Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2012, Page 2

Víkurfréttir - 22.11.2012, Page 2
fimmtudagurinn 22. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 FRÉTTIR VIKUNNAR n Menningarverðlaun Reykjanesbæjar: KJARNORKU- ÁRÁSIRNAR Í DUUSHÚSUM Áhrifamikil fræðslu- og ljósmyndasýning í Bíósal um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki árið 1945, og margvíslegar afleiðingar þeirra. Sýningin stendur til 16. desember. Athugið að myndefni getur vakið óhug. Opið kl. 12:00 - 17:00 virka daga og 13:00 - 17:00 helgar. Aðgangur ókeypis. MINNUM Á LESSALINN Lessalur Bókasafns Reykjanesbæjar er opinn virka daga kl. 08:00 - 19:00 og laugardaga kl. 10:00 - 16:00 yfir veturinn. Lessalurinn er kjörinn fyrir námsfólk og þá sem vilja lesa í næði. ÍTFR Á FACEBOOK Opnuð hefur verið ný upplýsingasíða á Facebook undir nafninu Íþróttir- Tómstundir- og Forvarnir í Reykjanesbæ. Hvetjum bæjarbúa og aðra þá sem láta sér annt um málefnið að ,,læka" síðuna og fylgjast með jákvæðum fréttum af málaflokkunum. Kær kveðja Ungmennaráð Reykjanesbæjar NESVELLIR Léttur föstudagur, kl 14:00 Tískusýning Kaffihúsið opið Allir hjartanlega velkomnir Menning Kynntu þér málið betur www.langbest.is Matseðillinn er á fimmtudaginn 22. nóvember 11:30 - 13:30 - 1990kr 17:00 - 21:00 - 2490kr börn 12 ára og yngri - 995kr Ásbrú Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2012, fór fram við hátíðlega athöfn í Listasal Duushúsa föstudaginn 16. nóv. sl. kl. 17.00. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningarmálum í bæjarfélaginu og var þetta í sextánda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni fékk Kór Keflavíkurkirkju Súluna fyrir framlag sitt til eflingar tónlistarlífs í Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af keflvísku listakonunni Elísabetu Ásberg og má þar sjá súluna, fuglinn úr bæjarmerki Reykjanesbæjar, gerða úr silfri. Við sama tækifæri var fyrirtækjum og félagahópum sem styrktu Ljósanóttina, menningar- og fjölskylduhá- tíð Reykjanesbæjar, þökkuð aðstoðin. Ítarlega er fjallað um Súluna og viðurkenn- ingar vegna Ljósanætur á vef Víkurfrétta, vf.is. Kór Keflavíkurkirkju hlaut Súluna 2012 Þekkingarsetur má finna víða um landið en megin mark- mið þeirra er að stuðla að auknu samstarfi og samþættingu mennt- unar, rannsókna, fræðastarfs og atvinnuþróunar. Jafnframt að þróa námsleiðir og námskeið á háskólastigi í samstarfi við há- skóla og aðrar menntastofnanir, sem og önnur þekkingarsetur. Í apríl síðastliðnum fengum við Suðurnesjamenn okkar eigið þekk- ingarsetur þegar Þekkingarsetur Suðurnesja var stofnað. Það tók formlega til starfa nú á haustmán- uðum að Garðvegi 1 í Sandgerði. Setrið starfar á þekkingargrunni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, Náttúrustofu Reykjaness, Botndýrastöðvarinnar og Fræðaseturs Sandgerðisbæjar, sem nú hefur sameinast Þekkingar- setrinu. Áherslusvið setursins er náttúrufræði og tengdar greinar. Í gær undirritaði Katrín Jakobsdóttir, Þekkingarsetur að veruleika mennta- og menningarmálaráð- herra, samning ráðuneytisins við Þekkingarsetur Suðurnesja að við- stöddu fjölmenni í húsnæði set- ursins. Nýtt merki setursins var afhjúpað við tilefnið. Nánar verður fjallað um Þekkingar- setrið í næsta tölublaði Víkurfrétta. Sigrún Árnadóttir og Katrín Jakobsdóttir undirrita samninga í Þekkingar- setri Suðurnesja í gær. VF-mynd: Jón Júlíus Karlsson

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.