Gerðir kirkjuþings - 01.12.1958, Blaðsíða 7

Gerðir kirkjuþings - 01.12.1958, Blaðsíða 7
7 VIII. Tillaga til þingsályktunar um breytt fyrirkomulag á greiðslum fyrir aukaverk presta, flutt af Steingrími Benediktssyni og Sigurði Gunnarssyni. Kirkjuþingið ályktar að beina til Alþingis tilmælum um, að úr gildi verði numin heimild presta til að taka sérstakar greiðslur fyrir svo nefnd "aukaverk", önnur en umbeðnar ræður við jaröarfarir og hjonavígslur. Hinsvegar heimili löggjafarvaldið hækkun á soknargjöldum um kr. 5,00 á hvern safnaðarmeðlim, að viðbættri vísitölu, og greiði fjárhaldsmaður safnaðar það til hlutaðeigandi soknar- prests. Þar, sem tveir prestar þjona sama söfnuði, skiptist greiðslan jafnt á milli þeirra. Greinargerð. Aukatekjur presta hljóta að vera mjög misjafnar eftir tölu safnaðarmeðlima, en með núgildandi fyrirkomulagi á innheimtu þeirra skapast önnur misskipting, sem hvorki er nauðsynleg eða æskileg, og veldur oft, manna á milli, samanburði, sem einatt hlýtur að vera ósanngjarn og ranglátur. Söfnuðurinn er, samkvæmt eðli sínu, fjölslcylda, þar sem eðli- legt er að vænta þess að einstaklingarnir beri hver annars byrði með gleði. Málið varð ekki útrætt. IX. Tillaga til þingsályktunar um starfssjóð hinnar evangelisk- lútersku kirkju á Islandi, flutt af Steingrími Eenediktssýni og Sigurði Gunnarssyni. Kirkjuþingið ályktar að beina til Alþingis tilmælum um heim- ild til að hækka sóknargjöldin um kr. 5 á hvern gjaldskyldan safnaðarmeðlim að viðbættri vísitölu. Fé það, sem þannig kemur inn, skal renna í sérstakan sjóð, sem kirkjuráð ber ábyrgð á og veitir fé úr. Hlutverk sjóðsins skal vera að styðja sérhvað það, sem verða má til uppörvunar, fræðslu og uppbyggingar í kristilegu starfi. Svofelld greinargerð fylgdi. Þörfin á stórauknu starfi kristinnar kirkju er augljós og að- kallandi. Hitt er jafn augljóst, að til þess að kirkjan geti gegnt hlutverki sínu, þarf hún að hafa nokkur fjárráð umfram það, sem henni er að lögum veitt af ríkinu. Eðlilegast er, að þessa fjár sé aflað innan safnaðanna og sé þannig kirkjunnar ótvíræð eign. Pyrsta og aðalverkefni þessa sjóðs hlýtur að beinast að aukinni kristilegri fræðslu og uppbyggingu í ræðu og riti, einkum með auknu starfi sunnudaga- skóla og kristilegra æskulýðsfélaga.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.