Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 19

Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 19
4. Kixkjuþing 12. mál Frumvarp til laqa um biskupa íslenzku þjóðkirkjunnar. 1 • gr. Þrír skulu vera biskupar íslenzku Jijóðkirkjunnar. Reykjavíkur- biskup, Skálholtsbiskup og Hólabiskup. Hefur Reykjavíkurbiskup aðsetur í Reykjavík, Skálholtsbiskup í Skálholti í Biskupstung- um, Hólabiskup á Hólum í Hjaltadal. 2. gr. Reykjavíkurbiskupsdæmi nær yfir Reykjavíkurprófastsdæmi og Kjalarnessprófastsdæmi• Hólabiskupsdæmi yfir Hólabiskupsdæmi hið forna og auk þess yfir Mulaprófastsdæmin bæði. Skálholts- biskupsdsemi yfir aðra landshluta. 3. gr. Forseti íslands veitir biskupsdæmi að undangenginni kosningu. Er Reykjavíkurbiskup kosinn af Skálholts- og Hólabiskupum, þjónandi próföstum og prestum biskupsdæmisins, og kennurum við Guðfræðideild Háskólans, en Skálholtsbiskup og Hólabiskup eru valdir af þjónandi próföstum og prestum hvors biskupsdæmis. Sá er rett kjörinn, sem hlýtur flest atkvæði: Kjörgengir eru allir, sem rett hafa til prestsembættis í þjóðkirkjunni, án tillits til búsetu. Nánar skal fyrirmælt um kosninguna í reglugerð. 4. gr. Reykjavíkurbiskup er fulltrúi þjóðkirkjunnar út á við. Hann er forseti Kirkjuþings og kirkjuráðs, en hinir biskuparnir eru sjálfkjörnir til hvors tveggja.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.