Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 4
4. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 166 manns búa á Raufar-höfn en voru 390 aldamótaárið 2000. Í dag búa 93 karlar í þorpinu en kon- urnar eru 73 talsins. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VÍÐA GOSMÓÐA Ljómandi fínt veður á landinu í dag, hæg suðlæg átt og bjartviðri en við þessar aðstæður má gera ráð fyrir gosmóðu víða um land. Hvessir af suðaustri á morgun með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands. -1° 3 m/s 1° 3 m/s 3° 5 m/s 7° 9 m/s 10-18 m/s síðdegis, hvassast syðst. 8-15 m/s. Gildistími korta er um hádegi 16° 25° 11° 12° 18° 11° 16° 13° 13° 26° 12° 20° 20° 17° 14° 14° 12° 14° 2° 3 m/s 2° 2 m/s -3° 3 m/s -2° 5 m/s -2° 4 m/s 0° 4 m/s -4° 7 m/s 6° 7° 1° 4° 5° 8° 3° 5° 4° 4° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN FRAKKLAND, AP Fjöldi tilvika óút- skýrðs og ólöglegs yfirflugs dróna (ómannaðra smáflugvéla) yfir tugum kjarnorkuvera í Frakk- landi hafa hrundið af stað sér- stakri rannsókn yfirvalda örygg- is- og varnarmála þar í landi. Vaknað hafa spurningar um öryggismál, þar sem Frakkar reiða sig mestanpart á kjarnorku við orkuframleiðslu. Umhverfisverndarsinnar hafa sagt þróun mála vekja ugg. Frá því í október hafa yfirvöld talið að minnsta kosti 15 tilvik þar sem flogið hefur verið yfir kjarnorku- ver á fimm mismun- andi stöðum í landinu, að því er fram kom í máli fulltrúa stjórn- valda í gær. Ekki er vitað hver eða hverj- ir standa á bak við yfirflugið eða hvað liggur þar að baki. Ýmsar hugmyndir hafa þó verið viðrað- ar í þeim efnum, svo sem að þetta gæti verið könnunarflug hryðju- verkamanna, iðnað- arnjósnir, aðgerð- ir stjórnmála- eða umhverfisverndar- hreyfinga, eða jafn- vel að hér gæti verið um ólöglegt grín spéfugla að ræða. Segolene Royal, ráðherra umhverfis- og orkumála í Frakk- landi, segir engar vísbendingar um hver kunni að standa á bak við drónaflugið. - óká VÖRUHÓTEL – LAGERPLÁSS TIL LEIGU Í SKÚTUVOGI ÁSAMT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI • Lagerhúsnæði m/án þjónustu, 12m lofthæð, sprinkler • Í boði er sveigjanleg lagerstærð • Glæsilegar skrifstofueiningar í stærðum: 162m², 287m² eða samtals 450m². • Lyftuhús og næg bílastæði Frábært tækifæri fyrir t.d. litlar og millistórar heildsölur sem vilja komast í hringiðu flutningastarfssemi landsins og fá um leið fullan sveiganleika í lagerstærð. Til boða stendur að leiga rými undir ákveðinn brettafjölda. Möguleiki að leigja eingöngu rými í vöruhóteli eða skrifstofur. Skrifstofueiningarnar eru með vönduðum innréttingum og skiptast í lokaðar skrifstofur, opin vinnurými og vel útbúin fundarherbergi. Áhugasamir hafið samband við sölumenn okkar. s. 511-2900 MENNING Stærsta breytingin á tekjumód- elum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tón- listar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleika- haldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sig- tryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringa- þjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstak- lega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tón- list bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir lista- menn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslensk- um listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptaleg- um forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistar- mannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðs- maður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommu- leikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið mark- visst að því að efla viðskiptastjórn, meðal ann- ars með fræðslufundum hér á landi. jonhakon@frettabladid.is Sprenging í tónleikahaldi Íslendinga í útlöndum Framkvæmdastjóri Útón segir að sprenging hafi orðið í tónleikahaldi íslenskra hljómlistarmanna erlendis. Vinna við markaðssetningu er sögð hafa skilað sér. Áhersla á tónleikahald hefur aukist með minnkandi diska- sölu. Sextán atriðum frá Íslandi hefur verið boðið að taka þátt í Eurosonic-hátíðinni í Hollandi á næsta ári. Það voru yfir 70 íslenskir lista- menn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útón SPENNANDI TÍMAR FRAM UNDAN Sigtryggur Baldursson segir að búið sé að bjóða sextán íslenskum tónlistar- mönnum að taka þátt í Eurosonic-hátíðinni 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ ÞJÓNUSTA Fjárfestar vilja byggja veitingastað á vegamótum við Hrafnagjá í austanverðum þjóð- garðinum. Þingvallanefnd afgreiddi erindið ekki á síðasta fundi sínum. „Nú er unnið að stefnumótun um hvaða þjónustu eigi að veita í þjóðgarð- inum en engar ákvarðanir hafa verið teknar um ýmis erindi sem borist hafa til Þingvallanefnd- ar,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. - gar Fjárfestar vilja Þingvallalóð: Veitingastaður við Hrafnagjá? HÓTEL VALHÖLL Stórbruni varð á Þing- völlum í júlí 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STJÓRNSÝSLA „Engin leynd hvíldi yfir innflutningi vopnanna gagn- vart tollgæsluyfirvöldum,“ segir Landhelgisgæsl- an í yfirlýsingu vegna tollaf- greiðslu hríð- skotabyssa frá Noregi. Landhelgisgæsl- an segir toll- verði hafa toll- skoðað vélina sem flutti byss- urnar til Íslands. „Vopnin hafa ekki enn verið tollafgreidd inn í landið. Fullt samráð verður haft við tollstjóra um þá afgreiðslu,“ segir stofnunin. Fulltrúar hennar eiga í dag að skýra byssumálið öðru sinni hjá allsherjarnefnd Alþingis. - gar Kallaður aftur fyrir Alþingi: Lofar samráði við tollstjórann GEORG LÁRUSSON BELLEVILLE-SUR-LOIRE-VERIÐ Litlum flygildum hefur ítrekað verið flogið yfir kjarnorkuver í Frakklandi. NORDICPHOTOS/AFP Yfirvöld öryggis- og varnarmála í Frakklandi kanna dularfullar ferðir dróna yfir kjarnorkuverum: Drónaflug yfir orkuverum skelfir Frakka DRÓNAFLUGVÉL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.