Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. nóvember 2014 | FRÉTTIR | 13 DANMÖRK Ríkir og langskólagengnir sjúklingar í Danmörku fá fleiri með- ferðir og liggja lengur inni á sjúkrahús- um heldur en þeir efnaminni og veik- ari. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Center for Alternativ Samfunds- analyse, CASA, sem Politiken vitnar í. Í hvert sinn sem efnalítill ellilífeyris- þegi fær blóðtappa eða blæðingu í heila liggur hann inni að meðaltali í 17 daga. Meðferð hans kostar að meðaltali 14 þúsund danskar krónur á dag, segir í Politiken. Efnaður ellilífeyrisþegi ligg- ur inni í 20 daga og meðferð hans kost- ar 16 þúsund danskar krónur á dag að meðaltali. Hagfræðingar skoðuðu samfélagslega stöðu og meðferð 32 þúsund sjúklinga sem fengið höfðu heilablæðingu og 11 þúsund sjúk- linga með hjartakvilla á árunum 2010 til 2012. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að þeir sem eru enn á vinnumark- aði fá betri meðferð heldur en elli- lífeyris þegar. Formaður regnhlífarsamtaka danskra sjúklinga, Lars Engberg, segir niðurstöðurnar sláandi. - ibs Rannsókn á meðferð á sjúklingum á sjúkrahúsum í Danmörku leiðir í ljós mismunun sjúklinga: Efnalitlir fá minni meðferð en betur stæðir RANNSÓKN Formaður sam- taka danskra sjúklinga segir niðurstöðurnar sláandi. NORDICPHOTOS/GETTY NOREGUR Siv Jensen, fjármála- ráðherra Noregs, segir enga ástæðu til að örvænta þótt horfur í olíuiðnaðinum séu ekki jafn góðar og verið hefur, að því er segir í frétt á vef Dagens Næringsliv sem vitnar í Aften- posten. Greint er frá því að undanfarna mánuði hafi olíuverð lækkað um 20 prósent. Jensen gerir ráð fyrir auknum hagvexti á næsta ári. Hún telur olíuiðnaðinn ekki verða jafnstór- an þátt í efnahagslífi Noregs og verið hefur. - ibs Ráðherra örvæntir ekki: Hlutur olíu minni en áður SIV JENSEN SVÍÞJÓÐ Fyrrverandi verslunar- stjóri í Gautaborg í Svíþjóð hefur verið dæmdur til að greiða sekt og skaðabætur fyrir að áreita konu sem betlaði fyrir utan versl- unina þar sem hann starfaði. Maðurinn kveðst hafa ætlað að þvo glugga verslunarinnar þegar hann hellti vatni á konuna. Vitni sögðu augljóst að hann hafi ætlað að skvetta vatni á hana. Manninum er gert að greiða 10 þúsund sænskar krónur í sekt og jafnháa upphæð í skaðabætur. - ibs Dæmdur fyrir áreitni: Hellti vatni úr fötu á betlara JARÐVÁ Jarðskjálftavirkni í Bárðar bungu er enn mikil. Fram kom á fundi vísindamanna- ráðs í gærmorgun að þá hefðu frá hádegi síðastliðinn föstudag mælst 207 skjálftar við Bárðar- bungu. Þar af voru tveir skjálftar yfir 5 af stærð. Sigið í öskju Bárðarbungu held- ur því áfram líkt og verið hefur undanfarið. Þá heldur eldgosið í Holuhrauni áfram eins og undan- farið en lítil skjálftavirkni hefur mælst við bergganginn og gos- stöðvarnar síðan á föstudag. Búist var við því að vind lægði í gærkvöldi og í dag var vænst froststillu á gosstöðvunum. Við slíkar aðstæður eru auknar líkur á miklum styrk mengunar. - skh, óká Skjálftavirkni er enn mikil: Auknar líkur eru á mengun frá Holuhrauni GAS YFIR HOLUHRAUNI Í froststillum sem búið er að spá aukast líkur á mengun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLUGFELAG.IS Flugslátturinn Flugsláttur NOVEMBER gildir um bókanir dagana 4.–5. nóv. til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands, flug- tímabilið 4. nóvember – 14. desember 2014. Flugslátturinn gildir aðeins þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is og hann gildir ekki í tengiflug. VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands NÓVEMBER flugsláttur í Í 30 KLUKKUTÍMA AF FRÍÐINDA-, FERÐA- OG NETTILBOÐSSÆTUM BÓKANLEGT FRÁ KL. 10.00 Í DAG TIL KL. 16.00 Á MORGUN 30% AFSL ÁTTUR Flugsláttur NOVEMBER SMELLTU ÞÉR Á FLUGFELAG.IS SLÁÐU INN FLUGSLÁTTARKÓÐANN VIÐ BÓKUN: SVONA NOTAR ÞÚ FLUG- SLÁTTINN TJING! ÞÚ FÆRÐ AFSLÁTT Sími 412 2500 www.murbudin.is Trélím & límkítti MS Polymer límkítti frá Bostik verð kr. 1250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.