Gerðir kirkjuþings - 1964, Page 6
Málinu var vísað til löggjafarnefndar og gerði hún
eftirtaldar breytingartillögur:
II.gr. 1, niðurlag: Kandidötum skulu goldin laun skv.
19. flokki kjaradóms.
II.gr. 2, síðasta setning: í stað "skipaðir" komi "ráðnir".
II.gr. 4: Veita styrki fátækum söfnuðum, styðja námsmenn og
ýmislega starfsemi kirkjunnar, svo sem útgáfu kristilegra
rita og hjálpargagna í safnaðarstarfi og önnur brýn verkefni.
IV. gr. 2: Á eftir "andvirði kirkjujarða", komi "annarra en
pre stssetursj arða".
V. qr. l.málsl. falli niður, en í staðinn komi viðbót svo-
hljóðandj: Jafnframt er þeirri áskorun beint til biskups og
kirkjuráðs að leggja ríka áherzlu á að hafin verði nú þegar
endurskoðun á prestakallaskipun landsins, ehda verði það í
lÖgum bundið, að jafnan þegar rétt þykir sakir breyttra aðstæðna
að leggja niður prestakall eða lögmælt kirkjulegt embætti, skuli
upphæð sú, er við það sparast árlega, lögð til Kristnisjóðs
skv. IV.gr. 1.
Voru þessar breytingartillögur ekki gerðar að ágreiningi,
er málið kom úr nefnd og til 2. umræðu. Ályktunin svo breytt
var samþykkt með atkvæði allra þingmanna.