Fréttablaðið - 18.11.2014, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.11.2014, Blaðsíða 29
NÚ ÞURFIÐ ÞIÐ AÐ BREGÐAST VIÐ! Framtíðarstarfsfólk heilbrigðiskerfisins skorar á stjórnvöld að bregðast við. Það er ykkar ábyrgð að bjarga íslensku heilbrigðiskerfi! „Verða engar röntgen- myndir á Landspítala- num í framtíðinni?“ Linda Björk Bjarnadóttir Geislafræðinemi „Valið stendur á milli tafarlausra endurbóta eða tómra ganga á Landspítalanum í framtíðinni“ Sigþór Jens Jónsson Hjúkrunarfræðinemi „Ég hef þungar áhyggjur af stöðu íslensks heilbrigðis- kerfis.“ Anna Hlín Sverrisdóttir Sjúkraþjálfunarnemi „Eins og staðan er í dag, get ég ekki ímyndað mér Land- spítalann sem minn framtíðarvinnustað.“ Elín Edda Sigurðardóttir Læknisfræðinemi „Hvenær á að leiðrétta langvarandi niðurskurð til heilbrigðiskerfisins?“ Snorri Traustason Lyfjafræðinemi „Verða engar rannsóknarstofur á Landspítalanum í framtíðinni?“ Hjörtur Eyþórsson Lífeindafræðinemi Einungis 9% geislafræðinema geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað.* 82% verknámsnema á Land- spítalanum hafa jákvætt viðhorf til byggingar nýs Landspítala.* Einungis 7% verknámsnema á Landspítalanum hafa jákvætt viðhorf til heilbrigðismála á Íslandi.* Einungis 10% læknisfræðinema geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað.* Einungis 19% verknámsnema á Landspítalanum hafa jákvætt viðhorf til framtíðar íslensks heilbrigðiskerfis.* Einungis 26% lífeindafræðinema geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað.* *skv. niðurstöðum könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs í Stúdentaráði Háskóla Íslands í október 2014

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.