Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 32

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 32
32 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/15 AÐSENT EFNI ÁRIÐ 2006 SETTI alþjóða körfuknatt- leiks sambandið (FIBA) á fót sérhæfð an gerðardóm til að leysa úr ágrein ingi milli félagsliða, leikmanna, þjálfara og umboðsmanna í alþjóða körfu- knattleikshreyfingunni. Í fyrstu var dómstóllinn nefndur „FIBA Arbitral Tribunal“ (FAT) en árið 2010 var nafni hans breytt í „Basketball Arbitral Tribunal“ (BAT). Hér eftir verður hann kallaður gerðardómurinn eða BAT. Gerðadómurinn er viðurkenndur og á ábyrgð FIBA en er þó sjálfstæður. Líkt og á við um gerðardóma almennt er það ekki skylda að leggja ágreining fyrir dóminn heldur verða aðilar að semja um það sín á milli. Slíkt samkomulag er hægt að gera þegar ágreiningur kemur upp eða, líkt og algengast er, í upphafi samningssambands aðila. Fyrir utan að dómar gerðardómsins eru aðfararhæfir í hverju landi þá fylgir því einnig að ef ekki er framfylgt ákvæðum úrlausnar gerðardómsins getur það haft í för með sér viðurlög af hálfu FIBA. Þau viðurlög geta t.d. verið afturköllun réttinda umboðsmanns, fjársekt, félagsskiptabann, og bann við að skrá nýja leikmenn allt í samræmi við reglur FIBA. Gerðardómsmeðferð fyrir körfu- knatt leiksgerðardómnum fellur undir 12. kafla Svissnesku alþjóðlegu einka- málalaganna. (Chapter 12 of the Swiss Act on Private International Law (PILA)), óháð því hvar aðilar málsins hafa lögheimili. Málsmeðferðin Reglur gerðardómsins eru settar með það að markmiði að skapa einfalda, ódýra og hraða úrlausn ágreingsmála sem tengjast körfuknattleik. Hluti af því ferli er að einungis einn gerðardómari úrskurðar í málum sbr. grein 8.1. í reglum dómstólsins (hér eftir reglurnar). Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. skal notast við ensku undir rekstri málsins nema að gerðardómarinn1 ákveði annað. Gerðardómarinn getur jafnframt að höfðu samráði við aðila máls, ákveðið að málið skuli flutt á öðru tungumáli. Í 13. gr. er fjallað um munnlega flutt mál og vitnaleiðslur. Samkvæmt þeim getur mál aðeins verið flutt munn- lega ef fram kemur krafa um slíkt og gerðadómarinn samþykkir það. Gerðardómarinn ákveður svo hvort mál skuli flutt í gegnum síma, í hljóði eða mynd, eða hvort aðilarnir skuli mæta í eigin persónu á dómþing. Dómþing skulu vera lokuð. Ef gerðardómari ákveður að hlýtt skuli á vitni skal hann brýna fyrir þeim að skýra rétt frá og benda þeim á að rangur framburður geti verið refsiverður. Gerðardómari má kveða á um að munnlegar skýrslur vitna fari einungis fram ef honum sé greidd hæfi- leg þóknun fyrirfram af öðrum aðila málsins. Aðilar eru sjálfir ábyrgir fyrir því að vitni komi fyrir dóminn og kostnaði sem af slíku hlýst. Úrlausnir gerðadómsins eru almennt aðfararhæfar Samkvæmt 2. gr. reglnanna skal sæti gerðadómsins í hverju máli vera í Genf í Sviss. Þetta gildir þrátt fyrir að aðilar ákveði í einstöku máli að halda dómþing í öðru landi og láta jafnvel alla gerðardómsmeðferðina fara þar fram. Aðilar mála hjá dómnum eru iðulega ríkisborgarar sitthvorra landa og því er ekki óalgengt að aðilar frá þremur jafnvel upp í fimm lögsögum standi að hverju máli fyrir sig. Úrskurðir körfuknattleiks gerðar- dómsins eru aðfararhæfir í þeim ríkjum sem gerst hafa aðilar að New York samningnum um viðurkenningu og fullnustu alþjóðlegra gerðardóma.2 Sérhvert samningsríki er skuldbundið til að viðurkenna og fullnusta úrskurði í samræmi við landslög samkvæmt 3. gr. samningsins. Ríkið getur hinsvegar hafnað viðurkenningu og fullnustu úrskurðar ef gerðarþoli framvísar til réttra yfirvalda í viðkomandi ríki sönnun þess efnis að einhver skilyrði stafliða a-e í 1. mgr. 5. gr. New York samningsins séu uppfyllt, en þar er fjallað um undanþágur frá viðurkenningu og fullnustu, m.a. um hvort aðila hafi skort hæfi, aðilum hafi ekki verið réttilega tilkynnt um skipun gerðardómara, ágreiningur falli ekki undir gerðarsamning aðila o.sv. fr. Viðurkenningu og fullnustu getur einnig verið hafnað ef skilyrði a eða b liðar 2. mgr. 5. gr. samningsins eru BJÖRGVIN HALLDÓR BJÖRNSSON HDL. Gerðardómur Alþjóða körfuknattleikssambandsins 1Gerðardómari er nefndur gerðarmaður í lögum um samningsbundna gerðardóma nr. 53/1989. Í þessari grein verður notað heitið gerðardómari. 2“The Convention on recognition and enforcement of foreign arbitral awards“ sem Ísland hefur fullgilt og leitt í lög sbr. lög nr. 53/1989 eins og þeim var breytt með lögum nr. 16/2002.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.10.2015)
https://timarit.is/issue/384312

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.10.2015)

Aðgerðir: