Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 16

Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 16
4. Kirkjuþinq 9. mál Tillaga til þinqsályktunar. Flm. Páll Kolka, kirkjuráðsmaður. Kirkjuþing telur brýna nauðsyn á rannsókn þess, með hvaða hætti er hægt að auka útgáfustarfsemi kirkjunnar, svo að rödd hennar nái til alls almennings með aðstoð hins ritaða orðs betur en verið hefur. Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar II og var álit hennar á þessa leið : Nefndin er sammála flutningsmanni um nauðsyn hins ritaða orðs, en telur rett að um það sé fjallað í sambandi við 7. mál þessa þings, þar sem eðlilegast er að líta á fræðslu- og útbreiðslu- starfsemi kirkjunnar sem eina heild, hvaða tækjum sem beitt er. Tillagan var samþykkt óbreytt, en hins vegar var felld (með 7: 5 atkv.) tillaga frá flutningsmanni um að kjósa nefnd til þess að gera þá rannsókn, sem hún gerir ráð fyrir.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.