Akureyri - 13.05.2015, Page 8
8 5. árgangur 18. tölublað 13. maí 2015
Óskað er eftir upplýsingum um bakgrunn og reynslu
umsækjenda, sem og hugmyndum um það hvernig
umsækjandi hyggst nýta húsið til eflingar ferðaþjónustu,
menningar- og félagslífs
Félagsheimilið Húnaver er byggt árið 1957 og er 601 m2
að grunnfleti, ásamt 88 m2 íbúð. Félagsheimilið skiptist í
anddyri með miðasölu, forsal, snyrtingar, fatageymslu og
fundarherbergi. Þá er eldhús með uppþvottavél, bakara ofni
og öðrum helstu eldhústækjum og áhöldum. Samkomusalur
er í húsinu. Jafnframt er leyfi fyrir allt að 56 manns í svefn-
pokagistingu.
Félagsheimilið Húnaver er staðsett á mótum Svartárdals
og Langadals þar sem þjóðvegur 1 liggur upp Vatnsskarð.
Í Húnaveri hefur verið rekin verslun, veitingasalur og
svefnpokapláss. Við Húnaver eru mjög góð tjaldstæði með
rafmagni, snyrtingum og sturtuaðstöðu. Ásamt þessu fylgir
Húnaveri fjárhús/hesthús alls 184 m2 og hlaða sem er 127 m2.
Umsóknarfrestur er til 30. maí næstkomandi.
Skila skal umsóknum á skrifstofu Húnavatnshrepps,
Húnavöllum 541 Blönduós, eða með að senda umsókn
í tölvupósti á netfangið einar@hunavatnshreppur.is.
Nánari upplýsingar:
Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri í síma 452 4661 og
842 5800 eða formaður hússtjórnar Pétur Pétursson
í síma 452 4349 og 821 4349.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða umsókn sem er
eða hafna öllum.
Húnavatnshreppur og Hússtjórn Húnavers
Húnavatnshreppur
hunavatnshreppur.is
Félagsheimilið Húnaver
Hússtjórn Húnavers og Húnavatnshreppur óska efir húsverði eða umsókn frá
aðilum sem vilja taka að sér rekstur félagsheimilisins Húnavers.
Siljan veitt á Akureyri
Siljan var veitt í fyrradag en um
ræðir viðurkenningu Barnabóka-
seturs fyrir myndbandakeppni
ungmenna í grunnskólum lands-
ins þar sem myndböndin tengjast
efni tiltekinna íslenskra bóka sem
gefnar voru út 2012-2014. Efstu
þrjú sætin í keppninni fengu verð-
launafé í eigin vasa og skólasafn
sigurvegaranna hlaut rausnarlega
fjárhæð til bókakaupa.
Sigurvegarar Siljunnar á Norð-
urlandi árið 2015 eru Jón Páll Norð-
fjörð og Adam Ingi Viðarsson sem
koma úr Glerárskóla. Þeir gerðu
myndband um Brosbókina eftir Jónu
Valborgu Árnadóttur. Segir í umsögn
dómnefndar: „Myndbandið er vel
gert og kemst boðskapur bókarinn-
ar til skila á hugmyndaríkan hátt
um leið og bókin er gerð áhugaverð.
Myndbandið er einnig skemmti-
legt, nemendur ná að fanga andann
í bókinni og sú hugmynd að gera
stiklu er prýðisgóð. Það er augljóst
að mikil vinna átti sér stað við gerð
stiklunnar og ber það þeim nemend-
um sem komu að verkinu gott vitni.“
Í öðru sæti urðu Egill Andra-
son og Arndís Eva Erlingsdóttir,
Brekkuskóla. Þau gerðu mynd-
band um Hafnfirðingabrandarann.
Þriðju verðlaun hlutu Kolbrún
Svafa, Henning , Katrín Nicola,
Sigrún Edda, Katrín Ásta og Helga
Hrund, Grímseyjarskóla sem gerðu
myndbönd um Martröð 22 í flokkn-
um Gæsahúð fyrir eldri eftir Helga
Jónsson Ólafsfirðing, búsettan nú á
Akureyri.
Brynhildur Þórarinsdóttir, rit-
höfundur og lektor við Háskólann
á Akureyri, segir fyrir hönd Barna-
bókaseturs að Siljan sé mynd-
bandasamkeppni fyrir nemendur
í 5.-10. bekk í grunnskólum við
Eyjafjörð. Markmiðið með Siljunni
sé að fá börn og unglinga til að
lesa meira og tjá sig um bækurnar
sem þau lesa; virkja unga lesend-
ur til að breiða út lestraráhuga.
„Skemmtileg myndbönd eftir unga
lesendur vekja athygli og minna á
hversu gaman er að lesa. Ánægja
af lestri er einmitt lykill að góðum
lesskilningi.“ -BÞ
Endurvakið Listasumar leggur ríka
áherslu á ferskleika og frumsköpun
Margir munu eflaust fagna því að
Listasumar verður endurvakið á
Akureyri í ár. Akureyri vikublað
spurði Guðrúnu Þórsdóttur verk-
efnisstjóra nokkurra spurninga en
opnun Listasumar fer fram 12. Júní
næstkomandi.
Hvað þýðir það fyrir bæinn í ör-
stuttu máli að Listasumar hafi ver-
ið endurvakið?
„Listasumar á Akureyri er far-
vegur og vettvangur fyrir listafólk
á Akureyri til að koma list sinni á
framfæri. Listasumar var fyrst sett
á laggirnar fyrir 20 árum síðan, en
þá kraumaði listin út um allt og
þörf var fyrir farveg til að koma
henni á framfæri. Enn er listalífið
öflugt á Akureyri og því ennþá þörf
fyrir Listasumar.
Listasumar á Akureyri er regn-
hlíf fyrir lista og menningarstarf-
semi á Akureyri yfir sumarið og
með því er aðgengi almennings að
viðburðum gert einfaldara. Bæj-
arbúar og ferðamenn geta nálgast
upplýsingar um viðburði á einum
stað þ.e. í prentaðri dagskrá og
einnig á vef Listsumars, á íslensku
og ensku. Með endurvakningu
Listasumars á Akureyri skapast
einnig aukin tækifæri á samvinnu
listafólks sín á milli og við stofnan-
ir og fyrirtæki.
Þeir fjármunir sem settir voru í
verkefnið í ár eru ágætis byrjun en
meira fé þarf að koma til á næstu
árum þar sem ætlunin er að virki-
lega styrkja sköpunarstarfið sjálft.“
Hefur þessi ákvörðun skapað
ánægju meðal listamanna?
„Já, tvímælalaust. Listamenn sjá
tækifæri í þessu og eru þegar farnir
að skipuleggja viðburði. Við erum
þess fullviss að þetta muni efla
lista- og menningarlífið í bænum.“
Getur hver sem er troðið upp
undir merkjum Listasumars eða er
fagleg eða listræn sýning – fer mat
fram á gæðum viðburða?
„Ég, sem verkefnastýra Lista-
sumars ásamt Hlyni Hallssyni safn-
stjóra Listasafnsins erum þau sem
förum yfir viðburðina en það er
engin ritstýring í gangi. Við leggjum
áherslu á ferskleika og frumsköpun
og hafa þeir viðburðir forgang sem
uppfylla þau skilyrði.“
Fá listamenn sem koma fram á
vegum Listasumars einhverja ver-
aldlega umbun fyrir?
„Listasumar á Akureyri er ekki
hugsað sem kaupandi að list heldur
farvegur fyrir lista- og menningar-
starf og í gegnum það skapast tæki-
færi og sýnileiki fyrir það öfluga
listastarf sem þegar er í gangi hér
á Akureyri.“
Þyrftu tekjumöguleikari lista-
manna að vera meiri en raun ber
vitni? Eru það e.t.v. vafasöm skila-
boð út í samfélagið að þeir vinni oft
frítt?
„Listamenn eru ekki óvanir því að
„vinna frítt“ eins og þú orðar það. Ef
við skoðum söfnin sem dæmi þá fá
listamenn sjaldan þóknun fyrir að
sýna þar, en ef listamaðurinn selur
list sína þá fær hann þá peninga.
Sama má segja um Listasumar, því
ef um er að ræða aðgangseyri að
viðburðum þá fær listamaðurinn
hann. Hins vegar væri alveg eðli-
legt að listafólk fengi meira borgað
fyrir vinnu sína.“
Eru einhverjir viðburðir fram
undan sem þú mælir sérstaklega
með?
„Á opnunarhelginni, 12. júní,
verður margt í gangi: Ymur tón-
listarhátíð verður með kraumandi
raftónlist í 24 tíma, Mireya Samper
er að opna sýningu á Listasafninu
og svo tengjumst við Þjóðlistahá-
tiðinni Vöku sem er metnaðarfullt
verkefni sem hægt er að fræðast
nánar um á vefnum thjodlist.is
Listamenn munu mála Listagil-
ið í fallegum litum og tónum, hug-
myndin er að enginn umferð verði í
Gilinu í júní mánuði og þannig er
hægt að varðveita málverkið,“ segir
Guðrún Þórsdóttir, verkefnastýra
hjá Listasumari Akureyrarbæjar
2015. -BÞ
mikil ánægja meðal listamanna með upprisu Listasumars, að sögn verkefnisstýru, Guðrúnar Þórsdóttur.
Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og
lektor við Ha: markmiðið með Siljunni að
fá börn og unglinga til að lesa meira og
tjá sig um bækurnar sem þau lesa.
Auglýsingasíminn er
578-1190