Gerðir kirkjuþings - 1964, Page 9

Gerðir kirkjuþings - 1964, Page 9
4. Kirkjuþinq 3. mál 6. qr. Kosningin gildir fyrir 6 ár. Á fyrsta aðalsafnaðar- fundi eftir að lög þessi öðlast gildi, skal kjósa sóknarnef'ndir eftir þeim í öllum sóknum. Að 3 árum liðnum skal helmingur kjörinna nefndarmanna, svo og varamanna, ganga úr nefndinni samkvæmt hlutkesti, en hinn hlutinn að 6 árum liðnum. Samkvæmt þessu fara síðan ávalt hinar tvær deildir nefndarmanna frá þriðja hvert ar a vixl. Málinu var vísað til allsherjarnefndar II, er gerði nokkrar breytingartillögur. Voru þær samþykktar af flm. og frv. afgreitt í þessu formi með samhljóða atkvæðum: 2. qr. 3. málsl. orðist svo: Sóknarprestur og safnaðarfulltrúi skulu starfa með sóknarnefnd og sitja fundi hennar. Fundur er lögmætur, ef 2/3 sókanarnefndarmanna sitja hann, enda hafi hann verið boðaður með nægilegum fyrirvara. Sóknarnefnd kýs sér oddvita úr sínum hópi og skiptir að öðru leyti með ser verkum. Oddviti boðar fundi og stýrir þeim. 4. qr. Sóknarnefndarmenn eru 3 í sóknum, sem færri hafa sóknar- menn en 500, ella 5, unz tala sóknarmanna er 1000 eða fleiri, þá skal kjósa tvo menn í viðbót í sóknarnefnd fyrir hver full tvö þúsund sóknarmanna sem við bætast. Þó skulu aldrei fleirí £ sóknarnefnd en 11 alls. Kjósa skal jafnmarga varamenn.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.