Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 17.11.2003, Side 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 17.11.2003, Side 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 32. tbl. 11. árg. nr. 354 17. nóv. 2003 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. 32. tbl. /03 Grundartangavegur (506), Hringvegur - hafnarsvæði 03-093 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýlögn Grundar- tangavegur (506) frá Hringvegi að hafnarsvæði Grundartangahafnar. Lengd kafla er 2,6 km. Helstu magntölur eru: Skeringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13.400 m3 þar af bergskeringar . . . . . . . . . . . . 2.500 m3 Ræsalögn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 336 m2 Fyllingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31.800 m3 Neðra burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000 m3 Efra burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.000 m3 Klæðing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16.000 m2 Verki skal að fullu lokið 15. september 2004. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni í Borgarnesi og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 17. nóvember 2003. Verð útboðsgagna er 3.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. desember 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Auglýsingar útboðaGreinargerð dómnefndar Árið 2002 gáfu vegamálastjóri og forstöðumaður umhverfis- deildar Vegagerðarinnar út reglur um viðurkenningu Vega- gerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja. Snemma árs 2003 skipaði síðan vegamálastjóri dómnefnd til að annast veitingu fyrstu viðurkenningarinnar. Í nefndinni voru þau; Guðmundur Arason, Helgi Hallgrímsson og Ásrún Rúdólfs- dóttir sem var formaður. Samkvæmt áðurnefndum reglum átti umhverfisnefnd hvers umdæmis að tilnefna tvö til fimm mannvirki, sem lokið var við á árunum 1999 - 2001. Verkefni dómnefndar var að velja þrjú bestu verkefnin, raða eftir gæðum og hlaut besta verk- efnið viðurkenningu. Alls voru tilnefnd nítján verkefni úr öllum umdæmum. Dómnefndin skoðaði öll mannvirkin og mat þau. Við það mat var bæði horft til hönnunar og útfærslu. Litið var til upplifun- ar vegfarenda, aðlögunar að landi, frágangs o.fl. atriða. Þá var einnig tekið tillit til þess hve erfið verkefnin voru að mati nefndarinnar. Þessi atriði voru síðan vegin saman og heildar- niðurstaðan réði vali dómnefndar. Valið miðar að því að draga fram það sem allra best var gert í vegamannvirkjum á umræddu tímabili. Valið var erfitt því að mörg þeirra verkefna, sem dómnefndin skoðaði voru Vatnaleið (56) séð til norðurs. Viðurkenning Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja sem lokið var við á árunum 1999-2001

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.