Gerðir kirkjuþings - 1964, Qupperneq 17

Gerðir kirkjuþings - 1964, Qupperneq 17
4. Kirkjuþinq 10 mál Tillaga til þingsályktunar. Flmo sr. Sigurður Pálsson. Um fyrningarsjoð. Kirkjuþing leggur til að sóknarkirkjum se gert skylt að leggja ákveðinn hluta tekna sinna í fyrningarsjóð. Þeim sjóði skal að- eins varið til meiriháttar aðgerða á kirkjunni eða endurbyggingar með samþykki sjóðsstjórnar. Stjórn sjóðsins sé í höndum biskups og tveggja manna, sem kirkjuráð kýs. Stjórn sjóðsins má og fela yfirumsjón með viðhaldi kirkna fyrir milligöngu prófasta. Málinu var vísað til allsherjarnefndar I og lagði hún til, að tillagan væri orðuð þannig: Kirkjuþing leggur til að sóknarkirkjum só gert skylt að leggja ákveðinn hluta tekna sinna í fyrningarsjóð. Fyrningarsjóður se ávaxtaður í Hinum almenna kirkjusjóði íslands og lúta sömu stjórn og starfsreglum, eftir því sem við á. Fyrningarsjóði skal aðeins varið til meiri háttar aðgerða á kirkjum eða til endurbygginga með samþykki sjóðsstjórnar. Stjórn sjóðsins má og fela yfir- umsjón með viðhaldi kirkna fyrir milligöngu prófasts. Svohljóðandi viðbótartillaga kom frá Sigurjóni Jóhannessyni: Jafnframt beinir þingið þeirri áskorun til sóknarnefnda, að þær geri það, sem í þeirra valdi stendur til þess að við halda kirkjum sínum sem bezt og neyti í því efni heimildar um hámark sóknar- gjalda. Var viðbótartillaga þessi samþykkt og ályktunin síðan.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.