Gerðir kirkjuþings - 1964, Page 30
4. Kirkjuþing
18i mál
Tillaqa til þinqsályktunar
um æskulýðsfelög■
Flm. Jósefína Helgadóttir-
Kirkjuþingið ályktar að vinna beri að því, að stofnuð verði
æskulýðsfelög þjóðkirkjunnar í öllum söfnuðum landsins.
Prestar hafi forgöngu um stofnun felaganna, hver í sínum söfnuði,
og verði aðalleiðbeinendur þeirra, en fái aðra áhugasama menn til
liðs við sig að þeim verkefnum. Það sé markmið felaganna að
fá ungmennin til þátttöku í guðsþjónustum og kirkjulegu starfi,
en jafnframt að fegra og bæta skemmtanalífið, með því að halda
hollar og áfengislausar skemmtisamkomur ungra manna, og beina
hugum þeirra að göfugum viðfangsefnum til heilla fyrir land og
þjóð .
Málinu var vísað til allsherjarnefndar I. Álit hennar var
á þessa leið :
Nefndin er sammála um eftir nánari athugun tillögunnar, að
fyrri hluti hennar orðist þannig:
Kirkjuþing fagnar aukinni æskulýðsstarfsemi kirkjunnar
á undanförnum árum, og telur nauðsynlegt, að só starf-
semi nái til allra æskumanna landsins, og hafi prestar
og æskulýðsleiðtogar kirkjunnar nána samvinnu um þetta.
Markmiðið só m.a. að fá ungmennin o.s.frv. óbreytt niður-
lag tillögunnar.
í samræmi við þetta breytist fyrirsögn tillögunnar svo,
að í stað æskulýðsfelög komi: æskulýðsstarfsemi.
1
Þannig breytt var ályktunin samþykkt.