Gerðir kirkjuþings - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Gerðir kirkjuþings - 01.12.1958, Blaðsíða 6
6 Þar eð málið, sem í sjálfu sér er mikilvægt, þykir ekki nogu vel undirbúið til afgreiðslu um sinn, vill nefndin beina því til herra biskupsins, að hann haldi áfram undirbúningi þess til næsta Kirkjuþings, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. VII. Áskorun um fjárveitingu til eflingar kristilegrar og kirk;ju- legrar starfsemi, frá biskupi: Kirkjuþing íslenzku þjóðkirkjunnar skorar á Alþingi að taka upp á fjárlög árlega fjárveitingu til eflingar kristilegrar og kirkjulegrar starfsemi á vegum þjoðkirkjunnar kr. 100.000,-. Greinargerð, er fylgdi, var svo hljóðandi: Það er brýn nauðsyn, að kirk.jan hafi jafnan nokkurt fé hand- bært, er hún geti varið til eflingar kristni og kirkjulífs í landinu. Má í því sambandi meðal annars nefnas 1. Fyrirlestra- og skólaheimsóknir. Æskilegt er, að kirkjan geti sent menn, einn eða fleiri til fyrirlestrahalds um andleg mál, bæði í skóla landsins og til safnaðanna. 2. lítgáfustarf semi. Nauðsyn er á, að gefa út sérprentanir af ýmsum lögum og reglugerðum, er varða störf presta og sóknarnefnda, leið- beiningar til presta um sunnudagaskólahald og æskulýðs- starfsemi og ýms nauðsynleg hjálpargögn við þá starfsemi. Ennfremur gæti verið vel til fallið, að kirkjan gæfi við og við út úrvals erindi um andleg mál til útbýtingar meðal safnaða og presta, svo sem mjög tíðkast víða erlendis. 3. Æskulýðsfélög og unglingastarf. Brýn þörf er á því að efla þá starfsemi í söfnuðum lands- ins, bæði með því að senda erindreka til þess að aðstoða presta í því að koma slíku starfi á fót og eins með hinu að veita þess háttar félögum nokkurn starfsstyrk í hlut- falli viö framlög safnaöanna sjálfra. Mörg önnur verkefni liggja fyrir og ný skapast eftir því sem stundir líða. Kirkjan hefur þegar gengizt fyrir sumarnámskeiðum á Löngumýri í Skagafirði og mótum fyrir fermingarbcrn víðsvegar um lanaið. Hefur hún til þess notið styrks á fjárlögum, sem væntanlega mun haldast framvegis, enda þeim styrk öllum verið varið til þessa starfs eingöngu. Málinu var vísað til kirkjumálanefndar, er mælti með því ein- róma. En þingið samþykkti í einu hljóði.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.