Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. nóvember 2014 | SKOÐUN | 15 Orðið streita þekkja flestir og við höfum fengið að heyra af því á undangengnum árum að hún valdi hinum ýmsu kvillum og oftar en ekki er neikvæður tónn í umræðunni þegar hún er rædd. Það má þó ekki gleyma því að streitan er nauðsynleg líka og holl að vissu marki. Ef hún hins vegar fer ekki eða er viðvarandi virðist ljóst að hún er skaðleg fyrir okkur á margvíslegan máta. Flest höfum við heyrt um slíkt en fæstir gera sér í raun grein fyrir því hvað er að gerast í líkamanum þegar þetta ástand varir, þó við þekkjum líklega öll á sama tíma tilfinninguna að vera streitt. Það er býsna flókið ferli sem á sér stað í hinu náttúrulega varnarviðbragði sem er hannað til þess að búa sig undir átök eða flótta. Á eftir slíku kemur iðu- lega hvíld og tími til að hlaða batteríin sem er nauðsynlegt til að geta brugðist aftur hratt við næstu hættu. Þegar varnarvið- bragðið er orðið regla fremur en undantekning fer að halla undan fæti. Fljótandi skil Ástæður þess að fólk finnur fyrir streitu eru margvíslegar og mætti flokka í ytri og innri streituvalda. Þeir ytri myndu þá falla undir vinnu og vinnu- umhverfi, skóla og nám, fjár- mál, fjölskyldu og vini svo dæmi séu tekin og breytingar eða álag í kringum þessa þætti. Innri streituvaldar geta verið ótti og kvíði við aðstæður, óvissa og það að hafa ekki stjórn, skoðan- ir, væntingar og fleira má telja í þennan hóp og eru líklega mjög fljótandi skilin á milli þeirra ytri og innri. Til þess að reyna að útskýra streitu og skaðsemi hennar er gott að hafa í huga að til þess að geta brugðist hratt við líkt og við gerð- um í skóginum í gamla daga þegar okkur var ógnað, þá er mikilvægt að auka blóðflæði. Hjartslátt- ur eykst og blóðþrýstingur líka, æðar til vöðva, heila og hjarta eru á fullum dampi á meðan melting- arfæri til dæmis fá minna flæði, við erum jú ekki að fara að næra okkur! Storkuferli fara af stað í blóði sem hindra blæðingu ef við skyldum meiða okkur eða fá sár. Öndun grynnkar og eykst til að losa okkur hraðar við koltvísýr- ing og halda uppi súrefnismettun. Orkuefni eins og sykur eru losuð úr geymslum í lifur og vöðvum til að eiga nóg að brenna. Skynfærin auka næmi sitt og hormón flæða úr nýrnahettunum sem hafa áhrif á orkubúskapinn, ónæmiskerfið og saltbúskap líkamans. Þessu til viðbótar eru fjöldamargir ferlar sem fara af stað í líkamanum og hafa viðbótaráhrif á líf og líðan. Að þessu sögðu er ljóst að þetta viðbragð er mjög gagnlegt til skamms tíma en að sama skapi mjög skaðlegt ef það er viðvar- andi. Þrátt fyrir alla þessa þekk- ingu eigum við enn í talsverðum erfiðleikum með að segja með afgerandi hætti hverju nákvæm- lega streitan veldur hjá hverjum og einum. Þó er talið að við aukum hættuna á hjarta- og æðaáföllum, offitu, sykursýki, krabbameinum, sýkingum hvers konar, minnis- tapi, meltingartruflunum, minnk- aðri kynhvöt, kyngetu og jafnvel ófrjósemi hefur verið tengd við langtímaáhrif streitu. Ýmis létt- vægari og auðvitað algengari einkenni svo sem höfuðverkur, vöðvabólga, orkuleysi, ógleði og svimi eru einnig nefnd. Býsna einfalt Það sem við getum þó gert og var tilefni nýlegrar ráðstefnu Vinnueftirlitsins er að reyna að átta okkur á streituvöldum, sérstaklega þeim sem tengjast vinnu og vinnuumhverfi. Þekkja einkenni langvarandi streitu á líkama okkar og reyna að koma í veg fyrir þróun þessara sjúk- dóma sem að ofan eru nefndir. Erfitt er að mæla streitu öðru- vísi en að spyrja fólk og eðlilega er munur á milli einstaklinga. Til eru mælingar á cortisol í munn- vatni og víðar sem dæmi, en enn sem komið er er ekki til nein „almennileg“ mæling á því sem virkar á alla hvort viðkomandi sé streittur eða í langvarandi streituástandi. Við verðum því með mark- vissum hætti að verjast streitu í gegnum fræðslu en einnig með því að sinna grunnþörfum okkar um nægan svefn og hvíld á milli verka og áreitis. Draga úr áfengis-, tóbaks- og koffínneyslu. Stunda slökun af einhverju tagi og þá er nauðsynlegt að hreyfa sig reglubundið og borða hollt. Býsna einfalt en flókið þó! Streita og veikindi Fyrir nokkrum árum lét mennta- málaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um list- greinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að list- greinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistar- kennslu. Vissu- lega mætti ýmis- legt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreina- kennslu í grunn- skólum og sam- starfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunn- skóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kenn- arahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskóla- kennarar á Íslandi koma hvaðan- æva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistar- menn hafa lengi gegnt lykilhlut- verki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönd- uðu framboði af list- og menn- ingarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðal- námskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kenn- arar. Það er því dapurleg stað- reynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kapps- mál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálp- uðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinn- ingum. Grundvöllur tónlistar- menntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tæki- færi til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmæli- kvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum hönd- um saman og byggjum upp á þess- um góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis. Árangur áfram – í tónlist! MENNING Greipur Gíslason verkefnastjóri katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Við verðum því með markvissum hætti að verjast streitu í gegnum fræðslu en einnig með því að sinna grunnþörfum okkar um nægan svefn og hvíld á milli verka og áreitis. Draga úr áfengis-, tóbaks- og koffínneyslu. Stunda slökun af einhverju tagi og þá er nauðsynlegt að hreyfa sig reglubundið og borða hollt. Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. ➜ Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öfl ug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.