Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2012, Side 8

Víkurfréttir - 22.11.2012, Side 8
fimmtudagurinn 22. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Láttu matinn vera lyfið þitt Hefur þú nokkuð velt því fyrir þér hvort þú sért í þínu besta mögulega heilsu- ástandi og hvort þetta gæti nokkuð orðið eitthvað betra? Kannski velt vöngum yfir því hvort þetta séu örlög þín að líða eins og þér líður í líkamanum og farin að þykja það eðlilegt að upplifa það að orkan sé minni, hægðirnar tregari, svefninn slitróttari, kviðfitan að breiða úr sér, aðeins meiri stirðleiki og verkir hér og þar, vökvasöfnun, o.s.frv. Kunnuglegt? Jafnvel krón- ískir kvillar farnir að láta á sér kræla eins og sjálfsofnæmi, hjarta- og æða- sjúkdómar, sykursýki og gigt farnir að láta á sér kræla. Sjúkdómar og slæm heilsa eru ekki eðlileg afleiðing þess að eldast. Líkami okkar er margslungið kerfi og þegar ójafnvægi myndast í ein- hverju líffærakerfanna geta ýmis einkenni og kvillar myndast. Hvernig myndast þetta ójafnvægi eiginlega? Of mikið af því sem er slæmt fyrir okkur (lélegt mataræði, streita, örverur, eiturefni, ofnæmis- valdar) og of lítið af því sem er gott fyrir okkur (heilnæmt mataræði, næringarefni, hreyf- ing, vatn, súrefni, svefn slökun, ást). Þetta eru réttu innihalds- efnin fyrir heilbrigðar mann- verur. Algengt er að fólk sjái ekki tengingu milli þess sem það borðar og hvernig því líður en nýjar rannsóknir sýna fram á að virk efni í hollri fæðu geta kveikt á vissum genum í frumum okkar og framkalla þannig líf- fræðilega breytingu í líkamanum sem skapa góða heilsu. Það sem er við endann á gafflinum þínum mun alltaf vega þyngra heldur en það sem þú munt finna í einhverju pilluglasi. Lyf eiga vissulega við í ákveðnum tilfellum en við megum ekki vanmeta mátt fæðunnar til þess að öðlast góða heilsu og vinna gegn sjúk- dómum. Hver máltíð er tækifæri til að ná meiri heilsu og bata. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir Ásdís grasaLæknir skrifar heIlsUhoRnIð Fríða Björk Ingvarsdóttir, MA í samtímaskáldsagnagerð, fjallar um Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Guðrún Eva les úr verkum sínum. Dagskráin verður næsta fimmtudag 29. nóvember kl. 20:00 í Bókasafninu í Garði í Gerðaskóla, gengið inn frá Garðbraut. Veitingar í boði safnsins, aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Dagskráin er hluti af samstarfs- verkefninu Kynning á bókmenntaarfinum sem almenningsbókasöfnin á Suðurnesjum standa fyrir og er styrkt af Menningarráði Suðurnesja. BÓKMENNTAKVÖLD Í BÓKASAFNINU Í GARÐI TSA ehf. Brekkustígur 38 · Reykjanesbær · tsa@tsa.is · s. 421 2788 Stefán Einarsson s. 896 2788 · Ari Einarsson s. 894 0354 VANTAR NÝJA GLUGGA? EÐA NÝJA ÚTIDYRAHURÐ? ÖLL ALMENN SMÍÐAVINNA ESTILÓ Hárgreiðslustofa Opnunartilboð 15% afsláttur af allri hársnyrtiþjónustu til 1. desember. Hefur opnað í Hólmgarði Reykjanesbæ Tímapantanir í síma 898-7790. Svandís Georgsdóttir Hárgreiðslumeistari. 1. október 1952 var Gagnfræða- skólinn í Keflavík settur í fyrsta sinn. Þess var minnst á samkomu í sal skólans 1. október sl. Þá fengum við m.a. í skólann nem- endur sem hófu nám í skólanum fyrir 60 árum. Skólinn fluttist í holtið á 10 ára afmæli sínu 1962 og hefur starfað þar síðan. Árið 1982 fékk hann svo nýtt nafn, Holtaskóli. Hann hélt þó áfram að vera aðeins með eldri nem- endur innan sinna veggja. Það var fyrst árið 1999 sem 6 ára nem- endur hófu nám í Holtaskóla og hefur hann frá þeim tíma verið með 1.-10. bekk. Þessi saga er á margan hátt áhuga- verð og ekki síður er áhugavert að skoða hve miklar breytingar hafa átt sér stað í okkar samfélagi á þessum tíma. Þessi vika hefur verið helguð þessum tímamótum. Nú standa yfir þemadagar þar sem nemendur skoða þessa sögu. Árgangar í skól- anum hafa unnið með ákveðin tímabil og sett upp sýningu þar sem reynt er að kalla fram áhrif hvers tímabils fyrir sig. Búast má við að fjallað verði um tísku, tónlist, merka atburði, skólann, nemendur í skólanum á þessum tímum, hvar eru þeir nú o.s.frv. Þetta hefur verið mikil vinna og m.a. hafa nemendur leitað til for- eldra og jafnvel afa og ömmu allt eftir því hvaða tímabil er verið að fjalla um, til að fá upplýsingar, taka viðtöl eða annað sem á við þann tíma sem fjallað er um. opið hús, komdu og skoðaðu Á opnu húsi 23. nóvember gefst kostur á að skoða afraskstur þess- ara daga. Vonandi geta sem flestir tekið þátt í gleðinni með okkur, komið og séð afraksturinn. Öllum sem áhuga hafa, einkum nemendum skólans fyrr og nú, og aðstandendum þeirra, er hér með boðið á sýninguna. Sýningin er opin frá kl. 10-16. Þarna gefst kostur á að skoða af- rakstur þemadaganna. Auk þess er margt annað í boði. Nemendur munu vera með skemmtiatriði í sal skólans á ákveðnum tímum, má þar nefna Kór Holtaskóla, nem- endur í 3. og 4. bekk og e.t.v. fleiri. Í tveimur stofum gefst kostur á að skoða upptökur úr skólastarfi, ferðalögum, s.s. Frakklandsferðum o.fl. sem eldri nemendur gætu haft gaman af að rifja upp. Þá er rétt að geta þess að nemendur eru byrjaðir að baka. Tæknideild Keilis verður líka með áhugaverða sýningu á ýmsum furðum vísindanna. Dagskrá þesarar sýningar verður aðgengileg á heimasíðu Holtaskóla, www.holtaskoli.is. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Þið eruð velkomin. GaGnfræðaskólinn/ Holtaskóli 60 ára Stu tta r tjökkuðu upp bíl oG stálu felGum Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um innbrot í geymsluhúsnæði þar sem stolið hafði verið felgum á nýjum vetrardekkjum og allmiklu magni verkfæra. Þar á meðal voru borvél, topplyklasett og verkfæratöskur. Þjófarnir höfðu tjakkað upp Benz-bifreið, sem stóð í hús- næðinu og tekið undan henni felgurnar með dekkjunum. Þá höfðu þeir rifið úr sambandi box sem innihélt upplýsingar úr myndbandsupptökukerfi. Boxið var horfið af vettvangi. Loks höfðu þeir haft á brott með sér þrjár bjórkippur sem voru í kæli í húsnæðinu.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.