Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 3

Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 3
í allsherjarnefnd I voru þessir: Sr. Björn Magnússon, prófessor, frú Jósefína Helgadóttir, sr. Sigurður Guðmundsson, prófastur, sr. Sigurður Pálsson og Sigurjón Johannesson, skólastjóri. í allsherjarnefnd II voru þessir: Frú Pálína Pálsdóttir, Steingrímur Benediktsson, skóla- stjóri, Þórður Möller, yfirlæknir, sr. Þorgrímur V. Sigurðsson, prófastur, og sr. Þorleifur Kristmundsson. Fundir voru í samkomusal Neskirkju. Fyrstu dagana hófust þeir kl. 10 árdegis en eftir að mál voru komin til nefnda byrjuðu þingfundir að jafnaði kl. 13,30. Tvær umræður voru um hvert mál, svo sem þingsköp ákveða, og var málum vísað til nefnda eftir fyrr umræðu. Alls komust 18 mál á dagskrá þingsins og voru 16 þeirra afgreidd, en 2 tillögur voru teknar aftur af flutningsmönnum. Kosið var í kirkjuráð og voru endurkjörnir sömu aðalmenn og þeir, er voru í ráðinu síðasta kjörtímabil, en þeir eru: Sr. Þorgrímur V. Sigurðsson, prófastur, sr. Jón Þorvarðarson, Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, Páll V. G. Kolka, læknir. Varamenn voru kosnir: Sr. Þorbergur Kristjánsson, sr. Sigurður Pálsson, Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari, Friðjón Þórðarson, sýslumaður Hér fer á eftir yfirlit yfir gerðir þingsins og eru málin tekin í þeirri röð, sem þau komu á dagskra.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.