Fréttablaðið - 18.11.2014, Blaðsíða 38
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26
GAF ÚT BARNABÓK Í JAPAN Types of people er styrkt af myndlistarsjóði.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Sýningin fjallar um ljóðræn-
an skáldskap í myndlist og það
eru svolítið pólitískir listamenn
sem sýna þarna. Listamenn
sem komast að einhverjum póli-
tískum sjónarmiðum í gegnum
ljóðrænu,“ segir myndlistarmað-
urinn Sigurður Atli Sigurðsson,
sem heldur til Mílanó í desember
fyrir samsýninguna Subversion
of the Sensible. „Nafnið segir sig
eiginlega sjálft, þú sleppir því
rökræna og þá kemstu kannski
að einhverjum öðrum sannleika.“
Sigurður sýndi á Miðjarðar-
hafstvíæringnum í fyrra en á
sýningunni í Mílanó er úrval níu
listamanna úr þeirri sýningu til
þess að kynna næsta tvíæringinn.
Sigurður undirbýr nú verk sitt
fyrir sýninguna, Types of People.
„Ég gaf út barnabók í Japan um
daginn sem fjallar um týpu sem
ég hef verið að vinna með síðast-
liðið ár í verkum mínum og kall-
ast The Sleeper. Sú týpa passar
vel inn í þessa sýningu því í henni
felst eins konar passíf mótspyrna.
Types of People fjallar um fimm
manngerðir – The Philosopher,
The Loser, The Champion, The
Sleeper og The Dancer.“
Types of People er hluti af
verkefni sem styrkt er af Mynd-
listarsjóði en afrakstur verkefn-
isins verður sýndur í Marseille í
Frakklandi í desember.
- þij
Kynnir Miðjarðarhafs-
tvíæringinn í Mílanó
Sigurður Atli Sigurðsson tekur þátt í sýningu á næst-
unni sem fj allar um ljóðrænan skáldskap í myndlist.
Ég gaf út barnabók
í Japan um daginn sem
fjallar um týpu sem ég
hef verið að vinna með
síðastliðið ár.
„Gullgrafaraþátturinn Yukon Gold
á National Geographic. Konan mín
gerir endalaust grín að mér fyrir
það, en þetta er snilld. Get horft
tímunum saman.“
Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Okkur dettur alltaf alls konar vitleysa í hug,“
segir Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, fyrrver-
andi handboltamaður, sem ásamt bróður sínum,
handboltamanninum Heiðari Þór Aðalsteins-
syni, opnaði tískuvöruverslunina Kasjual í
Smáralind á dögunum, en þeir eru báðir frá
Akureyri.
„Það leiddi nú bara eitt af öðru og við duttum
eiginlega óvart inn í þennan rekstur með Ella
félaga okkar, sem er líka Akureyringur, en hann
er einmitt að selja Sjallann núna,“ segir Sigur-
páll.
Þeir bræður eru báðir búsettir á Akureyri þar
sem þeir reka ísbúðina Joger í Kaupvangi ásamt
því að Heiðar spilar handbolta með liði Akureyr-
ar. „Konan mín er mikið fyrir sunnan og heldur
utan um þetta, en við erum auðvitað alltaf með
annan fótinn þarna,“ bætir Sigurpáll við.
Í Kasjual er að finna fatnað fyrir bæði kynin
og segir Sigurpáll verslunina vera enn í mótun.
„Við erum að vinna í því að fá nokkur flott merki
þarna inn, ásamt því að bjóða upp á ódýrari vöru
líka. Svo eru alltaf eitthvað í gangi hjá okkur og
alltaf einhverjar breytingar í vændum.“ - asi
Handboltabræður frá Akureyri opna fatabúð
Bræðurnir Sigurpáll Árni og Heiðar Þór Aðalsteinssynir hafa opnað saman fatabúð í Smáralind.
BOLTABRÆÐUR Þeir bræður Sigurpáll og Heiðar
búa báðir á Akureyri en reka verslun í Reykjavík.
Það leiddi nú bara eitt af öðru
og við duttum eiginlega óvart inn í
þennan rekstur með Ella félaga.
Í vor urðu kaflaskil í sögu Spaks-
mannsspjara, þegar Vala Torfadótt-
ir hætti hjá fyrirtækinu og Björg
Ingadóttir, hinn eigandinn, keypti
hennar hlut. Aðspurð um breyting-
arnar segir hún þær helst vera á
rekstri.
„Hönnun er alltaf í þróun og
ég sem hönnuður hugsa fyrst og
fremst hvað má betur fara og að
sjálfsögðu hvað er fallegt á við-
skiptavininum, hvað vill hann eiga
og hvað hann vill borga fyrir. Þetta
þarf að ganga upp. Ég er áfram sá
hönnuður og er alltaf að betrum-
bæta. Ef það tekst þá er ég ánægð,“
segir Björg.
Bæði vegna umhverfissjónar-
miða og fyrirspurna ætlar hún að
bjóða viðskiptavinum, sem vilja
skipta út eldri flíkum, að koma
með vissar týpur aftur í sölu. „Í
fyrsta lagi er þetta umhverfissjón-
armið, en fyrirspurnin er líka mikil
eftir því sem er uppselt. Þetta gæti
mögulega verið lausn, ég er bara í
smá vandræðum vegna plássleysis,
annars er ég komin með konseptið,“
segir hún.
„Það eru miklar breytingar í
verslun og markaðssetningu, ekk-
ert eins og var. Þú bíður ekkert við
búðarborðið eftir að fá viðskipta-
vini inn,“ segir hún. Verslunareig-
endur eru að hennar mati aftar-
lega í netverslun og þá aðallega
litlu fyrir tækin. „Ef þú ert að fara
að kaupa einhvern hlut, þá skoðar
þú fyrst á netinu, þótt þú kjósir að
ganga frá kaupum í versluninni.
Netverslanir eru nýju búðarglugg-
arnir,“ segir Björg.
Miðað við strauminn af ferða-
mönnum sem til landsins koma
segir hún verslunina ekki aukast
í samræmi við það. „Ef við erum
ekki að standa okkur í markaðs-
setningunni þá seljum við ferða-
mönnum ekki nógu mikið. Þeir
koma hingað til að skoða náttúruna
og oftar en ekki fljúga þeir með lág-
gjaldaflugfélögum, sem leyfa bara
eina fimmtán kílóa tösku. Við þurf-
um að hugsa þetta nánar og lengra
og útbúa eitthvað sem myndi ýta
undir verslun, til dæmis ef auka-
taskan hjá flugfélögunum væri
markaðssett betur. „Tax-free-task-
an“ gæti þá haft áhrif,“ segir Björg.
Hún segir alla þróun í verslun
og markaðssetningu svo hraða, við
getum gert miklu betur. „Íslending-
ar versla mikið í fríum erlendis, við
verðum að ná ferðamönnum þegar
þeir eru hér í fríum. Við erum bara
svo ánægð yfir að einhver vilji
koma og heimsækja landið, en við
verðum að velja hver útkoman á að
vera.“ adda@frettabladid.is
Þarf að gera Ísland
að verslunarlandi
Björg Ingadóttir hjá Spaksmannsspjörum rekur verslunina nú ein. Hún vill að
Ísland verði markaðssett sem verslunarland til að fá meira út úr ferðamennsku.
GETUM GERT
BETUR Björg segir
okkur Íslendinga
geta gert mun
betur í að fá
erlenda gesti í
verslanir okkar.
MYND/GEIR ÓLAFSSON
Þeir koma hingað til
að skoða náttúruna og
oftar en ekki fljúga þeir
með lággjaldaflugfélög-
um, sem leyfa bara eina
fimmtán kílóa tösku.