Akureyri - 13.05.2015, Page 4

Akureyri - 13.05.2015, Page 4
4 5. árgangur 18. tölublað 13. maí 2015 Bætt kjör en óbreytt starfskjör hjá KEA? Í síðustu viku sýndi Akureyri viku- blað fram á að yfirlýsing Birgis Guðmundssonar, stjórnarformanns KEA og dósents í fjölmiðlafræði við HA, um starfskjör Halldórs Jóhannssonar framkvæmdastjóra KEA væru ekki í samræmi við upplýsingar í ársskýrslum KEA. Í yfirlýsingu stjórnarformanns fyrir um tveimur vikum sem bar yfir- skriftina: „Vegna fréttar Rúv um starfskjör framkvæmdastjóra“ segir; „Fyrir einu og hálfu ári eða ársbyrjun 2014 var endursamið um starfskjör framkvæmdastjóra fé- lagsins en kjör hans höfðu staðið óbreytt frá árinu 2007 eða í rúm- lega 6 ár.“ Á þeim forsendum hafi laun hans verið hækkuð um 30%. Samkvæmt ársskýrslum KEA höfðu laun framkvæmdastjórans hins vegar hækkað um 21% undan- gengin fjögur ár. Í framhaldi af frétt Akureyrar vikublaðs af þessu ósamræmi gaf stjórnarformaðurinn frá sér aðra yfirlýsingu 8. maí sl. þar sem fram kom að launahækkanir framkvæmdastjórans væru í samræmi við samningskjör framkvæmdastjórans. Þannig hefðu laun framkvæmdastjór- ans verið hækkuð árið 2011 vegna þess að stjórnarlaun hans frá ónefndum þriðja að- ila hefðu lækkað, en árið 2013 hefði framkvæmdastjórinn fengið nýja bifreið til afnota. „Eftir stendur sú fullyrðing mín óbreytt, að samningsbundin starfskjör framkvæmdastjóra höfðu ekkert breyst frá sept- ember 2007 til janúar 2014 eða í rúmlega 6 ár,“ segir í yfirlýsingu stjórnarformannsins. Akureyri vikublað hefur ekki aðgang að ársskýrslu KEA 2007 en samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar 2007 voru laun fram- kvæmdastjóra KEA áætluð 14,0 milljónir króna. Í tekjublaði Frjálsr- ar verslunar 2014 voru laun hans hins vegar áætluð 18,3 milljónir, en það samsvarar 31% hækkun launa á þessu tímabili. Samkvæmt árs- reikningum KEA hækkuðu laun framkvæmdastjórans um 21% frá 2009 til 2013 en á árinu 2014 voru laun framkvæmdastjórans hækk- uð um 30% til viðbótar á þeim forsendum að kjör hans hefðu verið óbreytt frá árinu 2007. Samkvæmt ársreikningi KEA 2014 eru þau nú 23,6 milljónir króna á ári. Stjórnarformaður KEA kaus að svara ekki spurningum Akureyr- ar vikublaðs um launakjör fram- kvæmdastjórans en vísaði til fyrri yfirlýsingar sinnar á kea.is. Af fyrir- liggjandi gögnum virðist hins vegar ljóst að kjör framkvæmdastjórans voru bætt í tvígang á umræddu tímabili. Annars vegar hafi laun hans frá KEA verið hækkuð til að bæta honum upp tekjutap frá ónefndum þriðja aðila árið 2011, en hins vegar hafi hann fengið nýjan jeppa til einkaafnota árið 2013. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnarformannsins voru þessar kjarabætur í sam- ræmi við ráðningarsamning fram- kvæmdastjórans og í þeim skilningi hafi „samningsbundin starfskjör“ hans ekkert breyst í sex ár. TEKJUTRYGGING FRAM- KVÆMDASTJÓRA KEA Í yfirlýsingu stjórnarformanns KEA vegna fréttaflutnings Akur- eyrar vikublaðs kemur fram að í starfssamningi framkvæmdastjóra KEA sé gert ráð fyrir því að laun vegna stjórnarsetu í öðrum fyrir- tækjum komi til frádráttar launum hans. „Þetta er gert til að forðast þann hvata að framkvæmdastjóri hverju sinni geti ekki (sic) bætt starfskjör sín með því að horfa til mögulegra stjórnarlauna þegar t.d. fjárfestingarákvarðanir eru teknar. Fyrirkomulagið er beinlínis haft þannig að sjálftökuhvatar séu ekki fyrir hendi.“ Upplýsingar tekjublaðs Frjálsr- ar verslunar benda til þess að laun framkvæmdastjóra KEA sveiflist umtalsvert milli ára og samanburð- ur við ársskýrslur KEA bendir til þess að framkvæmastjórinn hafi þegið 3-6 milljónir króna í laun frá öðrum aðilum á tímabilinu 2007 – 2010 en lítið eftir það. Hins vegar virðist sem samningurinn tryggi að laun hans séu að lágmarki 18 milljónir króna fremur en að launin væru þau að hámarki eins og Birgir Guðmundsson, stjórnarformaður KEA hefur haldið fram. Þannig hafi laun Halldórs hjá KEA hækkað þegar önnur laun minnkuðu en ekki lækkað þegar tekjur frá öðrum aðil- um jukust. Ekki er ljóst hvernig slík tekjutrygging getur komið í veg fyr- ir að framkvæmdastjóri taki fjár- festingarákvarðanir í því skyni að bæta heildarlaun sín eins og stjórn- arformaðurinn heldur fram.Í kjöl- far efnahagshrunsins þurftu margir launamenn að þola minnkaða yf- irvinnu eða jafnvel skert starfs- hlutfall. Störf framkvæmdastjóra KEA fyrir aðra aðila drógust einnig saman en KEA bætti honum það vinnutap með launahækkun. Í því fólst kjarabót sem nam 1,9 milljón- um króna á ári í formi sömu launa fyrir væntanlega minni vinnu. UMFERÐARÖRYGGI HALLDÓRS TRYGGT Í janúar árið 2013 greindi Ak- ureyri vikublað frá því að fram- kvæmdastjóri KEA hefði fengið til fullra afnota nýjan Land Rover jeppa sem kostaði rúmlega 12 millj- ónir króna. Þáverandi stjórnarfor- maður, Hannes Karlsson, vísaði þá til öryggissjónarmiða sem réttlætu kaupin. Félagssvæði KEA væri stórt og víðfeðmt og gott hafi verið fyrir Halldór að aka um það á ör- uggum bíl. Það að hafa bifreið til einka- afnota sparar framkvæmdstjóra kaup á slíkri bifreið. Þau hlunn- indi teljast tekjur í skilningi skattalaga og eru færð sem laun og önnur hlunnindi í árs- reikningi viðkomandi fyrir- tækis.Endurskoðendur sem Akureyri vikublað hefur rætt við segja að einu gildi hvort kjarabót fólks felist í hlunn- indum líkt og bílafríðindum eða fleiri krónum beint inn á tékkareikninginn. Hvort tveggja sé kjarabót. Fríðindi og hlunnindi séu ekki síðri en grjótharðir peningar þegar öll útkoma sé skoðuð. Kaup og afborganir af bif- reið eru stór liður í mánað- arlegum útgjöldum flestra launamanna. Eftir efnahags- hrunið hækkuðu bílalán margra og nýjar bifreiðar urðu dýrari í inn- kaupum. Framkvæmdastjóri KEA fékk nýjan jeppa frá KEA til einka- afnota. Í því fólst kjarabót sem nam 1,3 milljónum króna á ári í formi lúxusbifreiðar til einkanota. SORGLEGT EÐA EÐLILEGT? KEA er fyrirtæki þúsunda Eyfir- ðinga, saga þess er samofin sögu svæðisins, þeir milljarðar sem fé- lagið hefur til ráðstöfunar urðu til með svita almennings í formi sam- eignar. KEA fer með ítök í mörgum helstu fyrirtækjum á starfsvæði sínu og er vafamál hvort kjarabætur framkvæmdastjórans á grundvelli ráðningarsamnings teljist „óbreytt starfskjör“ sem réttlæti svo verulega launahækkun sem ágreiningslaust er að nú hafi orðið. Flestir launa- menn myndu í það minnsa fagna slíkum „óbreyttum starfskjörum“. Ein þeirra spurninga sem Birgir Guðmundsson kaus að svara ekki laut að hver rökstuðningurinn væri að baki þess verðmætamats sem lagt væri á einn mann sem fengi svo há laun greidd úr almannasjóðum KEA. Sú orðræða varð þekkt fyrir hrun þegar ofurlaun bankastjór- anna voru réttlætt. Af viðbrögðum óbreyttra fé- lagsmanna í KEA sem fjölmargir hafa haft samband við Akureyri vikublað liggur fyrir að Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA hefur í huga a.m.k. hluta fé- lagsmanna KEA rofið mörk með þeim launum sem hann er á í dag. Þess sér sem dæmi stað í gagnrýni Rögnu Ragnarsdóttur í síðasta blaði og Hjálmar Pálsson, íbúi á Akureyri, segir í ummælum á ak- ureyri.net vegna fréttar blaðsins um launahækkanir Halldórs í síð- ustu viku: „Það að félagsmenn í KEA samþykki að borga nokkrum manni 23 milljónir á ári finnst mér alveg fáránlegt og jafnvel bara sorglegt.“ Önnur spurning sem Birgir kaus að svara ekki var hvort til greina kæmi að endurskoða laun framkvæmdastjórans. a FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞORLÁKSSON Birgir Guðmundsson Halldór Jóhannsson NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur, rafmagnstengill. NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir 2,5m 35mm barki, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Takki fyrir hreinsun á síu. Iðnaðarryksugur Fyrir bæði blautt og þurrt Sjálfvirk hreinsun á síu Tengill Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is Útvegum olíuverk í flestar gerðir bíla og tækja Varahlutir - Viðgerðir Vélavit útvegar varahluti í flestar gerðir traktora, sérhæfum okkur í JCB, Hydrema, Iveco, New Holland og Case Vélavit Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina Oftast ódýrastir! Erum einnig með alla varahluti í JCB vinnuvélar

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.