Akureyri - 13.05.2015, Page 12
12 5. árgangur 18. tölublað 13. maí 2015
Tók erfiða ákvörðun en gifturíka
Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari ákvað síðastliðið haust að hætta að vinna
vinnu sem ekki tengdist hennar listsköpun beint. Þetta var erfið ákvörðun sem
kallaði á kjark og trú. „Ég tók þessa ákvörðun á hárréttum tímapunkti og er stolt
af því að hafa þorað,“ segir listakonan í ítarlegu spjalli við Akureyri vikublað.
Hvað varstu gömul, Lára Sóley,
þegar þú Húsvíkingurinn ákvaðst
að verða tónlistarmaður og hvað
skóp þá ákvörðun öðru fremur?
Tókstu hana sjálf eða tóku aðrir
hana fyrir þig?
Ég var ekki há í loftinu þegar ég
sagðist ætla að verða fiðlukona.
Byrjaði að læra 6 ára gömul í
Tónlistarskóla Húsavíkur hjá
yndislegum kennara sem hafði
afskaplega mikið um það að segja
hvað svo varð. Hún var hvetjandi,
elskuleg og alltaf með jákvæða
gagnrýni sem ég held að skipti
miklu fyrir byrjendur í listnámi.
Endanlega ákvörðun tók ég svo
líklega þegar að ég ákvað að taka
tvo bekki saman í menntaskóla
svo ég kæmist fyrr til útlanda að
læra á fiðluna. Þessi ákvörðun var
alfarið mín, en að sjálfsögðu hafði
sá mikli stuðningur sem foreldrar
mínir hafa veitt mér alla tíð áhrif.
Áttaðirðu þig snemma á að þú
byggir yfir meiri tónlistarhæfileik-
um en gengur og gerist?
Ég held að það búi tónlist-
arhæfileikar í okkur öllum. Það er
svo mismunandi í hverskonar um-
hverfi við ölumst upp. Ég var mjög
heppin að það var mikið sungið
og spilað á mínu heimili. Ég tel
að umhverfið skipti meira máli
en genin. Ég hef reynslu af því
að kenna samkvæmt móðurmáls-
aðferð Suzuki, en hún byggist
einmitt á því að börn læri tónlist
líkt og móðurmálið, eftir eyranu
og með sífelldum endurtekning-
um. Pabbi hlustaði mest á Bítlana
og Megas á meðan mamma spilaði
og sönglaði kántrý, afi söng eða
blístraði allar helstu íslensku
söngperlurnar og amma mín og
ég áttum dýrmætar stundir þar
sem við spiluðum og sungum tvær
við orgelið þegar enginn heyrði til.
Þetta hefur verið skapandi um-
hverfi?
Umhverfið á Húsavík og í tónlist-
arskólanum var mjög hvetjandi.
Ég lærði snemma að spila eftir
eyranu og vinna við einfaldar
útsetningar, því í fámenninu
vorum við oft ekki að spila hefð-
bundnar klassískar útsetningar,
heldur að útfæra lög og útsetja
fyrir fjölbreytta hljóðfærahópa.
Síðan var ég svo heppin að fá
tækfæri til að spila oft með Didda
Hall og Ingimundi Jónssyni. Þá
spilaði Diddi á harmonikku og
Ingimundur á gítar. Við spiluð-
um allskonar valsa og lög sem
ég lærði eftir eyranu. Ég gerði
mér ekki grein fyrir því þá, en
þessi þjálfun hefur haft gríðarleg
áhrif á mig sem tónlistarkonu og
þetta í raun óhefðbundna nám á
Húsavík. Sköpunin var mikilvæg-
ust og er það enn.
Hverju þakkarðu helst þeirri leikni
sem þú hefur náð á fiðluna?
Ég þakka umhverfinu og æfing-
um. Genin hafa eflaust eitthvað að
segja, en ég er þess fullviss eins
og áður segir að umhverfið skiptir
meira máli. Síðan þarf auðvitað
mikinn aga til að æfa sig og á
stundum hefur það reynt mikið
á þolinmæðina, sérstaklega á hin-
um krítísku unglingsárum þegar
að hugurinn reikar í margar átt-
ir, en fiðlan hefur alltaf, í þessi
tæpu 27 ár sem ég hef spilað á
hana, verið mikilvægur partur af
lífinu svo það hefur aldrei komið
til greina að hætta að spila.
Hvað með næmið, tilfinningar og
túlkun? Býr það í sálinni eða er
hægt að þjálfa það og þróa?
Ég trúi á blöndu þessara tveggja
hluta. Ég held að allir listamenn
noti tilfinningar í túlkun sinni en
það þróast með aldri og reynslu.
Ég hef haft kennara sem hafa
miðlað til mín sínum aðferðum
við túlkun tónlistar sem hafa svo
leitt mig áfram í eigin túlkun.
Ég nýti mér oftast eigin tilfinn-
ingar og lífsreynslu í túlkun, en
stundum, sérstaklega þegar ég
er að spila tónlist frá klassíska
tímabilinu, bý ég mér til ýmiss-
konar sögur í huganum sem ég
reyni að koma til skila.
Það er svo frábært við tón-
listina, sérstaklega hljóðfæratón-
list, að hlustendur geta svo upp-
lifað eitthvað allt annað og finna
aðrar tilfinningar þegar þeir
hlusta á flutninginn.
Er einfalt mál að ætla sér að lifa
af list sinni á Akureyri – eða hugs-
arðu stundum: Betur væri ég kom-
in í borginni við Flóann – eða utan
landsteinanna?
Ég, eins og margir listamenn á
Akureyri, hef lengst af verið í
fastri vinnu meðfram listsköp-
un og þá annahvort fengist við
kennslu eða verkefnastjórn. Hins-
vegar tók ég þá stóru ákvörðun í
haust, að um áramót yrði ég tón-
listarmaður í fullu starfi. Þetta
var erfið ákvörðun, bæði auðvitað
vegna þess að ekki er þá lengur
um öruggar tekjur að ræða, en
ekki síður að hafa kjark og trú
á sjálfum sér. En ég tók þessa
ákvörðun á hárréttum tímapunkti
og er stolt af því að hafa þorað.
Við fjölskyldan erum hamingju-
söm á Akureyri. Hér er gott að ala
upp börn, hér er nánast allt til alls
og skemmtilega fjölbreytt menn-
ingarlíf. Ég fer þónokkuð mikið í
borgina við Flóann til að spila og
eins útfyrir landsteinana en finnst
alltaf jafn gott að komast heim til
Akureyrar og í dag vil ég hvergi
annarstaðar eiga heimili.
Þið Hjalti, maðurinn þinn, eigið tvö
ung börn – hvað hefur lífið kennt
þér nýtt síðan þú varðst foreldri?
Börnin hafa kennt mér hversu
dýrmætur tíminn er og hversu
mikilvægt er að nýta hann vel
og njóta í núinu. Eftir að ég varð
móðir finnst mér enn mikilvægara
að vera jákvæð í eigin garð þegar
ég tala um sjálfa mig, því við for-
eldrar erum helstu fyrirmyndir
barnanna okkar. Þau horfa á
Lára Sóley var ekki há í
loftinu þegar hún ákvað að
verða „fiðlukona“.