Fréttablaðið - 17.11.2014, Page 42
17. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 22
UNDANKEP. EM 2016
TÉKKLAND-ÍSLAND 2-1
0-1 Ragnar Sigurðsson (9.), 1-1 Pavel Kaderabek
(45.+1), 2-1 Sjálfsmark Jóns Daða Böðvars. (61.)
HOLLAND - LETTLAND 6-0
1-0 Robin van Persie (6.), 2-0 Arjen Robben
(35.), 3-0 Klaas-Jan Huntelaar (42.), 4-0 Bruma
(78.), 5-0 Robben (82.), 6-0 Huntelaar (89.).
TYRKLAND - KASAKSTAN 3-1
1-0 Burak Yilmaz (26.), 2-0 Burak Yilmaz (29.),
3-0 Serdar Aziz (83.), 3-1 Samat Smakov (87.)
STAÐAN Í A-RIÐLI
Tékkland 4 4 0 0 10 - 5 12
Ísland 4 3 0 1 9 - 2 9
Holland 4 2 0 2 10 - 5 6
Tyrkland 4 1 1 2 5 - 7 4
Lettland 4 0 2 2 1 - 10 2
Kasakstan 4 0 1 3 4 - 10 1
NÆSTU LEIKIR
Laugardagur 28. mars: Kasakstan-Ísland, Tékk-
land-Lettland, Holland-Tyrkland.
Föstudagur 12. júní: Ísland-Tékkland, Kasakstan-
Tyrkland, Lettland-Holland.
B-RIÐILL
BELGÍA - WALES 0-0
KÝPUR - ANDORRA 5-0
ÍSRAEL - BOSNÍA 3-0
1-0 Gil Vermouth (36.), 2-0 Omer Damari
(45.), 3-0 Eran Zahavi (70.).
Stigin: Ísrael 9, Wales 8, Kýpur 6, Belgía 5, Bosnía
2, Andorra 2.
H-RIÐILL
ASERBAÍDSJAN - NOREGUR 0-1
0-1 Håvard Nielsen (25.).
BÚLGARÍA - MALTA 1-1
ÍTALÍA - KRÓATÍA 1-1
1-0 Antonio Candreva (11.), 1-1 Ivan Perisic (15.).
Stigin: Króatía 10, Ítalía 10, Noregur 9, Búlgaría 4,
Malta 1, Aserbaídsjan 0.
FÓTBOLTI Eftir draumabyrjun
strákanna okkar í undankeppni
EM 2016 mættu þeir ofjörlum
sínum í Plzen í Tékklandi í gær.
Ragnar Sigurðsson kom Íslandi
reyndar yfir snemma leiks en
Pavel Kaderábek jafnaði metin
fyrir heimamenn með síðustu
spyrnu fyrri hálfleiks. Afar
klaufalegt sjálfsmark Jóns Daða
Böðvarssonar í síðari hálfleik varð
svo Íslandi að falli.
Heilt yfir var sigur Tékka sann-
gjarn þó svo að Kolbeinn Sigþórs-
son hafi komist í gott færi skömmu
eftir mark Ragnars og þá skaut
Gylfi Þór Sigurðsson í stöng í
síðari hálfleik. En Tékkar náðu
að yfirspila Ísland á miðjunni og
sköpuðu sér mun fleiri hættuleg
færi. Sigur þeirra var verðskuld-
aður. Það var þó mögnuð stund er
Ragnar skoraði fyrir Ísland strax
á áttundu mínútu en þeir rúm-
lega 700 Íslendingar sem voru á
vell inum trylltust. Það sló þögn á
heimamenn.
Tékkar létu þó ekki slá sig út af
laginu og voru áfram sterkari aðil-
inn. Fyrir markið höfðu þeir skap-
að sér tvö góð færi og pressan hélt
áfram eftir að Ragnar skoraði.
Tékkar sóttu grimmt á Theodór
Elmar en voru annars óhræddir
við að þrýsta íslenska liðinu langt
aftur að eigin marki. Tékkar voru
kvikir, beittu stuttum sending-
um og tókst oftar en ekki að riðla
skipulagi íslenska varnarleiksins.
Ólíkt leiknum gegn Hollandi,
þar sem andstæðingurinn var mun
meira með boltann, gekk Tékkum
vel að skapa sér hættu við íslenska
markið. En þó svo að það hafi legið
mun meira á Íslandi í fyrri hálf-
leiknum náðu strákarnir að skapa
sér stórhættulegt færi undir lok
fyrri hálfleiks. Frábær undirbún-
ingur Ara Freys og Birkis skapaði
færið fyrir Kolbein en lúmskt skot
hans lak rétt svo fram hjá mark-
inu.
Þrátt fyrir allt leit út fyrir að
okkar menn myndu sleppa með
1-0 forystu inn í hálfleik. En það
átti ekki að verða. Kári var dæmd-
ur brotlegur rétt utan teigs og frá-
bærlega vel útfærð aukaspyrna
skilaði marki fyrir Kaderábek sem
varð fyrstur til að koma boltanum
fram hjá Hannesi Þór í undan-
keppninni. Hann hafði haldið
markinu hreinu í 315 mínútur.
Heimamenn héldu uppteknum
hætti í síðari hálfleik og enn og
aftur herjuðu þeir á hægri væng-
inn í íslensku vörninni. Það bar
árangur á 61. mínútu er fyrirgjöf
Tékka fór af Jóni Daða og í mark
Íslands. Einkar klaufalegt.
Tékkarnir voru komnir á
bragðið og héldu áfram að sækja
stíft. Strákarnir voru þó næst-
um búnir að svara fyrir sig eftir
markið er Gylfi Þór skaut í stöng
en allt kom fyrir ekki. Tékkar tóku
fótinn af bensíngjöfinni eftir því
sem leið á leikinn og gerðu sitt
skynsamlega. Þrátt fyrir dugnað
og vilja okkar manna gekk illa að
ógna marki Tékkanna sem virt-
ust líklegri til að bæta við ef eitt-
hvað var. Jóhann Berg komst þó
nálægt því að skora seint í leikn-
um en Cech varði frá honum af
stuttu færi.
Eftir magnaða byrjun Íslands í
undankeppni EM 2016 varð klaufa-
legt sjálfsmark strákunum að falli.
Með smá heppni hefði leikurinn
getað þróast á allt annan hátt hefði
Kolbeinn skorað í stöðunni 1-0 en
það verður þó ekki annað sagt en
að sigur vel spilandi Tékka hafi
verið fyllilega sanngjarn.
Það var þó vitað að liðið færi
sennilega aldrei taplaust í gegnum
heila undankeppni og án þess að fá
á sig mark þar að auki. Strákarnir
geta þó mun betur en þeir sýndu
í þessum leik og hafa gert svo oft
áður.
Klaufabárðar í Tékklandi
Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2016 í Plzen í Tékklandi í gærkvöldi
en það var ekki bara klaufalegt sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem varð strákunum að falli í Plzen.
LÍTIÐ GEKK HJÁ STRÁKUNUM OKKAR Rúrik Gíslason tapar hér baráttunni við tvo Tékka í leiknum í Plzen í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Arjen Robben og félagar í hollenska lands-
liðinu fóru loksins í gang í gær í undankeppni EM þegar
þeir unnu 6-0 stórsigur á Lettlandi í Amsterdam. Rob-
ben skoraði tvö frábær mörk í leiknum og lagði einnig
upp fyrsta markið fyrir Robin Van Persie. Guus Hiddink
heldur því áfram með liðið en hann hótaði því að hætta
ef hollenska liðið tæki ekki öll stigin. Tyrkir unnu 3-1
sigur á Kasakstan í hinum leik okkar riðils í gær.
Wales náði markalausu jafntefli á móti Belgíu á úti-
velli en Ísrael, Wales og Kýpur eru þar ofar en stórliðin
Belgía og Bosnía. Ísrael er með fullt hús eftir frábæran
3-0 sigur á tíu Bosníumönnum í gær.
Norðmenn unnu sinn þriðja sigur í fjórum leikjum og
eru aðeins einu stigi á eftir Ítalíu og Króatíu sem gerðu
1-1 jafntefli á San Siró í gær.
Robben og félagar í stuði
FÓTBOLTI „Við náðum okkur aldrei á strik í þessum leik,“ sagði Heimir Hall-
grímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við íþróttadeild 365 eftir 2-1 tapið
gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 í gærkvöldi.
„Við náðum aldrei upp okkar spili, það var aldrei ró og miðjan komst ekkert
inn í leikinn. Við misstum boltann líka alltof auðveldlega. Tékkarnir voru
grimmari, sterkari og undan í fyrsta og annan bolta. Við náðum bara aldrei
takti í leiknum,“ sagði Heimir.
Aðspurður hvort Belgaleikurinn hefði eftir á haft slæm áhrif á undir-
búninginn sagði Heimir: „Það er ekki hægt að kenna Belgaleiknum um þetta.
Tékkarnir yfirspiluðu okkur og við verðum bara að taka hattinn ofan fyrir því.
Við áttum í erfiðleikum með þá allan tímann.“
Theodór Elmar Bjarnason átti í miklum vandræðum í hægri bakverðinum
og var Heimir spurður hvort ekki hefði mátt gera breytingar fyrr.
„Við ætluðum að skipta áður en þeir skoruðu annað markið. Við reyndum
að laga það sem var að taktískt en kannski hefðum við getað gert breytingar
fyrr. Ég veit samt ekki hvort það hefði komið í veg fyrir sigurmarkið.“ - esá
Hefðum getað gert breytingar fyrr
SÚRT Gylfi Þór Sigurðsson leyndi ekki
vonbrigðum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI „Þetta var algjör and-
staða við það sem hefur verið í
gangi hjá okkur í þessari keppni,“
sagði Kári Árnason, miðvörður
íslenska liðsins, við Fréttablaðið
eftir tapið í Plzen í gærkvöldi.
„Það var heildarleysi yfir þessu
hjá okkur. Við vorum slakir í
heildina og það gekk lítið af því
sem við reyndum. Þeir gátu bara
tvöfaldað og þrefaldað á kantana
og voru yfir heildina bara betri
en við í dag,“ sagði Kári sem
reyndi að líta á björtu hliðarnar.
„Það er jákvætt að við sköpum
nóg af færum til að klára þetta en
mörkin sem við fáum á okkur eru
alveg skelfileg.“
Hann viðurkennir að Tékk-
arnir hafi komið þeim á óvart.
„Það kom okkur á óvart hvernig
þeir keyrðu á okkur. Við bjugg-
umst ekki alveg við því að þeir
myndu sækja á svona mörgum
mönnum. Það varð til þess að við
bökkuðum. En annars gekk bara
lítið hjá okkur. Við reyndum að
senda fram á Kolla og Jón Daða
en boltinn kom alltaf aftur.“ - esá
Engan veginn
nógu gott
SLAKIR Kári Árnason var ekki ánægður
með leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPORT
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
eirikur@frettabladid.is
Frá Plzen í Tékklandi
HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON 4
Gat lítið gert í marki Tékka í síðari hálfleik sem braut loksins
ísinn í íslenska markinu. Hannes fékk svo afar klaufalegt sjálfs-
mark á sig í þeim síðari. Átti svo slæmt úthlaup er Kári bjargaði
á línu.
THEÓDÓR ELMAR BJARNASON 2
Tékkar herjuðu á hægri bakvarðastöðuna hjá Íslandi og Elmar
var oft í miklum vandræðum. Gleymdi sér í marki Tékkanna og
kom íslenska liðinu oft í stórhættu. Rétt áður en það átti að
taka hann af velli bjuggu Tékkar til mark á vinstri vængnum.
KÁRI ÁRNASON 5
Fékk dæmda á sig aukaspyrnuna sem bjó til mark Tékka,
þótt það hafi verið fyrir afar litlar sakir. Byrjaði ágætlega en
varð mistækur eftir því sem leið á leikinn. Bjargaði þó á línu
skömmu eftir sjálfsmarkið.
RAGNAR SIGURÐSSON 6
Skoraði frábært mark sem kom Íslandi yfir. Reyndi eins og aðrir
í íslensku vörninni að halda skipulagi en það gekk oft illa gegn
spræku tékknesku liði.
ARI FREYR SKÚLASON 6
Ari komst ágætlega frá sínu í þessum leik. Lokaði sínu svæði
vel og átti stóran þátt í að búa til dauðafærið fyrir Kolbein sem
var næstum búið að koma Íslandi í 2-0 forystu.
BIRKIR BJARNASON 5
Gerði vel í að skapa færið fyrir Kolbein en það kom annars lítið
úr Birki, enda var miðjuspili Íslands oft haldið niðri.
ARON EINAR GUNNARSSON 7
Loksins sáum við Aron Einar taka langt innkast í landsleik á
ný og það skilaði marki í fyrstu tilraun og stangarskoti Gylfa í
því síðara. Fyrirliðinn var gríðarlega duglegur eins og ávallt og
komst ágætlega frá gífurlega krefjandi hlutverki á miðjunni.
GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON 5
Erfiður fyrri hálfleikur þar sem Gylfi var í mikilli varnarvinnu
og náði sjaldan að skapa usla á vallarhelmingi heimamanna.
Negldi boltanum í stöng um miðjan síðari hálfleik en hafði
þess fyrir utan því miður hægt um sig.
EMIL HALLFREÐSSON 4
Það lá mikið á hægri varnarvæng íslenska liðsins og Emil hafði
nóg að gera. Kom því lítið sem ekkert úr sóknarleiknum hægra
megin.
JÓN DAÐI BÖÐVARSSON 4
Virtist gleyma sér í marki Tékkanna undir lok fyrri hálfleiks og
skoraði svo bagalegt sjálfsmark. Þetta var erfiður dagur fyrir
sóknarmanninn unga.
KOLBEINN SIGÞÓRSSON 6
Styrkleiki Kolbeins í loftinu nýttist liðinu vel í fyrri hálfleik. Átti
stóran þátt í marki Ragnars og var vinnusamur þess fyrir utan.
VARAMENN:
RÚRIK GÍSLASON (62. FYRIR EMIL) 5
Náði því miður að bæta litlu við sóknarleik Íslands eftir að
hafa komið inn á.
BIRKIR MÁR SÆVARSSON (62. FYRIR ELMAR) 5
Gerði sitt vel eftir að hann kom inn á, tók engar áhættur og
lokaði svæðinu ágætlega.
JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON (77. FYRIR BIRKI) -
Var afar nálægt því að skora eftir hornspyrnu seint í leiknum
en Petr Cech varði frá honum af stuttu færi.
FRAMMISTAÐA ÍSLENSKA FÓTBOLTALANDSLIÐSINS Á MÓTI TÉKKLANDI Í GÆRKVÖLDI