem löggjöfin var tekin upp. Þannig er hægt að fá heildaryfirsýn yfir löggjöf á einstaka sviðum samningsins, hvort heldur litið er til löggjafar sem er í gildi, löggjafar sem var í samningnum en er fallin úr gildi eða löggjafar sem kann að vera á leið inn í samninginn. Þó að leit á ensku skili flestum niðurstöðum, þá sýnir leit á íslensku allar gerðir sem hafa þegar verið þýddar og gefnar út í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<http://www.efta. int/publications/eea-supplements>. Út frá leitarniðurstöðum er notendum vísað á upplýsingasíður um einstakar gerðir. Þessar síður eru stakar síður með einstökum URL netföngum sem er því einnig hægt að finna með leit í gegnum Google og aðrar leitarvélar. Gagnagrunnur EEA-Lex er uppfærð- ur daglega þar sem notast er við upplýsingar úr innri lagagagnagrunni EFTA. Síðan EES-samningurinn tók gildi fyrir rúmlega 20 árum síðan hefur hafa rúmlega 10.000 tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir ESB verið teknar upp í EES-samninginn, þar af eru um 5.000 í gildi í dag. Á sama tíma er fjöldi nýrra gerða til skoðunar hjá EES EFTA ríkjunum fyrir væntanlega upptöku í samninginn. Hægt er að skoða EEA-Lex gagna- grunninn á http://www.efta.int/eea-lex/. Einnig er hægt að fá fréttir af EFTA í gegnum Twitter<https://twitter.com/ EFTAsecretariat>, Facebook<https:// www.facebook.com/eftasecretariat> og í gegnum fréttabréfið okkar<http://www. efta.int/about-efta/newsletter>. Aðalsteinn Leifsson, skrifstofustjóri hjá EFTA. EEA­Lex: Nýr og betri aðgangur að löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins starfað sem fulltrúar lögmanns eða undir handleiðslu annars lögmanns í a.m.k eitt ár til þess að fá leyfi til að stunda sjálfstæðan rekstur, sem einyrkjar, meðeigendur eða í hópi annarra lögmanna. Þetta ár kemur ofan á þriggja ára starfsreynslu sem lögfræðingar hafa þegar þeir fá hdl. réttindin. Einn ungur lögmaður sem hóf sjálfstæðan rekstur nýverið, án teljandi starfsreynslu, taldi að ungir og reynslu- litlir lögmenn sinntu oft fólki sem erfitt ætti með að fá þjónustu hjá eldri og reyndari lögmönnum. Þeir væru sumir hverjir ofhlaðnir verkefnum og sýndu efnaminni einstaklingum með óvenjuleg og erfið mál lítinn áhuga. Annar ungur lögmaður, sem hóf sjálfstæðan rekstur strax að lokinni útskrift úr háskóla, taldi það alls ekki vera fyrir alla að hefja sjálf- stæðan rekstur án starfsreynslu. Hann taldi að reynsla væri ekki endilega ávísun á góða lögmannsþjónustu og að lokum yrðu menn dæmdir af verkum sínum. Báðir þessir ungu lögmenn voru þó sammála um að nauðsynlegt væri fyrir reynslulitla lögmenn að hafa aðgengi að sér eldri og reyndari lög mönnum. Að lokum Verði gerð breyting á lögum um lög- menn í þá átt að starfsreynsla verði gerð að skilyrði fyrir veitingu leyfis til þess að flytja mál fyrir héraðsdómi mun það hægja á fjölgun lögmanna. Þá mun meðalaldur í stéttinni hækka. Breytingin gæti haft aðrar afleiðingar í för með sér og hættan er sú að lögfræðingar sem ekki eiga ættingja eða vini sem starfa sem lögmenn muni eiga erfitt með að afla sér starfsreynslu. Einnig má velta fyrir sér hvort og þá hvaða afleiðingar slík breyting hefði fyrir fjölgun kvenna í stéttinni. Flestir geta þó verið sammála um að reynslan spillir aldrei fyrir, og nauðsynlegt sé fyrir reynslulitla lögmenn að fá leiðsögn hjá reyndum lögmönnum. Að mati höfunda hníga sterk rök að því að gera starfsreynslu að skilyrði fyrir því að opna eigin stofu eða gerast meðeigandi á lögmannsstofu en heimila nýútskrifuðum lögmönnum að ljúka hdl. námskeiði og starfa sem fulltrúar á stofum án þess að afla sér starfsreynslu áður. Hins vegar er mikilvægt að staldra við og kanna hvort reynsluleysi sé raun verulegt vandamál hér á landi og hvort reynslulitlir lögmenn geri í raun fleiri axarsköft en reynslumeiri kollegar þeirra. Guðríður Lára Þrastardóttir hdl. Eyrún Ingadóttir. 12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/15

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.