Gerðir kirkjuþings - 1960, Blaðsíða 7

Gerðir kirkjuþings - 1960, Blaðsíða 7
2. Kirkjuþinq 8. mál. Frumvarp um kirkjuorganleikara oq söngkennslu í barna- oq unqlingaskólum utan kaupstaða. Flm.: Jónas Tómasson og biskup. l.gr. 1 hverju prestakalli utan kaupstaða skal starfa einn kirkjuorgan- leikari, er annist um kirkjusöng og hafi á hendi eftir því, sem við verður komið söngkennslu í barna- og unglingaskólum byggðar- lagsins. 2c gr« Starfstími organleikara skiptist milii kirknanna og skólanna, eftir því sem ákveðið er í erindisbréfi, en það semja biskup og fræðslu- málastjóri. 3. gr. Ef heppilegra þykir í einhverju byggðarlagi að hafa tvo organ- leikara, skal það leyft að fengnu samþykki biskups og fræðslumála- stjóra. Skulu organleikararnir þá skipta með sér verkum samkvæmt erindisbréfi og nýtur hálfra launa hvor þeirra, nema öðruvísi sé um samið. 4. gr. Hverjum organleikara skulu greidd laun ur ríkissjóði með hliðsjón af launakjörum kennara við barna- eða unglingaskóla. 5. gr. Lausar organleikarastöður skulu auglýstar í Lögbirtingarblaðinu. LFmsóknir séu stílaðar til kirkjumálaráðuneytisins, en sendar aðilum til umsagnar, eftir nánari ákvæðum í reglugerð. Umsækjendur með fullnaðarprófi frá Söngskóla þjóðkirkjunnar og Kennaradeild Tónlistar- skólans ganga fyrir öðrum, nema menntun og hæfni annarra umsækjenda sé óumdeilanlega jöfn eða meiri en hinna.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.