Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 24
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 4. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR Það gengur ekkert allt of vel hjá suður-kóreska bílaframleiðand- anum Hyundai en hagnaður hans minnkaði um 29% á þriðja  órðungi ársins. Það er bæði hátt gengi s-kóreska wonsins og dræm sala bíla Hyundai sem skýrir þessa niðurstöðu. Hagn- aðurinn nam þó 173 milljörðum króna, en spáð hafði verið 204 milljarða hagnaði. Hlutabréf í Hyundai hafa lækkað um 32% á þessu ári og er það mesta lækkun nokkurs af stóru bílaframleiðend- unum á árinu. Gengi wonsins hefur ekki verið skráð hærra gagnvart dollar á þriðja  órðungi ársins í ár síðan árið 2008. Búist er áfram við sterku gengi wonsins út árið og útlitið því ekkert of bjart fyrir Hyundai. Mjög hefur dregið úr söluaukn- ingu Hyundai, bæði heima fyrir og á hinum mikilvæga markaði í Bandaríkjunum, og er þar helst dræmri sölu á lykilbílnum Sonata um að kenna. Hyundai þurfti að glíma við verkföll starfsmanna heima fyrir og á það einnig þátt í þessu gengi nú, þrátt fyrir að verkföll hafi haft enn meiri áhrif fyrir ári. 29% lækkun hagnaðar hjá Hyundai Japanska fyrirtækið Mitsubishi framleiðir mun fleira en bíla og reyndar er bílaframleiðslan að- eins lítill hluti af framleiðslu þessa risafyrirtækis. Nýjasta afurð þess er flug- vél sem ætluð er til hefðbund- inna farþegaflutninga, en vélin getur tekið 70 til 90 farþega. Smíði hennar er talsvert á eftir áætlun, en meiningin var að markaðssetja hana fyrir fjór- um árum. Flugvélin heitir MRJ og stend- ur það fyrir Mitsubishi Regional Jet og eins og nafnið bendir til er hún ætluð til farþegaflutninga í innanlandsflugi. Hún er 20% eyðslugrennri en aðrar flugvél- ar af þessari stærð. Vélin er með tveimur Pratt & Whitney-þotu- hreyflum með forþjöppum sem skila 17.600 punda þrýstingi. Ráðgera sölu á 5.000 vélum Mitsubishi ætlar að selja 5.000 svona vélar á næstu 20 árum, svo það eru ekki litlar áætlan- ir sem fyrirtækið hefur með smíði vélarinnar. Japanar eru ekki þekktir fyrir smíði flug- véla og síðast voru framleidd- ar farþegavélar þar fyrir 40 árum, en á árunum 1962 til 1974 voru smíðaðar þar NAMC YS-1- vélar sem leystu af hólmi hæg- fleygar DC-3 vélar sem lengi vel höfðu þjónað farþegaflutning- um í Japan. Drægni nýju vélarinnar er 1.780 sjómílur. Það kostaði Mit- subishi 200 milljarða króna að þróa þessa vél og er hún tækni- lega mjög vel búin. Borist hafa 407 pantanir í vélina nú þegar, eða um 8% af áætlaðri næstu 20 ára smíði hennar. Mitsubishi í flugvélabransann Sixtusarkapellan í Páfagarði hefur aldrei verið leigð út og er Porsche fyrsta fyrirtækið sem það gerir. Porsche ætlar að bjóða 40 gestum fyrir 5.000 evra aðgangseyri á mann að hlusta þar á klassíska tónlist, halda þar himneska matarveislu og leyfa þeim í leiðinni að njóta listaverka Michelangelos og Raphaels. Það er Porsche Travel Club sem stendur að þessum viðburði. Núverandi páfi vill leyfa svona viðburði í kapellunni og láta ágóðann renna til góðgerðar- starfs fyrir fátæka og heimilis- lausa. Þegar hann var kjörinn kallaði hann eftir breyttri stefnu kirkjunnar og að hún ætti að styðja við fólk sem ætti í vanda og er þetta ein birtingarmynd þess. Þess má geta að páfi nn býr sjálfur í lítilli íbúð án alls íburðar, ólíkt forverum sínum. Porsche vill ekki gefa það upp hverjir verði viðstaddir þennan menningarviðburð en er stolt af framlagi sínu til þeirra minna megandi. Á hverju ári heimsækja um 6 milljónir manns Sixtusar- kapelluna. Hljómleikar hafa áður verið haldnir í kirkjunni en þeir hafa hingað til verið haldnir í tengslum við kirkjulegt starf þar. Porsche leigir Sixtusarkapelluna Tvinnbíllinn BMW i8 er 357 hestöfl og ári sprækur bíll sem fer sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu. Engu að síður ætlar BMW að he a framleiðslu á BMW i8S-útgáfu bílsins sem verður yfi r 500 hestöfl. Líklega verða framleiddar tvær gerðir, önnur með 320 hestafla brunavél og 204 hestafla rafmót- orum, eða samtals 524 hestöfl. Hin gerðin væri þó öflugri, með 480 hestafla brunavél og 109 hestafla rafmótorum, eða sam- tals 589 hestöfl. Þessar gerðir i8 færu nær því að skreppa að hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum, enda myndu þær fá breiðari dekk og undir- vagn úr koltre um. Með þessum gerðum er i8 orðinn ógnarkröftugur sportbíll enda er útlit hans í þá veruna. BMW hyggst hrinda þessu í fram- kvæmd í tilefni 100 ára afmælis fyrirtækisins árið 2016 og koma þessar gerðir i8 á markað á því ári. Það er ekki M-deild BMW sem sjá mun um þessar breytingar, heldur er það i-deild fyrirtækisins sem hefur með smíði rafmagns- bíla og tvinnbíla BMW að gera. Eitthvað hefur þetta örugglega líka að gera með það að yfi rmað- ur þeirrar deildar er fyrrverandi starfsmaður Ferrari. Öflugri BMW i8 yfir 500 hestöflin P orsche mun kynna þessa viðhafnarútgáfu Pan amera bílsins, sem aðeins verður fram- leiddur í 100 eintök- um, á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst nú í mánuðinum. Þar fer eng- inn letingi því hann verður með 570 hestafla vél, enda er þessi bíll byggður á Panamera Turbo S. Hann er af lengri gerð Pan- amera og því er aftursætisrým- ið af stærri gerðinni. Bíllinn fær sérstaka tveggja lita sprautun þar sem svartur litur rennur út í heslihnetubrúnan. Allir bílarnir eru handsprautaðir. Að innan er glæsileikinn meiri heldur en áður hefur sést í Panamera og eðal- leðrið sem notað er í bílnum er í sama lit og heslihnetubrúni litur- inn að utan. Smíðaður af Porsche Exclusive factory Aftursætisfarþegar geta notið margmiðlunarkerfis með 10,1 tommu stórum skjáum sem festir eru aftan á framsætin. Er í þeim innbyggt DVD-drif og skjár- inn er snertiskjár. Á honum má einnig fara á netið. Hver bíll er merktur frá 1-100. Það er sér- stök deild innan fyrirtækisins, Porsche Exclusive Factory, sem sér um smíði bílsins. Þessi deild hefur verið starfrækt frá árinu 1986 en þar er kappkostað að bjóða það allra flottasta sem nú- tíminn getur boðið hverju sinni. Með bílnum fæst sérhannað 5 hluta stórglæsilegt ferðatöskusett sem saumað er úr sama leðri og sætin í bílnum. Þessi lúxus allur er alls ekki gefins því bíllinn mun kosta litlar 249.877 evrur, eða 39 milljónir. Aðeins verða fram- leiddir bílar með stýrið vinstra megin svo ríkir Bretar gráta sig í svefn eftir lesturinn um bílinn góða. Þrátt fyrir allt afl bílsins eyðir hann aðeins 6,4-10,1 lítra bensíns, eftir því hvort honum er ekið innanbæjar eða á utan, en meðaleyðslan er uppgefin 7,9 lítr- ar og mengunin er 245 g/km. VIÐHAFNARÚTGÁFA PORSCHE PANAMERA Porsche Exclusive Factory er deild innan Porsche sem smíðar sérútbúna Porsche-bíla. Panamera. Úr Sixtusarkapellunni. Hyundai Sonata hefur selst illa á lykilmörkuðum. MRJ stendur fyrir Mitsubishi Regional Jet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.