Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 18

Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 18
4. Kirkjuþing 11. mál Tillaqa til þingsályktunar♦ Flm. sr. Sigurður Pálsson. Um varðveizlu oq ráðstöfun kirkjuqripa. Kirkjuþing felur kirkjuráði, að setja reglur um varðveizlu og ráðstöfun kirkjugripa með það fyrir augum að gripir kirkna séu örugglega varðveittir og að sóknarnefndir eða kirkjuhaldari geti ekki ráðstafað þeim án samþykkis safnaðar og kirkjustjornar eða þess fulltrúa sem hún kann að fela þau mál. Sóknarnefndum se einnig gert að skyldu að halda tæmandi skrá um alla þá muni sem í kirkjunni eru,bæði þá, sem nothæfir eru,og aflóga og gera grein fyrir tilkomu þeirra svo sem unnt er. Þar séu jafnóðum skráðir nýir munir og gerð grein fyrir þeim, sem hverfa úr eigu kirkjunn- ar. Þessi skrá nái einnig til bóka kirkjunnar. Allsherjarnefnd II fjallaði um málið og lagði til, að tillagan væri samþykkt að viðbættu þessu niðurlagi: Einnig felur þingið kirkjuráði að gefa bendingar um meðferð aflagðra kirkna. Þannig breytt var ályktunin samþykkt.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.