Fréttablaðið - 04.11.2014, Side 13

Fréttablaðið - 04.11.2014, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. nóvember 2014 | FRÉTTIR | 13 DANMÖRK Ríkir og langskólagengnir sjúklingar í Danmörku fá fleiri með- ferðir og liggja lengur inni á sjúkrahús- um heldur en þeir efnaminni og veik- ari. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Center for Alternativ Samfunds- analyse, CASA, sem Politiken vitnar í. Í hvert sinn sem efnalítill ellilífeyris- þegi fær blóðtappa eða blæðingu í heila liggur hann inni að meðaltali í 17 daga. Meðferð hans kostar að meðaltali 14 þúsund danskar krónur á dag, segir í Politiken. Efnaður ellilífeyrisþegi ligg- ur inni í 20 daga og meðferð hans kost- ar 16 þúsund danskar krónur á dag að meðaltali. Hagfræðingar skoðuðu samfélagslega stöðu og meðferð 32 þúsund sjúklinga sem fengið höfðu heilablæðingu og 11 þúsund sjúk- linga með hjartakvilla á árunum 2010 til 2012. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að þeir sem eru enn á vinnumark- aði fá betri meðferð heldur en elli- lífeyris þegar. Formaður regnhlífarsamtaka danskra sjúklinga, Lars Engberg, segir niðurstöðurnar sláandi. - ibs Rannsókn á meðferð á sjúklingum á sjúkrahúsum í Danmörku leiðir í ljós mismunun sjúklinga: Efnalitlir fá minni meðferð en betur stæðir RANNSÓKN Formaður sam- taka danskra sjúklinga segir niðurstöðurnar sláandi. NORDICPHOTOS/GETTY NOREGUR Siv Jensen, fjármála- ráðherra Noregs, segir enga ástæðu til að örvænta þótt horfur í olíuiðnaðinum séu ekki jafn góðar og verið hefur, að því er segir í frétt á vef Dagens Næringsliv sem vitnar í Aften- posten. Greint er frá því að undanfarna mánuði hafi olíuverð lækkað um 20 prósent. Jensen gerir ráð fyrir auknum hagvexti á næsta ári. Hún telur olíuiðnaðinn ekki verða jafnstór- an þátt í efnahagslífi Noregs og verið hefur. - ibs Ráðherra örvæntir ekki: Hlutur olíu minni en áður SIV JENSEN SVÍÞJÓÐ Fyrrverandi verslunar- stjóri í Gautaborg í Svíþjóð hefur verið dæmdur til að greiða sekt og skaðabætur fyrir að áreita konu sem betlaði fyrir utan versl- unina þar sem hann starfaði. Maðurinn kveðst hafa ætlað að þvo glugga verslunarinnar þegar hann hellti vatni á konuna. Vitni sögðu augljóst að hann hafi ætlað að skvetta vatni á hana. Manninum er gert að greiða 10 þúsund sænskar krónur í sekt og jafnháa upphæð í skaðabætur. - ibs Dæmdur fyrir áreitni: Hellti vatni úr fötu á betlara JARÐVÁ Jarðskjálftavirkni í Bárðar bungu er enn mikil. Fram kom á fundi vísindamanna- ráðs í gærmorgun að þá hefðu frá hádegi síðastliðinn föstudag mælst 207 skjálftar við Bárðar- bungu. Þar af voru tveir skjálftar yfir 5 af stærð. Sigið í öskju Bárðarbungu held- ur því áfram líkt og verið hefur undanfarið. Þá heldur eldgosið í Holuhrauni áfram eins og undan- farið en lítil skjálftavirkni hefur mælst við bergganginn og gos- stöðvarnar síðan á föstudag. Búist var við því að vind lægði í gærkvöldi og í dag var vænst froststillu á gosstöðvunum. Við slíkar aðstæður eru auknar líkur á miklum styrk mengunar. - skh, óká Skjálftavirkni er enn mikil: Auknar líkur eru á mengun frá Holuhrauni GAS YFIR HOLUHRAUNI Í froststillum sem búið er að spá aukast líkur á mengun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLUGFELAG.IS Flugslátturinn Flugsláttur NOVEMBER gildir um bókanir dagana 4.–5. nóv. til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands, flug- tímabilið 4. nóvember – 14. desember 2014. Flugslátturinn gildir aðeins þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is og hann gildir ekki í tengiflug. VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands NÓVEMBER flugsláttur í Í 30 KLUKKUTÍMA AF FRÍÐINDA-, FERÐA- OG NETTILBOÐSSÆTUM BÓKANLEGT FRÁ KL. 10.00 Í DAG TIL KL. 16.00 Á MORGUN 30% AFSL ÁTTUR Flugsláttur NOVEMBER SMELLTU ÞÉR Á FLUGFELAG.IS SLÁÐU INN FLUGSLÁTTARKÓÐANN VIÐ BÓKUN: SVONA NOTAR ÞÚ FLUG- SLÁTTINN TJING! ÞÚ FÆRÐ AFSLÁTT Sími 412 2500 www.murbudin.is Trélím & límkítti MS Polymer límkítti frá Bostik verð kr. 1250

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.