Gerðir kirkjuþings - 1964, Qupperneq 2
Kirkjuþing var háð í Reykjavík dagana 25. október til
6. nóvember þ.á. Lögum samkvæmt á Kirkjuþing að koma saman
annað hvort ár og var þetta hið fjórða í röðinni og hið fyrsta
á nýju kjörtímabili.
Þingið hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sunnudaginn
25. október kl. 17. Þar predikaði síra Sigurður Pálsson, Selfos
en síra óskar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur, þjónaði fyrir aít
Næsta dag kl. 10 var þingsetning í samkomusal Neskirkju.
Hófst athöfnin með söng og bænagjörð, síðan flutti forseti þings
ins, Sigurbjörn Einarsson, biskup, ræðu, og kirkjumálaráðherra=
Jóhann Hafstein, ávarpaði þingið. Þá var kosin kjörbrefanefnd.
Hana skipa: Steingrímur Benediktsson, Þórarinn Þórarinsson,
sr. Sigurður Pálsson, sr. Sigurður Guðmundsson og sr. Þorgrímur
V. Sigurðsson.
Á öðrum fundi, kl. 14 sama dag, skilaði kjörbrefanefnd
áliti. Þá voru kosnir fyrsti og annar varaforseti og skrifarar.
Því næst voru kjörnar fastanefndir og loks flutti biskup skýrslu
um störf kirkjuráðs milli þinga.
Fyrsti varaforseti var kosinn Þórarinn Þórarinsson, skóla
stjóri, annar varaforseti sr. Gunnar Árnason. Skrifarar voru
kosnir þeir sr. Þorgrímur V. Sigurðsson, prófastur, og Sigurjón
Jóhannesson, skólastjóri.
Kosnar voru þrjár fastanefndir, löggjafarnefnd, allsherja
nefnd I og allsherjarnefnd II.
í löggjafarnefnd voru þessir menn:
Friðjón Þórðarson, sýslumaður, sr. Gunnar Árnason,
Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, sr. Þorbergur Kristjánsson og
sr. Þorsteinn B. Gíslason, prófastur.