Gerðir kirkjuþings - 1964, Page 19

Gerðir kirkjuþings - 1964, Page 19
4. Kixkjuþing 12. mál Frumvarp til laqa um biskupa íslenzku þjóðkirkjunnar. 1 • gr. Þrír skulu vera biskupar íslenzku Jijóðkirkjunnar. Reykjavíkur- biskup, Skálholtsbiskup og Hólabiskup. Hefur Reykjavíkurbiskup aðsetur í Reykjavík, Skálholtsbiskup í Skálholti í Biskupstung- um, Hólabiskup á Hólum í Hjaltadal. 2. gr. Reykjavíkurbiskupsdæmi nær yfir Reykjavíkurprófastsdæmi og Kjalarnessprófastsdæmi• Hólabiskupsdæmi yfir Hólabiskupsdæmi hið forna og auk þess yfir Mulaprófastsdæmin bæði. Skálholts- biskupsdsemi yfir aðra landshluta. 3. gr. Forseti íslands veitir biskupsdæmi að undangenginni kosningu. Er Reykjavíkurbiskup kosinn af Skálholts- og Hólabiskupum, þjónandi próföstum og prestum biskupsdæmisins, og kennurum við Guðfræðideild Háskólans, en Skálholtsbiskup og Hólabiskup eru valdir af þjónandi próföstum og prestum hvors biskupsdæmis. Sá er rett kjörinn, sem hlýtur flest atkvæði: Kjörgengir eru allir, sem rett hafa til prestsembættis í þjóðkirkjunni, án tillits til búsetu. Nánar skal fyrirmælt um kosninguna í reglugerð. 4. gr. Reykjavíkurbiskup er fulltrúi þjóðkirkjunnar út á við. Hann er forseti Kirkjuþings og kirkjuráðs, en hinir biskuparnir eru sjálfkjörnir til hvors tveggja.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.