Nesfréttir - 01.01.2009, Side 14

Nesfréttir - 01.01.2009, Side 14
14 NES FRÉTTIR Grótta átti fulltrúa á meistara- móti Norðurlanda í handknattleik sem haldið var dagana 26. til 30. desember í Gautaborg. Stelpurn- ar sem fæddar eru árið 1994 eru ríkjandi íslandsmeistarar í sínum flokki. Var þeim boðið á mótið og mættu þar meisturum hinna land- anna. Mótið er haldið árlega fyrir krakka á aldrinum 13 til 16 ára. Auk Gróttu voru FH-ingar með eitt lið í karlaflokki. Stelpurnar sáu sjálfar um alla fjáröflun og tóku að sé hin ýmsu verkefni, m.a söfnuðu þær dósum, bjuggu til uppskriftarbók, seldu klósettpappír og fleira. Davíð B. Gíslason sá um allt skipulag ferðar- innar og þökkum við honum sem og öðrum foreldrum kærlega fyrir hjálpina. Við gistum í Katrinelund skólan- um sem er rétt hjá Ullevi leikvang- inum og er þetta sama svæði og Partille mótið er haldið. Stelpurnar þekktu því svæðið mjög vel. Keppt var í fimm riðlum og lentum við í riðli með liðum frá Noregi, Dan- mörku og tveimur sænskum liðum. Riðillinn reyndist okkur erfiður og enduðum við með einn sigur í fjórða sæti. Við fórum því í B-úrslit þar sem við unnum þrjá af fjórum leikjum okkar og enduðum í fyrsta sæti B úrslita. Ferðin gekk framar vonum og mórallinn í hópnum alveg fyrsta flokks. Þrátt fyrir erfiða byrjun héldu stelpurnar haus og skemmtu sér konunglega alla ferðina. Á milli leikja héldu stelpurnar uppi fjör- inu með því að spila Actionary og kíkja í mollið. Fararstjórar ferðar- innar voru Jói og Bidda og stóðu þau vaktina með stakri prýði. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyr- ir gott samstarf og góðar stundir. Hægt er að lesa nánar um ferðina á heimasíðu Gróttu, www.grotta- sport.is GETRAUNANÚMER GRÓTTU ER 170 G R Ó T T U S Í Ð A N www.grottasport. is Fjórði flokkur kvenna á Norden Cup í Gautaborg Finnur Ingi Stefánsson, hand- knattleiksmaður var valinn Íþrótta- maður Gróttu 2008. Finnur Ingi var útnefnur Íþróttamaður Gróttu miðvikudaginn 14.janúar sl. við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal félags- ins. Finnur Ingi hefur stundað handknattleik með Gróttu frá sex ára aldri og sýnt mikla áhugasemi og vilja til þess að ná árangri. Finn- ur hefur leikið með meistaraflokki sl. þrjá vetur, eða allt frá því að Grótta tefli fram meistaraflokki aft- ur. Finnur Ingi er markahæsti leik- maður meistaraflokksins þennan veturinn, en liðið situr sem stend- ur í efsta sæti 1. deildar og er kom- ið í undanúrslit bikarkeppninnar. Finnur er einn af burðarásum liðs- ins og leikmaður sem að liðið get- ur illa leikið án. Finnur hefur átt sæti í yngri lands- liðum Íslands undanfarin ár og hefur að undanförnu bætt sem gíf- urlega sem leikmaður og sýnt getu sína í leikjum vetrarins. Finnur er mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn félagins en hann hefur verið einstak- lega duglegur að æfa, neytir hvorki áfengis né tóbaks. Hann er leikmað- ur sem að allir yngri leikmenn líta upp til. Ögmundur Viðar Rúnarsson frá knattspyrnudeild og Dominiqua Alma Belányi frá fimleikadeild voru einnig tilnefnd til Íþróttamanns Gróttu. Að auki voru ungir og efnileg- ir íþróttamenn valdir en þeir voru: Eiríkur Ársælsson úr knattspyrnu. Guðmundur Bragi Árnason úr knatt- spyrnu. Kristinn Ólafsson úr knatt- spyrnu. Sigurður Steinar Jónsson einnig úr knattspyrnu. Edda Hulda Ólafardóttir úr fimleikum. Guð- mundur Óli Ólafarson úr fimleikum. Arnar Imsland úr handknattleik. Ásrún Birgisdóttir úr handknattleik. María Guðjónsdóttir úr handknatt- leik og Viggó Kristjánsson úr hand- knattleik. Dominiqua Alma Belányi og Embla Jóhannesdóttir voru verðlaunaðar fyrir að hafa leikið í fyrsta skipti fyrir Íslands hönd. Það er ósk Íþróttafélagsins Gróttu að þessir iðkendur og leikmenn haldi áfram á þessari braut og eigi eftir að blómsta enn frekar á leikvellin- um og fimleikagólfinu. Finnur Ingi íþróttamaður Gróttu Leikmenn Gróttu hafa ekki spil- að mikið að undanförnu vegna jólahátíðarinnar, en æft þeim mun meira. Nú þegar nýja árið er geng- ið í garð er Gróttuliðið á þeim stað sem það ætlaði sér, efsta sæti. Auk þess er liðið komið í undan- úrslit í Eimskipbikarnum og mætir liðið Selfossi fyrir austan fjall 7. eða 8. febrúar næstkomandi. Langt er liðið síðan lið frá Gróttu hefur kom- ist svo langt í bikarnum og hvetjum við alla til að gera sér ferð austur til að fylgjast með leiknum. Næstu helg- ar hefja Gróttumenn leikinn aftur gegn Þrótturum 10. janúar á útivelli og síðan Aftureldingu 16. janúar á útivelli. Eftir óvænt tap í síðasta leik er mikilvægt fyrir liðið að hefja leik af fullum krafti og halda toppsætinu frá andstæðingum liðsins sem gera að því harða hríð. Grótta í efsta sæti Um jól og áramót hélt unglinga- ráð Gróttu æfingabúðir í hand- bolta fyrir krakka á aldrinum 13 til 17 ára. Æfingarnar voru dag- lega og voru allir þjálfarar félags- ins sem komu að verkefninu eins og þjálfarar meistaraflokks þeir Ágúst Jóhannsson og Magnús Kári Jónsson. Farið var í flest atriði sem máli skipta í handbolta og þjálfun eins og jafnvægi, samhæfingu, vöðva- styrk og liðleika. Einnig var farið í sóknarleik, varnarleik og hröð upp- hlaup. Æfingabúðirnar enduðu með uppskeruhátíð þar sem allir borð- uðu saman, horfðu á fornar hand- boltahetjur og fóru í stórskemmti- lega leiki. Krakkarnir höfðu mjög gaman af þessu framtaki og á það örugglega eftir að koma að gagni í leikjum síðar í vetur. Æfingabúðir um jólin Finnur Ingi Stefánsson, handknatt- leiksmaður var valinn Íþróttamað- ur Gróttu 2008

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.