Nesfréttir - 01.01.2009, Page 1
Hafragrautur sendur nemend-
um Valhúsaskóla nú til boða.
Boðið er upp á hafragraut í morg-
unmat í mötuneyti skólans, bæði
fyrir byrjun kennslu og einnig í
kaffitíma sem er kl. 9.30.
Hafragrauturinn er ókeypis öll-
um nemendum skólans hvor sem
þeir kaupa skólamáltíðir eða ekki.
Bæjarfélagið stendur straum af
kostnaði við hafragrautinn en hug-
myndin um hann kom fram í hóp
kennara skólans. Guðlaug Stur-
laugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla
Seltjarnarness segist vona að þessi
nýbreytni mælist vel fyrir og að
hafragrauturinn efli og styrki nem-
endur skólans. Hún kveðst vonast
sé til að sjá sem flesta í grautnum.
AUGL†SINGASÍMI
511 1188
561 1594JANÚAR 2009 • 1. TBL. • 22. ÁRG. ���������������������������
borgarblod.is
Rekstrarafgangur allt
að 50 milljónum
Áætlaður rekstrarhagnaður
A-hluta bæjarsjóðs Seltjarnar -
nesbæjar mun nema tæpum
50 milljónum króna á þessu
ári og nemur rekstrarhlutfall
aðalsjóðs 97.3% af skatttekjum.
Rekstrarafgangur samstæð-
unnar lækkar verulega á milli
ára sem kemur til af ráðgerðri
lækkun á útsvarstekjum á sama
tíma og markmið bæjarstjórnar
er að halda þjónustustigi bæj-
arins óbreyttu. Ekki er gert ráð
fyrir að ný lán verði tekin á árinu
heldur er áætlað er að langtíma-
skuldir bæjarins verði áfram
greiddar niður.
Álagningarprósenta útsvars
á Seltjarnarnesi er 12,10% og er
sú lægsta á höfuðborgarsvæð-
inu í kjölfar ákvörðunar bæjar-
ins um að nýta ekki nýfengna
heimild sveitarfélaga til hækk-
unar útsvarsprósentu í 13,28%.
Meðalútsvar á landinu hækkar
milli ára en mörg sveitarfélög
munu nýta sér nýfengið svigrúm
til hækkana að fullu. Við skatta-
uppgjör ársins 2008, sem fram
fer í sumar munu íbúar á Seltjarn-
arnesi njóta hins lága útsvars
enn frekar þegar þeir fá endur-
greitt frá ríkisskattstjóra mis-
mun meðalútsvars og útsvars
bæjarins. Aðgerðir bæjaryf-
irvalda á Seltjarnarnesi vega
þannig á móti rýrnandi kaup-
mætti vegna aukinnar skattbyrði
og verðbólgu. Megináherslur
fjárhagsáætlunar Seltjarnarnes-
bæjar fyrir þetta ár eru engu að
síður að standa vörð um lífsgæði
bæjarbúa. Fjárhagsáætlunin var
einnig unnin í góðri samvinnu
meiri- og minnihluta og var
samþykkt samhljóða við seinni
umræðu á fundi bæjarstjórnar
Seltjarnarness laust fyrir jól.
Hafragrautur í Valhúsaskóla
- álagningarprósenta útsvars óbreytt
- er ókeypis öllum nemendum skólans
- Viðtal við Jón Steins-
son hagfræðing
- bls. 8-9