Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 5

Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 5
4. Kirkjuþinq 1 • mál IV. gr. Tekjur kristnisjóðs eru: 1. Árlegt framlag úr ríkissjóði, er samsvari opinberum kostnaði af prestaköllum, sem lögð kunna að verða niður við endurskoðun á prestakallaskipun landsins. Skal miða við full prestslaun, eins og þau eru á hverjum tíma, svo og við áætlaðan, opinberan kostnað af prestssetri. 2. Allar vaxtatekjur kirkjujarðasjóðs, enda verði hann sameinaður kristnisjóði, svo og andvirði kirkjujarða, sem seldar verða hér eftir. 3. Önnur framlög, sem ákveðin kunna að verða með lögum. 4. Frjáls framlög safnaða, einstaklinga og fyrirtækja. V. gr. Kirkjuþing geri tillögu um, hver þeirra prestakalla, sem nú eru lögfest, skuli sameinuð öðrum, enda verði það í lögum bundið, að jafnan, þegar rátt þykir sakir breyttra aðstæðna að leggja niður prestakall eða lögmælt kirkjulegt embætti, skuli upphæð sú, er við það sparast árlega lögð til kristni- sjóðs skv. IV. gr. 1. Nú er prestakall lagt niður sakir mannfækkunar og íbúum fjölgar aftur og skal það lögfest að nýju, er tala íbúa og aðrar aðstæður gera það eðlilegt. Erfiðleikauppbót skal greiða af fe því, sem veitt er vegna embættiskostnaðar sóknarpresta eða samkvæmt reikningi, sem kirkjumálaráðuneytið úrskurðar, til þjónustu þeirra presta- kalla, sem að mati kirkjustjórnar verða sórstaklega erfið sakir sameiningar. VI. Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju hefur á hendi umsjá og stjórn kristnisjóðs og ber ábyrgð fyrir Kirkjuþingi á stjórn hans. Skal kirkjuráð semja starfsáætlun fyrir sjóðinn og leggja hana, ásamt endurskoðuðum reikningi hans, fyrir hvert reglulegt Kirkjuþing til fuilnaðarákvörðunar og semþykktar.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.