Fréttablaðið - 18.11.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.11.2014, Blaðsíða 10
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ÁNAUÐ Nærri 36 milljónir manna eru enn hnepptir í þræl- dóm, eða um hálft prósent af íbúum jarðar. Þetta fullyrða samtökin Walk Free, sem berj- ast gegn þrælahaldi og hafa sent frá sér skýrslu þar sem reynt er að leggja mat á umfang vand- ans. Með þrælahaldi er þarna átt við hvers kyns ánauð svo sem mansal, nauðungarvinnu, skuldafangelsi, nauðungarhjóna- bönd og aðra kynferðisnauðung. Verst er ástandið í Máritaníu, ef miðað er við höfðatölu, en þar teljast fjögur prósent íbúa lifa við þrældóm, eða ríflega 155 þúsund manns. Pakistan kemur þar á eftir og svo Haítí. Flestir eru hins vegar ánauð- ugir í Indlandi, eða rúmlega fjórtán milljónir manna, sem þó er lægra hlutfall en í Máritaníu. Næstflestir eru í Kína, en ríf- lega sextíu prósent ánauðugra búa í sex löndum heims: Ind- landi, Kína, Pakistan, Úsbekist- an og Rússlandi. Ríflega hálf milljón manna telst búa við þrældóm í Evrópu- ríkjum. Alls náði rannsóknin til 167 landa, og kom þá í ljós að ekk- ert þessara landa reyndist vera alveg laust við þrælahald í nútímaskilningi þess orðs. Ástandið er einna skást á Íslandi og Írlandi, þar sem 0,007 prósent íbúanna teljast búa við þrælahald. - gb Tugmilljónir í ánauð Þrælahald í ýmsum myndum er stundað í öllum löndum heims. Samkvæmt nýrri skýrslu er talið að um 36 milljónir manna búi enn þann dag í dag við ánauð. Í skýrslu samtakanna kemur fram að ekkert landanna 167 er alveg laust við þrælahald. Skást er ástandið þó á Íslandi og Írlandi, en skýrsluhöfundar segja líklegt að 0,007 prósent íbúafjölda þessara landa séu þrælar. Samkvæmt því eru um það bil 23 þrælar á Íslandi en 300 á Írlandi. Þetta mat er byggt á upplýsingum úr ýmsum áttum, en varðandi Evrópu- lönd almennt er vísað sérstaklega í grein úr tímaritinu Human Rights Quarterly frá árinu 2013. Þegar sú grein er skoðuð kemur í ljós að teknar eru tölur úr rannsókn á fjölda fórnarlamba mansals úr nokkrum Evrópulöndum, og þær tölur eru svo notaðar til grundvallar sambærilegum tölum fyrir önnur Evrópulönd. Þessar áætluðu tölur eru svo bornar saman við vitneskju úr opinberum skýrslum og fréttir af fórnarlömbum mansals í einstökum löndum Evrópu. Varðandi Ísland sérstaklega er þar vísað í grein á fréttavef Iceland Review árið 2012, en í þeirri grein er aftur á móti vísað í forsíðugrein Fréttablaðsins frá 26. október 2012. Þar er rætt við Margréti Steinarsdóttur, framkvæmda- stýru Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem sagði átta fórnarlömb mansals hafa leitað til skrifstofunnar það sem af var því ári, en alls hefði hún á átta ára tímabili þar á undan rætt við meira en hundrað einstaklinga sem falla undir skilgreininguna. 23 þrælar á Íslandi VERST ER ÁSTANDIÐ Í MÁRITANÍU Stuðningsfólk forsetafram- bjóðandans Biram Dah Abeid í Márit- aníu í sumar. Hann hefur lengi barist gegn þræla- haldi, en tapaði í kosningunum fyrir Mohamed Ould Abdel Aziz, sem hefur verið forseti síðan 2009. NORDICPHOTOS/AFP Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.