Gerðir kirkjuþings - 01.12.1958, Blaðsíða 4

Gerðir kirkjuþings - 01.12.1958, Blaðsíða 4
4 30. gr. Á eftir 1. nálsl. 1. málsgr. komi nýr málsl.s "Tekjur sjóðsins eru 5ý° af innkomnum kirkjugarðsgjöldum; nú hrökkva eigi tekjur Kirkjugarðasjóðs fyrir nauðsynlegum gjöldum, og er þá skipulagsnefnd kirkna og kirkjugarða heim- ilt með samþykki kirkjumálaráðuneytisins að hækka hundraðs- gjaldið fyrir eitt ár í senn í allt að 870". Síðasti málsl. 1. málsgr. falli burtu. Við niðurlag 2. málsgr. bætist: "ef skipulagsnefnd kirkna og kirkjugarða telur ástæðu til. Á eftir 2. málsgr. komi ný málsgr.: Skylt er kirkjugarðs- stjórnum að vinna að því í samráði við umsjónarmann kirkju- garða og skipulagsnefnd kirkna og kirkjugarða, að á staði þessa verði sett minnismerki svo fljótt, sem við verður komið. G-erð minnismerkja ákveður skipulagsnefndin, en kostnaður umfram styrk greiðjst af fé sóknarkirkjugarðsins, ef eigi næst samkomu- lag um annað, sbr. þó niðurlagsorð 32. gr." 35« gr. 1 upptalningu 3« málsgr. bætist 4. liður, er hljóði svo: "Ennfremur skal upptaka líks heimil samkvæmt dómsúr- skurði". Á eftir 35« gr. komi ný grein: "36. gr. Skipulagsnefnd kirkna og kirkjugarða ræður umsjónarmann kirkju^arða og setur honum starfsreglur, og skal hann jafnan vera serfróður um gerð og skipulag kirkjugarða. Laun hans greiðast úr Kirkjugarðasjóði og eru þau ákveðin í reglugerð". 36. gr. verður þá 37« og breytist því greinatal eftirfarandi greina í samræmi við það. í 39. gr. breytist "500" í "5000". III. Tillaga til þingsályktunar um kostnað við bygging kirkjuhúsa hjóðkirkjunnar~. Lögð fram af Gísla Sveinssyni. Allsherjarnefnd þingsins, þeir Gísli Sveinsson, Þorgeir jóns- son, Sigurður Pálsson, jón ólafsson og Sigurour Gunnarsson, lagði til að tillagan yrði samþykkt óbreytt, og féllst þingið á það og afgreiddi hana með samhljóða atkvæðum. En tillagan var á þessa leið: Kirkjuþingið ályktar að skora á Alþingi að lögleiða frumvarp það um kirkjubyggingar og þátttöku ríkissjóðs í stofnkostnaði kirkjuhúsa, sem áður hefir verið borið fram á þingi, síðast 1946, þar sem ákveðið er, að ríkissjóður beri 3/4 hluta stofn- kostnaðar, en söfnuðir að öðrum hluta ásamt viðhaldskostnaði kirknanna. Telur Kirkjuþingið æskilegast og eðlilegast, að ríkisstjórnin annist um flutning þessa máls á Alþingi, en ella verði bað flutt úr hópi þingmanna, enda myndi málið, ef framgang hlyti, leysa til hlítar hinn mikla vanda um kirkju- byggingar í þjóðkirkju landsins.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.