Fréttablaðið - 17.11.2014, Page 15

Fréttablaðið - 17.11.2014, Page 15
Swanson Health International býður upp á mikið úrval af vítamínum og bætiefnum auk þess sem jurtalína þeirra er í algerum sér- flokki hvað varðar verð og gæði að sögn Ólafs Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra hjá Góðri heilsu, sem er umboðsaðili þeirra hér á landi. „Við hjá Góðri heilsu höfum á undanförnum árum boðið upp á allar helstu vörur frá Swanson og aukum úrvalið í hverjum mánuði. Nýjustu vörurnar eru Hair, Skin & Nails og MSM-duft sem báðar hafa reynst viðskipta- vinum okkar mjög vel.“ Swanson Health International er sænskt fjölskyldufyrirtæki í Norður-Dakóta í Banda- ríkjunum. Fyrirtækinu er stjórnað af Lee Swanson jr. en faðir hans stofn- aði það í kjölfar þess að greinast með gigt sem síðar kveikti áhuga hans á bætiefnum. „Óháðir aðilar kanna gæði bætiefna í Banda- ríkjunum reglulega og hefur Swanson ávallt staðist ströngustu kröfur um gæði og styrk innihaldsefna. Gæði eru algert forgangsatriði hjá stjórnendum fyrirtækisins. Ásamt því leggur Lee Swanson jr. mikla áherslu á nýjar vörur en árlega eru fleiri hundruð nýjar vörur settar á markað hjá Swanson og seldar úti um allan heim.“ Hair, Skin & Nails styrkir hár og neglur auk þess að hjálpa til við endurnýjun á frumum húðarinnar. Það inniheldur meðal annars MSM, L-Cysteine og klóelftingu ásamt fleiri efnum sem öll stuðla að heil- brigðari endurnýjun á hári, húð og nöglum. Gló opnaði á dögunum glæsilega verslun í Fákafeni og verður Hair, Skin & Nails á 25% afslætti þar alla þessa viku. Það sama gildir hjá Góðri heilsu á Njálsgötu. Swanson-vörurnar fást í Góðri Heilsu á Njálsgötu 1, Gló Fáka- feni, Lifandi markaði, Blómavali, Heilsuveri, Heilsuhúsinu og í völdum apótekum. Allar nánari upplýsingar má finna á www.swanson.is. GÆÐIN Í FYRIRRÚMI GÓÐ HEILSA KYNNIR Swanson Health International framleiðir bætiefni í hæsta gæðaflokki. Nýjar vörur bætast reglulega við úrvalið hérlendis. FÆST VÍÐA Fjölbreytt úrval vara frá Swanson fæst hérlendis og sífellt bætist við úrvalið. FRÁBÆRT ÚRVAL „Óháðir aðilar kanna gæði bætiefna í Banda- ríkjunum reglulega og hefur Swanson ávallt staðist ströngustu kröfur um gæði og styrk innihaldsefna,“ segir Ólafur Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Góðri heilsu. MYND/GVA NÝTT JAFNRÉTTISMERKI Sæþór Örn Ásmundsson er höfundur verðlauna tillögu að jafnréttismerki fyrir vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana. Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð stóð fyrir hönnunarsamkeppninni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.