Akureyri - 13.05.2015, Side 1
18. tölublað 5. árgangur 13. maí 2015
VI
KU
BL
AÐ
Við bjóðum þér dekk á betra verði
stærð verð frá:
175/70R13 7.885
175/65R14 7.978
185/65R14 8.397
185/65R15 9.492
195/65R15 9.966
stærð verð frá:
205/55R16 11.867
215/65R16 14.312
225/45R17 14.844
235/65R17 19.612
235/60R18 21.168
VERÐDÆMI
staðgreiðsluverð pr stk.
skoðaðu úrvalið á dekkjahollin.is
MAREL VINNSLUTÆKNI
Nýtt og spennandi eins árs nám með
mikla starfsmöguleika við vél- og
hugbúnað frá Marel.
Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða
sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr
sjávarútvegi getur einnig gilt sem inntökuskilyrði.
Námsárinu er skipt í fagbóklegar greinar og
vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónarmanns.
Nám í Marel vinnslutækni er samstarfsverkefni
Fisktækniskólans og Marel.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu skólans
www.fiskt.is eða hjá starfsmönnum Fisktækniskóla
Íslands í síma 412 5966.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2015
MIKLIR FRAMTÍÐARMÖGULEIKAR Í STARFI.
Margföld sjálfsvígshætta
samkynhneigðra nemenda
Í nýrri rannsókn á tengslum kynhneigð-
ar unglinga við sjálfvígshegðun sem
framkvæmd var af vísindamönnum við
Háskólann á Akureyri, kom í ljós að
samkynhneigðir nemendur voru í miklu
meiri áhættu en aðrir.
Rannsóknin mun birtast í vísinda-
tímaritinu „Scandinavian Journal of
Public Health“ innan skamms. Hún
er hluti af stærri rannsókn á heilsu og
lífskjörum skólabarna sem lögð er fyrir
fjórða hvert ár.
Af þeim tæplega fjögur þúsund nem-
endum í 10. bekk sem spurðir voru um
kynhneigð sína kom í ljós að rétt rúm-
lega 3% höfðu fundið fyrir tilfinning-
um gagnvart eða stundað kynlíf með
einstaklingi af sama kyni. Samkyn-
hneigðir strákar voru 17 sinnum líklegri
en aðrir til þess að hafa oft reynt sjálfs-
víg en samkynhneigðar stelpur voru sex
sinnum líklegri til þess. Einnig voru
samkynhneigðir unglingar 5-6 sinnum
líklegri til þess að hafa oft hugsað um
sjálfsvíg.
„Því miður er ekki hægt að segja að
þessar niðurstöður komi á óvart,“ segir
Ársæll Arnarsson, prófessor í sálfræði
við Háskólann á Akureyri sem er einn
af höfundum greinarinnar. „Við höfum
skoðað aðstæður og líðan þessara ung-
linga í nokkur ár og þetta virðist vera í
samræmi við það sem við höfum áður
séð.“
Í rannsókninni voru einnig skoðað-
ir þættir sem gætu aukið eða minnkað
áhættu á þessari hegðun. Hjá samkyn-
hneigðu krökkunum var það aðeins
einelti sem hafði áhrif til aukningar á
sjálfsvígshættu. Væri það ekki til staðar
var áhættan mun minni.
Rannsóknin var styrkt af Háskóla-
sjóði KEA, Lýðheilsusjóði Landlæknis-
embættisins og Háskólanum á Akureyri.
-BÞ
adam Ingi Viðarsson brosti kátur þegar úrslit höfðu verið kunngerð í áhugaverðri myndbandakeppni sem Barnabókasetur efnir til meðal grunn-
skólanemenda á Norðurlandi og kallast Siljan. athöfnin fór fram á amtsbókasafninnu á akureyri en félagi adams Inga, Jón Páll Norðfjörð, vann
verkefnið með honum. þeir eru nemendur við Glerárskóla. með á myndinni er Eyrún Halla Skúladóttir, skólastjóri Glerárskóla. Sjá bls. 8 Völundur
Miðnætursprengja
30%
af öllum vörum
50% af völdum vörum
í verslun Lín Design
Miðvikudag kl 10-00
CMT sagarblöð og
fræsitennur